Ferðamannaborgin Reykjavík Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 24. október 2019 07:00 Í samstarfi við helstu hagsmunaaðila vinnur Reykjavíkurborg nú að nýrri ferðamálastefnu, sem á að leiða veginn að Reykjavík sem spennandi áfangastað fyrir ferðamenn, í sátt við íbúa, atvinnulíf, umhverfi og menningu. Lokaskrefin nú eru að vinna úr tillögum sem komu úr opnu umsagnarferli svo til verði fullmótuð stefna um snjalla, aðgengilega og umhverfisvæna ferðamannaborg. Ferðaþjónustan er mikilvæg stoð atvinnulífsins, sem skapar fyrirtækjum, einstaklingum og opinberum aðilum miklar tekjur. Hún hefur líka verið jákvæður drifkraftur í þróun og uppbyggingu borgarinnar. Nú er tímabært að skapa ferðamennsku í Reykjavík heildstæðan ramma til að þessi atvinnugrein geti vaxið á sjálfbæran hátt. Á undanförnum áratug hefur fjöldi ferðamanna stóraukist með tilheyrandi áhrifum á mannlíf borgarinnar, íbúana og atvinnulífið. Þessi gróska hefur einnig reynt á innviði borgarinnar og þolrif íbúa, ekki síst þeirra sem búa nærri miðborginni. Því er mikilvægt að uppbygging borgarinnar, sem áfangastaðar ferðamanna, verði í sem mestri sátt á milli íbúa og ferðaþjónustunnar og að Reykjavíkurborg efli bæði samtal og upplýsingagjöf. Meginmarkmið ferðamálastefnunnar eru þrjú. Að Reykjavík sé lifandi og framsækin mannlífsborg, umvafin einstakri náttúru. Lögð verður áhersla á sérstöðu Reykjavíkur og hennar skapandi listalíf, öflugt þekkingarstarf og hágæðaþjónustu en líka einstaka náttúru. Að stuðla að sjálfbærri ferðaþjónustu í sátt við samfélagið, m.a. með því að stefna að kolefnisjafnaðri ferðaþjónustu með minni neikvæðum umhverfisáhrifum, betur dreifðu álagi um borgina og með auknu samtali við íbúa. Að stjórnkerfi Reykjavíkurborgar, sem snýr að ferðaþjónustu, verði samræmt, einfaldað, skilvirkt og snjallt með markvissri uppbyggingu stafrænna lausna fyrir gesti, borg og borgarbúa. Ferðamálastefnan á að verða leiðarvísir að betri borg sem auðgar líf okkar allra, hvort sem við búum hér, störfum eða erum velkomnir gestir.Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík og formaður borgarráðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Ferðamennska á Íslandi Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Mest lesið Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Skoðun Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Í samstarfi við helstu hagsmunaaðila vinnur Reykjavíkurborg nú að nýrri ferðamálastefnu, sem á að leiða veginn að Reykjavík sem spennandi áfangastað fyrir ferðamenn, í sátt við íbúa, atvinnulíf, umhverfi og menningu. Lokaskrefin nú eru að vinna úr tillögum sem komu úr opnu umsagnarferli svo til verði fullmótuð stefna um snjalla, aðgengilega og umhverfisvæna ferðamannaborg. Ferðaþjónustan er mikilvæg stoð atvinnulífsins, sem skapar fyrirtækjum, einstaklingum og opinberum aðilum miklar tekjur. Hún hefur líka verið jákvæður drifkraftur í þróun og uppbyggingu borgarinnar. Nú er tímabært að skapa ferðamennsku í Reykjavík heildstæðan ramma til að þessi atvinnugrein geti vaxið á sjálfbæran hátt. Á undanförnum áratug hefur fjöldi ferðamanna stóraukist með tilheyrandi áhrifum á mannlíf borgarinnar, íbúana og atvinnulífið. Þessi gróska hefur einnig reynt á innviði borgarinnar og þolrif íbúa, ekki síst þeirra sem búa nærri miðborginni. Því er mikilvægt að uppbygging borgarinnar, sem áfangastaðar ferðamanna, verði í sem mestri sátt á milli íbúa og ferðaþjónustunnar og að Reykjavíkurborg efli bæði samtal og upplýsingagjöf. Meginmarkmið ferðamálastefnunnar eru þrjú. Að Reykjavík sé lifandi og framsækin mannlífsborg, umvafin einstakri náttúru. Lögð verður áhersla á sérstöðu Reykjavíkur og hennar skapandi listalíf, öflugt þekkingarstarf og hágæðaþjónustu en líka einstaka náttúru. Að stuðla að sjálfbærri ferðaþjónustu í sátt við samfélagið, m.a. með því að stefna að kolefnisjafnaðri ferðaþjónustu með minni neikvæðum umhverfisáhrifum, betur dreifðu álagi um borgina og með auknu samtali við íbúa. Að stjórnkerfi Reykjavíkurborgar, sem snýr að ferðaþjónustu, verði samræmt, einfaldað, skilvirkt og snjallt með markvissri uppbyggingu stafrænna lausna fyrir gesti, borg og borgarbúa. Ferðamálastefnan á að verða leiðarvísir að betri borg sem auðgar líf okkar allra, hvort sem við búum hér, störfum eða erum velkomnir gestir.Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík og formaður borgarráðs
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar