Íþróttafræðinám í boði í Vestmannaeyjum næsta haust Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. október 2019 16:00 Eyjamenn fagna góðum sigri í handboltanum. vísir/daníel Eyjamenn eru þekktir fyrir frábæran árangur sinn í bæði fótbolta og handbolta og nú fá Eyjamenn tækifæri til að framleiða íþróttafræðinga í heimabyggð. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Hafrún Kristjánsdóttir, deildarforseti íþróttafræðideildar Háskólans í Reykjavík og Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, undirrituðu í gær samning um nám í íþróttafræði á háskólastigi við Háskólann í Reykjavík sem kennt verður í Vestmannaeyjum. Þetta kemur fram á heimasíðu HR. Náminu er ætlað að nýtast sem grunnur að áframhaldandi námi í íþróttafræði. Samningurinn nær til næstu tveggja skólaára en verkefninu er meðal annars ætlað að efla háskólanám á landsbyggðinni. Þetta íþróttafræðinám í Vestmannaeyjum gæti líka opnað tækifæri fyrir leikmenn ÍBV-liðanna og kannski auðveldað félaginu að halda sínu fólki út í Eyjum.‼️ Frá og með haustinu 2020 verður hægt að læra íþróttafræði við HR í Vestmannaeyjum: https://t.co/Cy8FwBdxVL — HáskólinníReykjavík (@haskolinn) October 28, 2019 Fyrsta skólaárið verða sex námskeið kennd í fjarkennslu í gegnum fjarfundabúnað í Þekkingarsetri Vestmannaeyja. Auk þess munu kennarar koma til Eyja tvisvar á önn til að vinna með nemendum. Tvö verkleg námskeið verða kennd í Vestmannaeyjum. Nemendur munu sækja tvö þriggja vikna námskeið í Reykjavík en taka öll skrifleg próf í Þekkingarsetri Vestmannaeyja. Það á enn eftir að ráða umsjónarmanns námsins í Vestmannaeyjum en námið hefst haustið 2020. Háskólinn í Reykjavík ber ábyrgð á skipulagningu og framkvæmd námsins og ráða umsjónarmann námsins í Vestmannaeyjum, sem búsettur verður í Eyjum. Vestmannaeyjabær mun leggja til íþróttamannvirki til kennslu í verklegum greinum, svo sem handknattleik, knattspyrnu og sundi, en jafnframt leggja til aðstöðu fyrir nemendur til að stunda námið í gegnum fjarfundabúnað. Ráðuneytið mun leggja til fjármagn, ráðgjöf og annast eftirfylgni með verkefninu. Skóla - og menntamál Vestmannaeyjar Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport Fleiri fréttir KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Sjá meira
Eyjamenn eru þekktir fyrir frábæran árangur sinn í bæði fótbolta og handbolta og nú fá Eyjamenn tækifæri til að framleiða íþróttafræðinga í heimabyggð. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Hafrún Kristjánsdóttir, deildarforseti íþróttafræðideildar Háskólans í Reykjavík og Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, undirrituðu í gær samning um nám í íþróttafræði á háskólastigi við Háskólann í Reykjavík sem kennt verður í Vestmannaeyjum. Þetta kemur fram á heimasíðu HR. Náminu er ætlað að nýtast sem grunnur að áframhaldandi námi í íþróttafræði. Samningurinn nær til næstu tveggja skólaára en verkefninu er meðal annars ætlað að efla háskólanám á landsbyggðinni. Þetta íþróttafræðinám í Vestmannaeyjum gæti líka opnað tækifæri fyrir leikmenn ÍBV-liðanna og kannski auðveldað félaginu að halda sínu fólki út í Eyjum.‼️ Frá og með haustinu 2020 verður hægt að læra íþróttafræði við HR í Vestmannaeyjum: https://t.co/Cy8FwBdxVL — HáskólinníReykjavík (@haskolinn) October 28, 2019 Fyrsta skólaárið verða sex námskeið kennd í fjarkennslu í gegnum fjarfundabúnað í Þekkingarsetri Vestmannaeyja. Auk þess munu kennarar koma til Eyja tvisvar á önn til að vinna með nemendum. Tvö verkleg námskeið verða kennd í Vestmannaeyjum. Nemendur munu sækja tvö þriggja vikna námskeið í Reykjavík en taka öll skrifleg próf í Þekkingarsetri Vestmannaeyja. Það á enn eftir að ráða umsjónarmanns námsins í Vestmannaeyjum en námið hefst haustið 2020. Háskólinn í Reykjavík ber ábyrgð á skipulagningu og framkvæmd námsins og ráða umsjónarmann námsins í Vestmannaeyjum, sem búsettur verður í Eyjum. Vestmannaeyjabær mun leggja til íþróttamannvirki til kennslu í verklegum greinum, svo sem handknattleik, knattspyrnu og sundi, en jafnframt leggja til aðstöðu fyrir nemendur til að stunda námið í gegnum fjarfundabúnað. Ráðuneytið mun leggja til fjármagn, ráðgjöf og annast eftirfylgni með verkefninu.
Skóla - og menntamál Vestmannaeyjar Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport Fleiri fréttir KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Sjá meira