Öfundsýki eða innblástur? Þitt er valið Friðrik Agni skrifar 10. október 2019 12:06 Af gefnu tilefni og umræðum síðustu daga: Sleppum samanburðinum og eltumst við okkar eigið líf! Ég skoða mikið af svona uppbyggjandi síðum á samfélagsmiðlum ásamt því að vera með Friðrik Agni síðuna og það virðist vera sem að megininntak skilaboða á mörgum innleggjum þessa dagana sé það sama: Afbrýðisemi og samkeppni á milli fólks. Semsagt fjalla þau um að við ættum að hætta að bera okkur saman alltaf hreint og hætta að finna til afbrýðisemi gagnvart hvort öðru. Eitt innleggið var á þennan veg: Þú verður að hunsa það sem allir aðrir eru að gera og áorka. Lífið þitt snýst um að brjóta niður þína eigin veggi og takmarkanir til að geta orðið besta útgáfan af sjálfri/um þér. Þú ert ekki í keppni við neinn. Reyndu að skara fram úr fortíðinni þinni - ekki öðru fólki. - Höf. ókunnugur. Þetta hittir örugglega eitthvað í mark er það ekki? En það er eins og við þurfum stöðugt að minna okkur á að bara vera við. Eitthvað sem ætti að vera svo eðlilegt. Ég hugsa að mörg okkar séum sek um að einblína á hvað aðrir eru að gera í stað þess að setja fókusinn á okkur sjálf. Við lifum fyrir okkur og engan annann. Með því að einblína alltaf á aðra þá erum við líka að stuðla að samkeppni á milli okkar og ýta undir gremju og öfund. Afbrýðisemi er að mínu mati eitruð tilfinning sem þjónar engum tilgangi. Manneskjan sem þú ert að öfunda finnur ekkert fyrir því og er sennilega bara að lifa sínu lífi og þú ert bara að grafa þig í einhverja holu. Og hver vill hanga í einhverri gryfju biturleika einn síns liðs? Ekki ég. Með því að sleppa tökunum á stöðugum samanburði þá erum við um leið að sleppa takinu af þessari afbrýðisemi. Við getum einblínt okkur að okkar eigin markmiðum. Það getur hins vegar stundum reynst erfitt að sleppa tökunum á þessum samanburði og keppni því við erum stöðugt umkringd sigrum og hæfileikum annarra, eins og á samfélagsmiðlum. Það deila flestir sigursögum, smá monti eða ástinni þar. En ekki hvað? Hver nennir að lesa um hve lífið er ömurlegt. Því við vitum það öll að lífið getur verið ömurlegt inn á milli. Við þurfum ekki að vera minna hvort annað á það líka. Þannig þetta er spurning hvernig við bregðumst við. Ég persónulega elska að fylgjast með og umkringja mig duglegu og hæfileikaríku fólki. Mér finnst það hvetjandi. Þegar einhver náinn mér fær frábært tækifæri í einhverju sem hann eða hún hefur unnið lengi að, jafnvel þó ég vilji það sama að þá er það svo ótrúlega góð tilfinning að samgleðjast. Og líka að minna sig á að fyrst þetta gerðist fyrir þessa manneskju þá get ég þetta líka. Nú þarf ég bara að læra, þróa og prófa mig áfram. Við erum öll á okkar eigin tímalínu. MINN TÍMI MUN KOMA sagði ein þekkt Jóhanna einu sinni. Lærum að nota velgengis sögur annarra sem innblástur í stað þess að láta þær brjóta okkur niður. Fyrir um sex árum þá lenti ég akkúrat í svona tímabili þar sem varð einhver vendipunktur. Búinn að ganga í gegnum tíma þar sem mér fannst ekkert ganga og allir í kringum mig að fá einhver geggjuð tækifæri sem mér fannst allt eins að ég ætti skilið. Þessi hugsunarháttur er svo rangur. Eitthvað gerðist og ég fór bara meðvitað að brjóta þessa hugsun niður. Og guð hvað það er og hefur verið frelsandi. Því ég áttaði mig líka á að með velgengni vina minna þá hvatti það mig til að vera enn skipulagðari og veitti innblástur. Með því að styðja við aðra, hoppa um borð í þeirra gleðivagn og fagna þeirra sigrum fóru mín eigin hjól að snúast. Ég fann fyrir aukinni einbeitingu á að gera mína hluti vel og eina samkeppnin sem ég á í er við sjálfan mig. Og það er allt í lagi því það heldur mér á tánum og skipulögðum gagnvart mínum markmiðum. Sleppum tökunum á samanburðinum, afbrýðiseminni og gremjunni og finnum kraftinn í okkar eigin lífi. Breytum öfund í innblástur. Því við komumst ekkert áfram á því græna skýi. Ástin yfir og út. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrik Agni Árnason Tengdar fréttir Áhrifavaldur eða samfélagsmiðlastjarna? Hugleikur Dagsson teiknaði upp mynd um daginn sem lýsir að mínu mati furðulegri þróun áhrifavalda í heimssamfélaginu. 8. október 2019 13:08 Mest lesið Halldór 08.03.2025 Halldór Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun 10 atriði varðandi símabann í skólum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Halla Gunnarsdóttir, formaður VR Agla Arnars Katrínardóttir Skoðun Slökkviliðið sem ætlar að bjarga fjölmiðlum með því að kveikja í húsinu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll! Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Ætlar Þorgerður Katrín að standa vörð um alþjóðlega lagakerfið? Magnús Magnússon skrifar Skoðun Var friður fyrir sjálfstæði Ísraels? Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun 10 atriði varðandi símabann í skólum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Horfumst í augu og stígum yfir þröskuldinn Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Tilveran með ADHD Sigrún V. Heimisdóttir skrifar Skoðun Stillum saman strengi í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll! Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Af gefnu tilefni og umræðum síðustu daga: Sleppum samanburðinum og eltumst við okkar eigið líf! Ég skoða mikið af svona uppbyggjandi síðum á samfélagsmiðlum ásamt því að vera með Friðrik Agni síðuna og það virðist vera sem að megininntak skilaboða á mörgum innleggjum þessa dagana sé það sama: Afbrýðisemi og samkeppni á milli fólks. Semsagt fjalla þau um að við ættum að hætta að bera okkur saman alltaf hreint og hætta að finna til afbrýðisemi gagnvart hvort öðru. Eitt innleggið var á þennan veg: Þú verður að hunsa það sem allir aðrir eru að gera og áorka. Lífið þitt snýst um að brjóta niður þína eigin veggi og takmarkanir til að geta orðið besta útgáfan af sjálfri/um þér. Þú ert ekki í keppni við neinn. Reyndu að skara fram úr fortíðinni þinni - ekki öðru fólki. - Höf. ókunnugur. Þetta hittir örugglega eitthvað í mark er það ekki? En það er eins og við þurfum stöðugt að minna okkur á að bara vera við. Eitthvað sem ætti að vera svo eðlilegt. Ég hugsa að mörg okkar séum sek um að einblína á hvað aðrir eru að gera í stað þess að setja fókusinn á okkur sjálf. Við lifum fyrir okkur og engan annann. Með því að einblína alltaf á aðra þá erum við líka að stuðla að samkeppni á milli okkar og ýta undir gremju og öfund. Afbrýðisemi er að mínu mati eitruð tilfinning sem þjónar engum tilgangi. Manneskjan sem þú ert að öfunda finnur ekkert fyrir því og er sennilega bara að lifa sínu lífi og þú ert bara að grafa þig í einhverja holu. Og hver vill hanga í einhverri gryfju biturleika einn síns liðs? Ekki ég. Með því að sleppa tökunum á stöðugum samanburði þá erum við um leið að sleppa takinu af þessari afbrýðisemi. Við getum einblínt okkur að okkar eigin markmiðum. Það getur hins vegar stundum reynst erfitt að sleppa tökunum á þessum samanburði og keppni því við erum stöðugt umkringd sigrum og hæfileikum annarra, eins og á samfélagsmiðlum. Það deila flestir sigursögum, smá monti eða ástinni þar. En ekki hvað? Hver nennir að lesa um hve lífið er ömurlegt. Því við vitum það öll að lífið getur verið ömurlegt inn á milli. Við þurfum ekki að vera minna hvort annað á það líka. Þannig þetta er spurning hvernig við bregðumst við. Ég persónulega elska að fylgjast með og umkringja mig duglegu og hæfileikaríku fólki. Mér finnst það hvetjandi. Þegar einhver náinn mér fær frábært tækifæri í einhverju sem hann eða hún hefur unnið lengi að, jafnvel þó ég vilji það sama að þá er það svo ótrúlega góð tilfinning að samgleðjast. Og líka að minna sig á að fyrst þetta gerðist fyrir þessa manneskju þá get ég þetta líka. Nú þarf ég bara að læra, þróa og prófa mig áfram. Við erum öll á okkar eigin tímalínu. MINN TÍMI MUN KOMA sagði ein þekkt Jóhanna einu sinni. Lærum að nota velgengis sögur annarra sem innblástur í stað þess að láta þær brjóta okkur niður. Fyrir um sex árum þá lenti ég akkúrat í svona tímabili þar sem varð einhver vendipunktur. Búinn að ganga í gegnum tíma þar sem mér fannst ekkert ganga og allir í kringum mig að fá einhver geggjuð tækifæri sem mér fannst allt eins að ég ætti skilið. Þessi hugsunarháttur er svo rangur. Eitthvað gerðist og ég fór bara meðvitað að brjóta þessa hugsun niður. Og guð hvað það er og hefur verið frelsandi. Því ég áttaði mig líka á að með velgengni vina minna þá hvatti það mig til að vera enn skipulagðari og veitti innblástur. Með því að styðja við aðra, hoppa um borð í þeirra gleðivagn og fagna þeirra sigrum fóru mín eigin hjól að snúast. Ég fann fyrir aukinni einbeitingu á að gera mína hluti vel og eina samkeppnin sem ég á í er við sjálfan mig. Og það er allt í lagi því það heldur mér á tánum og skipulögðum gagnvart mínum markmiðum. Sleppum tökunum á samanburðinum, afbrýðiseminni og gremjunni og finnum kraftinn í okkar eigin lífi. Breytum öfund í innblástur. Því við komumst ekkert áfram á því græna skýi. Ástin yfir og út.
Áhrifavaldur eða samfélagsmiðlastjarna? Hugleikur Dagsson teiknaði upp mynd um daginn sem lýsir að mínu mati furðulegri þróun áhrifavalda í heimssamfélaginu. 8. október 2019 13:08
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
Slökkviliðið sem ætlar að bjarga fjölmiðlum með því að kveikja í húsinu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
Slökkviliðið sem ætlar að bjarga fjölmiðlum með því að kveikja í húsinu Þórður Snær Júlíusson Skoðun