Aukin verðmætasköpun með samfélagsábyrgð Eva Magnúsdóttir skrifar 14. október 2019 14:47 „Ef Sameinuðu þjóðirnar setja markmið fyrir heiminn þá hljóta þau að eiga við um Skaftárhrepp líka. Þó við séum pínulítið samfélag þá berum við jafnmikla ábyrgð og allir aðrir í heiminum.“ Þetta sagði oddviti Skaftárhrepps, Eva Björk Harðardóttir, í viðtali við Morgunblaðið á dögunum. Tilefni þessara orða voru þau að sveitarstjórn Skaftárhrepps hefur mótað stefnu í aðalskipulagi sínu í anda heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Þetta er í fyrsta sinn sem unnið er að gerð aðalskipulags á þennan hátt og innleiðing er framundan. Sveitarfélagið ætlar að leggja áherslu á sjálfbærni, verndun náttúrunnar, framleiðni í atvinnulífinu með fjölbreyttum tækninýjungum og hvetja til nýsköpunar í þjónustu við ferðamenn auk þess að mæla árangur. Orð eru til alls fyrst og fleiri þurfa að feta í fótspor hins smáa en ábyrga samfélags. Ég er svo lánsöm að hafa fengið tækifæri til að leiða stefnumótun í sveitarfélaginu í anda heimsmarkmiðanna og hef sjaldan orðið vör við svo mikinn einlægan áhuga og metnað til þess að gera vel fyrir landið okkar. Það er krísa og hún er alþjóðleg – við viljum að börnin okkar erfi landið óskaðað. Nú er kominn tími á aðgerðir og eingöngu með samhentu átaki getum við tekist á við verkefni tengd loftslagsvánni. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun eru ágæt leið til mælinga en þau eru 17 talsins með 169 undirmarkmiðum og ná bæði til alþjóðasamstarfs og innanríkismála á sviði efnahags, félags- sem og umhverfisþátta. Framsýn sveitarfélög eins og Skaftárhreppur sjá mikilvægi þess að sveitarfélög leggi sitt af mörkum til þeirra lífsgæða sem því fylgja. Mikilvægasta verkefni sveitarfélaga sem fá það hlutverk að gæta hinnar dásamlegu náttúru okkar, er varðveisla hennar. Án hennar eru engir ferðamenn og ekkert líf á hinu fallega landi okkar. Mikilvægt er að sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklingar taki höndum saman um að vinna í anda heimsmarkmiðanna þar sem þau eru hjálpartæki við að mæla hvernig hvernig þjóðir hlúa að sjálfbærni og hagsæld til framtíðar. Það skiptir máli að innleiða nýjar áherslur í stefnu með sjálfbæra þróun að leiðarljósi, þar sem umhverfisþættir, félagslegir þættir og stjórnarhættir eru greindir og mældir samhliða fjárhagslegum þáttum. Þannig er hægt að tryggja aukna verðmætasköpun og tryggja velferð samfélagsins til framtíðar. Hugur þinn hjálpar þér við að finna lausnir vandamálanna og móta stefnuna. Hendur þínar hafa hæfileikana sem þarf til þess að takast á við áskoranirnar nýrra verkefna. Í hjartanu felst oft hin mesta áskorun en jafnframt sú mikilvægasta; að finna von og kjark til þess að halda áfram, og virkja aðra til athafna. Að taka fyrsta skrefið strax er mikilvægt og að mæla árangurinn er nauðsynlegt. Að gera ekkert er ekki í boði.Höfundur er framkvæmdastjóri og ráðgjafi í samfélagslegri ábyrgð hjá Podium ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Magnúsdóttir Mest lesið Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
„Ef Sameinuðu þjóðirnar setja markmið fyrir heiminn þá hljóta þau að eiga við um Skaftárhrepp líka. Þó við séum pínulítið samfélag þá berum við jafnmikla ábyrgð og allir aðrir í heiminum.“ Þetta sagði oddviti Skaftárhrepps, Eva Björk Harðardóttir, í viðtali við Morgunblaðið á dögunum. Tilefni þessara orða voru þau að sveitarstjórn Skaftárhrepps hefur mótað stefnu í aðalskipulagi sínu í anda heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Þetta er í fyrsta sinn sem unnið er að gerð aðalskipulags á þennan hátt og innleiðing er framundan. Sveitarfélagið ætlar að leggja áherslu á sjálfbærni, verndun náttúrunnar, framleiðni í atvinnulífinu með fjölbreyttum tækninýjungum og hvetja til nýsköpunar í þjónustu við ferðamenn auk þess að mæla árangur. Orð eru til alls fyrst og fleiri þurfa að feta í fótspor hins smáa en ábyrga samfélags. Ég er svo lánsöm að hafa fengið tækifæri til að leiða stefnumótun í sveitarfélaginu í anda heimsmarkmiðanna og hef sjaldan orðið vör við svo mikinn einlægan áhuga og metnað til þess að gera vel fyrir landið okkar. Það er krísa og hún er alþjóðleg – við viljum að börnin okkar erfi landið óskaðað. Nú er kominn tími á aðgerðir og eingöngu með samhentu átaki getum við tekist á við verkefni tengd loftslagsvánni. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun eru ágæt leið til mælinga en þau eru 17 talsins með 169 undirmarkmiðum og ná bæði til alþjóðasamstarfs og innanríkismála á sviði efnahags, félags- sem og umhverfisþátta. Framsýn sveitarfélög eins og Skaftárhreppur sjá mikilvægi þess að sveitarfélög leggi sitt af mörkum til þeirra lífsgæða sem því fylgja. Mikilvægasta verkefni sveitarfélaga sem fá það hlutverk að gæta hinnar dásamlegu náttúru okkar, er varðveisla hennar. Án hennar eru engir ferðamenn og ekkert líf á hinu fallega landi okkar. Mikilvægt er að sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklingar taki höndum saman um að vinna í anda heimsmarkmiðanna þar sem þau eru hjálpartæki við að mæla hvernig hvernig þjóðir hlúa að sjálfbærni og hagsæld til framtíðar. Það skiptir máli að innleiða nýjar áherslur í stefnu með sjálfbæra þróun að leiðarljósi, þar sem umhverfisþættir, félagslegir þættir og stjórnarhættir eru greindir og mældir samhliða fjárhagslegum þáttum. Þannig er hægt að tryggja aukna verðmætasköpun og tryggja velferð samfélagsins til framtíðar. Hugur þinn hjálpar þér við að finna lausnir vandamálanna og móta stefnuna. Hendur þínar hafa hæfileikana sem þarf til þess að takast á við áskoranirnar nýrra verkefna. Í hjartanu felst oft hin mesta áskorun en jafnframt sú mikilvægasta; að finna von og kjark til þess að halda áfram, og virkja aðra til athafna. Að taka fyrsta skrefið strax er mikilvægt og að mæla árangurinn er nauðsynlegt. Að gera ekkert er ekki í boði.Höfundur er framkvæmdastjóri og ráðgjafi í samfélagslegri ábyrgð hjá Podium ehf.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar