Áhyggjufull vegna fíkniefnavandans og krefur ráðherra um svör Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. október 2019 15:10 Inga Sæland lýsir þungum áhyggjum af fíkniefnavandanum. Vísir/Vilhelm Inga Sæland, formaður flokks fólksins, hefur óskað eftir því að Alþingi taki sérstaka umræðu um fíkniefnavanda í landinu. Umræðan fer fram á þinginu síðdegis. Töluvert hefur verið fjallað um aukið magn fíkniefna í umferð á Íslandi og andlát tengd ofneyslu lyfseðilsskilda lyfja. „Við vitum að það er gríðarlegur faraldur, gríðarlegur innflutningur á fíkniefnum og mikill vöxtur í samfélaginu í fíknivandanum. Biðlistinn inn á Vog hefur lengst um hundrað manns. Nú eru tæplega 700 manns á biðlista,“ segir Inga. Henni líst ekkert á í hvað stefnir og óskar eftir svörum frá Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra á þingi í dag.Hvað er á teikniborðinu? „Mig langar að vita hvað er í kortunum og teikniborðinu hjá hæstvirtum heilbrigðisráðherra, hvað er hún að gera í forvörnum? 174 einstaklingar eru dánir úr lyfjaeitrun á síðustu sex árum. 98 karlar og 76 konur. Það er í svo mörg horn að líta og mér finnst við ekki vera að standa okkur.“ Um þrjátíu kíló af kókaíni hafa verið haldlögð af yfirvöldum við innflutning til landsins það sem af er ári. Styrkleiki efnanna er meiri en áður eins og fram kom í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í gær. „Við erum komin á mjög vondan stað. Bæði hvað lítur að ótímabærum dauðsföllum og öllu þessu,“ segir Inga. „Við þurfum að byrgja fyrir brunninn áður en við dettum ofan í hann. Mér finnst við vera dottin ofan í hann, ég viðurkenni það.“ Hún segir ekki hægt að kenna heilbrigðisráðherra um.Ekki nýr vandi „Þetta er ekki vandi sem er að verða til í dag. Þetta er uppsafnaður vandi sem hefur fengið að grasserast í stjórnkerfinu til margra ára. Býst við að hún muni gera það sem hún getur.“ Inga hefur sjálf hugmyndir um hvað hún vildi sjá gert. „Ég myndi vilja sjá það þannig að við værum ekki með einn einasta einstakling á biðlista, fárveikur að biðja um hjálp. Ég myndi vilja að þegar þau koma út úr meðferð myndum við taka utan um þau hvort sem lítur að því að aðstoða þau við að komast inn á vinnumarkað eða búsettuúrræði. Þetta fólk lendir bara aftur númer 701 í röðinni, margir hverjir, og eru fastir.“ Inga segist ósátt við niðurskurð ríkisstjórnarinnar til löggæslu. Það þurfi að koma í veg fyrir innflutning en um leið leggja áherslu á forvarnir. Taka þurfi utan um fólkið sem lendi í fíkniefnavandanum og sýna viljann í verki. Umræðan hefst síðdegis klukkan korter í fjögur. Alþingi Fíkn Lögreglumál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira
Inga Sæland, formaður flokks fólksins, hefur óskað eftir því að Alþingi taki sérstaka umræðu um fíkniefnavanda í landinu. Umræðan fer fram á þinginu síðdegis. Töluvert hefur verið fjallað um aukið magn fíkniefna í umferð á Íslandi og andlát tengd ofneyslu lyfseðilsskilda lyfja. „Við vitum að það er gríðarlegur faraldur, gríðarlegur innflutningur á fíkniefnum og mikill vöxtur í samfélaginu í fíknivandanum. Biðlistinn inn á Vog hefur lengst um hundrað manns. Nú eru tæplega 700 manns á biðlista,“ segir Inga. Henni líst ekkert á í hvað stefnir og óskar eftir svörum frá Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra á þingi í dag.Hvað er á teikniborðinu? „Mig langar að vita hvað er í kortunum og teikniborðinu hjá hæstvirtum heilbrigðisráðherra, hvað er hún að gera í forvörnum? 174 einstaklingar eru dánir úr lyfjaeitrun á síðustu sex árum. 98 karlar og 76 konur. Það er í svo mörg horn að líta og mér finnst við ekki vera að standa okkur.“ Um þrjátíu kíló af kókaíni hafa verið haldlögð af yfirvöldum við innflutning til landsins það sem af er ári. Styrkleiki efnanna er meiri en áður eins og fram kom í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í gær. „Við erum komin á mjög vondan stað. Bæði hvað lítur að ótímabærum dauðsföllum og öllu þessu,“ segir Inga. „Við þurfum að byrgja fyrir brunninn áður en við dettum ofan í hann. Mér finnst við vera dottin ofan í hann, ég viðurkenni það.“ Hún segir ekki hægt að kenna heilbrigðisráðherra um.Ekki nýr vandi „Þetta er ekki vandi sem er að verða til í dag. Þetta er uppsafnaður vandi sem hefur fengið að grasserast í stjórnkerfinu til margra ára. Býst við að hún muni gera það sem hún getur.“ Inga hefur sjálf hugmyndir um hvað hún vildi sjá gert. „Ég myndi vilja sjá það þannig að við værum ekki með einn einasta einstakling á biðlista, fárveikur að biðja um hjálp. Ég myndi vilja að þegar þau koma út úr meðferð myndum við taka utan um þau hvort sem lítur að því að aðstoða þau við að komast inn á vinnumarkað eða búsettuúrræði. Þetta fólk lendir bara aftur númer 701 í röðinni, margir hverjir, og eru fastir.“ Inga segist ósátt við niðurskurð ríkisstjórnarinnar til löggæslu. Það þurfi að koma í veg fyrir innflutning en um leið leggja áherslu á forvarnir. Taka þurfi utan um fólkið sem lendi í fíkniefnavandanum og sýna viljann í verki. Umræðan hefst síðdegis klukkan korter í fjögur.
Alþingi Fíkn Lögreglumál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira