Telur ekki tilefni til að endurskoða aðild að NATO Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. október 2019 15:37 Jens Stoltenberg fékk góðar viðtökur í utanríkisráðuneytinu þar sem Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra tók á móti honum í sumar. Nato Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segist ekki telja tilefni til að endurskoða aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu í kjölfar innrásar Tyrkja á héruð Kúrda í norðurhluta Sýrlands. Þetta kom fram í svari ráðherra við fyrirspurn Halldóru Mogensen, þingmanns Pírata, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Halldóra spurði hvort hægt væri að treyst á varnarsamstarf með þjóðum eins og Bandaríkjunum og Tyrklandi og hvort kominn væri tími til að endurskoða veru Íslands í NATO. „Ég er þeirrar skoðunar og hef ekkert legið á þeirri skoðun minni að sú ákvörðun Bandaríkjaforseta að draga herlið til baka var mjög misráðin,“ sagði Guðlaugur Þór. Árásirnar séu þó á ábyrgð Tyrkja og séu ekki studdar af NATO. Hann óttist að afleiðingarnar kunni að verða enn alvarlegri en þær séu þegar orðnar, einkum fyrir almenna borgara.Sjá einnig: Ákvörðun Bandaríkjamanna misráðin að mati utanríkisráðherra Íslensk stjórnvöld hafi í samtali við nágrannaríki á Norðurlöndunum komið þeim skilaboðum áleiðis og reyni að þrýsta á Tyrkja að hætta og ganga fram með þeim hætti sem þeir hafa gert. „En ég tel samt sem áður ekki að þetta kalli á það sem þingmaður spyr hér sérstaklega,“ sagði Guðlaugur Þór. Halldóra ítrekaði fyrirspurn sína um hvort öryggi Íslendinga væri tryggt innan hernaðarbandalags með Bandaríkjamönnum og Tyrkjum. „Ef Tyrkir virkja fimmtu grein NATO-samningsins vegna átakanna í Norður-Sýrlandi, mun Ísland bregðast við? Geta Tyrkir dregið okkur stríð?“ spurði Halldóra. „Ég hef miklar áhyggjur af að vera okkar í bandalagi þar sem utanríkisstefna tveggja aðildarríkja virðist vera gengin af göflunum.“ Guðlaugur Þór svaraði því neitandi. „Því er nú fljótsvarað að Tyrkir geta ekki dregið okkur Íslendinga í stríð og bara svo það sé alveg skýrt, að þeir fara fram með hætti sem enginn NATO-þjóð hefur stutt, ekki nokkur einasta,“ sagði Guðlaugur Þór. Alþingi Bandaríkin NATO Sýrland Tyrkland Utanríkismál Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Varðturnarnir á bak og burt Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Fleiri fréttir Bíll stóð í ljósum logum í Breiðholtinu Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segist ekki telja tilefni til að endurskoða aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu í kjölfar innrásar Tyrkja á héruð Kúrda í norðurhluta Sýrlands. Þetta kom fram í svari ráðherra við fyrirspurn Halldóru Mogensen, þingmanns Pírata, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Halldóra spurði hvort hægt væri að treyst á varnarsamstarf með þjóðum eins og Bandaríkjunum og Tyrklandi og hvort kominn væri tími til að endurskoða veru Íslands í NATO. „Ég er þeirrar skoðunar og hef ekkert legið á þeirri skoðun minni að sú ákvörðun Bandaríkjaforseta að draga herlið til baka var mjög misráðin,“ sagði Guðlaugur Þór. Árásirnar séu þó á ábyrgð Tyrkja og séu ekki studdar af NATO. Hann óttist að afleiðingarnar kunni að verða enn alvarlegri en þær séu þegar orðnar, einkum fyrir almenna borgara.Sjá einnig: Ákvörðun Bandaríkjamanna misráðin að mati utanríkisráðherra Íslensk stjórnvöld hafi í samtali við nágrannaríki á Norðurlöndunum komið þeim skilaboðum áleiðis og reyni að þrýsta á Tyrkja að hætta og ganga fram með þeim hætti sem þeir hafa gert. „En ég tel samt sem áður ekki að þetta kalli á það sem þingmaður spyr hér sérstaklega,“ sagði Guðlaugur Þór. Halldóra ítrekaði fyrirspurn sína um hvort öryggi Íslendinga væri tryggt innan hernaðarbandalags með Bandaríkjamönnum og Tyrkjum. „Ef Tyrkir virkja fimmtu grein NATO-samningsins vegna átakanna í Norður-Sýrlandi, mun Ísland bregðast við? Geta Tyrkir dregið okkur stríð?“ spurði Halldóra. „Ég hef miklar áhyggjur af að vera okkar í bandalagi þar sem utanríkisstefna tveggja aðildarríkja virðist vera gengin af göflunum.“ Guðlaugur Þór svaraði því neitandi. „Því er nú fljótsvarað að Tyrkir geta ekki dregið okkur Íslendinga í stríð og bara svo það sé alveg skýrt, að þeir fara fram með hætti sem enginn NATO-þjóð hefur stutt, ekki nokkur einasta,“ sagði Guðlaugur Þór.
Alþingi Bandaríkin NATO Sýrland Tyrkland Utanríkismál Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Varðturnarnir á bak og burt Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Fleiri fréttir Bíll stóð í ljósum logum í Breiðholtinu Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Sjá meira