Tímamót: Borgarlínan fjármögnuð Pawel Bartoszek skrifar 15. október 2019 10:00 Tvenns konar gagnrýni heyrist helst á samgöngusáttmálann milli ríkis og höfuðborgarsvæðisins. Að of mikið sé gert fyrir bíla og alls ekki nóg. Til skýringar er myndin er þessi: helmingur peninganna í sáttmálanum fer í grænar samgöngulausnir: Borgarlínu, bættar almenningsamgöngur og göngu- og hjólastíga. Þetta finnst sumum stjórnmálamönnum of mikið. Þá má spyrja: Finnst þeim stjórnmálamönnum líklegt að ríkisstjórn sem vill taka sig alvarlega í loftslagsmálum myndi leggja til eitthvað minna? Finnst þeim líklegt að sveitarfélög sem vilja draga úr mengun og þétta byggð myndu samþykkja eitthvað minna? Ef stuðla á að breyttum ferðavenjum er eðlilegt að fjárfesta í samræmi við það. Sú gagnrýni er beittari og réttari, sem beinist að því að ekki sé nóg gert fyrir að hvetja til grænni ferðamáta. Það má þó benda á að þær vegaframkvæmdir sem lagðar eru til innan miðkjarna Reykjavíkur eru fyrst og síðast til að bæta borgarrými, færa umferð undir jörð og breyta götum í tengslum við Borgarlínu. Enginn er að fara byggja slaufur hjá Melatorgi. Samkomulagið opnar á beina gjaldtöku á umferð. Þótt slík gjaldtaka sé gjarnan umdeild í fyrstu dregur hún samt úr umferð. Þótt ólík gjöld eftir tíma dags hljómi flókin þá virka þau og dreifa umferðinni betur yfir daginn. Osló og London hafa reynt þetta með góðum árangri. Loks er komin áætlun um samgöngur sem leggur ekki minni áherslu á almenningssamgöngur en einkabílinn. Áætlun sem er góð fyrir Reykjavík. Við getum endurhannað Miklubraut. Við getum endurhannað Suðurlandsbraut. Borgarlínan er á fullri ferð. Næsta stopp: Vogabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarlína Pawel Bartoszek Reykjavík Samgöngur Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Tvenns konar gagnrýni heyrist helst á samgöngusáttmálann milli ríkis og höfuðborgarsvæðisins. Að of mikið sé gert fyrir bíla og alls ekki nóg. Til skýringar er myndin er þessi: helmingur peninganna í sáttmálanum fer í grænar samgöngulausnir: Borgarlínu, bættar almenningsamgöngur og göngu- og hjólastíga. Þetta finnst sumum stjórnmálamönnum of mikið. Þá má spyrja: Finnst þeim stjórnmálamönnum líklegt að ríkisstjórn sem vill taka sig alvarlega í loftslagsmálum myndi leggja til eitthvað minna? Finnst þeim líklegt að sveitarfélög sem vilja draga úr mengun og þétta byggð myndu samþykkja eitthvað minna? Ef stuðla á að breyttum ferðavenjum er eðlilegt að fjárfesta í samræmi við það. Sú gagnrýni er beittari og réttari, sem beinist að því að ekki sé nóg gert fyrir að hvetja til grænni ferðamáta. Það má þó benda á að þær vegaframkvæmdir sem lagðar eru til innan miðkjarna Reykjavíkur eru fyrst og síðast til að bæta borgarrými, færa umferð undir jörð og breyta götum í tengslum við Borgarlínu. Enginn er að fara byggja slaufur hjá Melatorgi. Samkomulagið opnar á beina gjaldtöku á umferð. Þótt slík gjaldtaka sé gjarnan umdeild í fyrstu dregur hún samt úr umferð. Þótt ólík gjöld eftir tíma dags hljómi flókin þá virka þau og dreifa umferðinni betur yfir daginn. Osló og London hafa reynt þetta með góðum árangri. Loks er komin áætlun um samgöngur sem leggur ekki minni áherslu á almenningssamgöngur en einkabílinn. Áætlun sem er góð fyrir Reykjavík. Við getum endurhannað Miklubraut. Við getum endurhannað Suðurlandsbraut. Borgarlínan er á fullri ferð. Næsta stopp: Vogabyggð.
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar