Tímamót: Borgarlínan fjármögnuð Pawel Bartoszek skrifar 15. október 2019 10:00 Tvenns konar gagnrýni heyrist helst á samgöngusáttmálann milli ríkis og höfuðborgarsvæðisins. Að of mikið sé gert fyrir bíla og alls ekki nóg. Til skýringar er myndin er þessi: helmingur peninganna í sáttmálanum fer í grænar samgöngulausnir: Borgarlínu, bættar almenningsamgöngur og göngu- og hjólastíga. Þetta finnst sumum stjórnmálamönnum of mikið. Þá má spyrja: Finnst þeim stjórnmálamönnum líklegt að ríkisstjórn sem vill taka sig alvarlega í loftslagsmálum myndi leggja til eitthvað minna? Finnst þeim líklegt að sveitarfélög sem vilja draga úr mengun og þétta byggð myndu samþykkja eitthvað minna? Ef stuðla á að breyttum ferðavenjum er eðlilegt að fjárfesta í samræmi við það. Sú gagnrýni er beittari og réttari, sem beinist að því að ekki sé nóg gert fyrir að hvetja til grænni ferðamáta. Það má þó benda á að þær vegaframkvæmdir sem lagðar eru til innan miðkjarna Reykjavíkur eru fyrst og síðast til að bæta borgarrými, færa umferð undir jörð og breyta götum í tengslum við Borgarlínu. Enginn er að fara byggja slaufur hjá Melatorgi. Samkomulagið opnar á beina gjaldtöku á umferð. Þótt slík gjaldtaka sé gjarnan umdeild í fyrstu dregur hún samt úr umferð. Þótt ólík gjöld eftir tíma dags hljómi flókin þá virka þau og dreifa umferðinni betur yfir daginn. Osló og London hafa reynt þetta með góðum árangri. Loks er komin áætlun um samgöngur sem leggur ekki minni áherslu á almenningssamgöngur en einkabílinn. Áætlun sem er góð fyrir Reykjavík. Við getum endurhannað Miklubraut. Við getum endurhannað Suðurlandsbraut. Borgarlínan er á fullri ferð. Næsta stopp: Vogabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarlína Pawel Bartoszek Reykjavík Samgöngur Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum martha árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Tvenns konar gagnrýni heyrist helst á samgöngusáttmálann milli ríkis og höfuðborgarsvæðisins. Að of mikið sé gert fyrir bíla og alls ekki nóg. Til skýringar er myndin er þessi: helmingur peninganna í sáttmálanum fer í grænar samgöngulausnir: Borgarlínu, bættar almenningsamgöngur og göngu- og hjólastíga. Þetta finnst sumum stjórnmálamönnum of mikið. Þá má spyrja: Finnst þeim stjórnmálamönnum líklegt að ríkisstjórn sem vill taka sig alvarlega í loftslagsmálum myndi leggja til eitthvað minna? Finnst þeim líklegt að sveitarfélög sem vilja draga úr mengun og þétta byggð myndu samþykkja eitthvað minna? Ef stuðla á að breyttum ferðavenjum er eðlilegt að fjárfesta í samræmi við það. Sú gagnrýni er beittari og réttari, sem beinist að því að ekki sé nóg gert fyrir að hvetja til grænni ferðamáta. Það má þó benda á að þær vegaframkvæmdir sem lagðar eru til innan miðkjarna Reykjavíkur eru fyrst og síðast til að bæta borgarrými, færa umferð undir jörð og breyta götum í tengslum við Borgarlínu. Enginn er að fara byggja slaufur hjá Melatorgi. Samkomulagið opnar á beina gjaldtöku á umferð. Þótt slík gjaldtaka sé gjarnan umdeild í fyrstu dregur hún samt úr umferð. Þótt ólík gjöld eftir tíma dags hljómi flókin þá virka þau og dreifa umferðinni betur yfir daginn. Osló og London hafa reynt þetta með góðum árangri. Loks er komin áætlun um samgöngur sem leggur ekki minni áherslu á almenningssamgöngur en einkabílinn. Áætlun sem er góð fyrir Reykjavík. Við getum endurhannað Miklubraut. Við getum endurhannað Suðurlandsbraut. Borgarlínan er á fullri ferð. Næsta stopp: Vogabyggð.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar