Fjölskyldufríið breyttist í óskiljanlegan harmleik Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. október 2019 08:39 Frá vettvangi slyssins á laugardag. Vísir/LHG Hrint hefur verið af stað söfnun fyrir bandaríska fjölskyldu sem lenti í bílslysi á Snæfellsnesi á laugardag. Einn fjölskyldumeðlimanna, hinn sautján ára Zachary Zabatta, lést í slysinu. Vefmiðillinn Patch.com greinir frá og vísar í GoFundMe-söfnun sem efnt var til í gær. Þar segir að Zabatta-fjölskyldan, fimm manna fjölskylda sem búsett er í bænum New Hyde Park í New York-ríki, hafi verið í fríi á Íslandi þegar hún lenti í hryllilegu bílslysi á laugardag. „12. október 2019 var sorgardagur í lífi Zabatta-fjölskyldunnar. Fjölskyldufríið til Íslands breyttist í óskiljanlegan harmleik.“ Slysið varð á Snæfellsnesvegi nærri bænum Gröf við Kleifá á sunnanverðu Snæfellsnesi síðdegis á laugardag. Sjúkrabílar frá Akranesi, Borgarnesi, Grundarfirði, Ólafsvík og Stykkishólmi voru kallaðir út og í kjölfarið var óskað eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar. Sonurinn Zachary, sem var á lokaári sínu í framhaldsskóla, lést í slysinu og yngsta dóttirin er jafnframt sögð alvarlega slösuð. Þá segir á söfnunarsíðunni að Zabatta-hjónin og dætur þeirra tvær hafi enn ekki verið útskrifuð af sjúkrahúsi eftir slysið og óljóst sé hvenær þau komist heim. Þá sé fjölskyldan jafnframt í miklum metum í samfélaginu heima fyrir. Því hafi verið ákveðið að hrinda söfnuninni af stað til að standa straum af kostnaði, m.a. vegna læknisþjónustu, ferðarinnar heim og jarðarfarar. Þegar hafa safnast nær áttatíu þúsund Bandaríkjadalir, eða um tíu milljónir íslenskra króna. Vísir hefur sent skipuleggjendum söfnunarinnar fyrirspurn vegna málsins.Skólinn í áfalli Zachary gekk í Saint Mary‘s-framhaldsskólann í New Hyde Park. Skólinn minnist hans í færslu sem birt var á Facebook í fyrradag. Þar er Zachary lýst sem framúrskarandi nemenda og mikilvægum samfélagsþegn. „Við erum öll í áfalli þessa stundina. Þessi harmleikur er skelfilegur missir, sérstaklega fyrir unga fólkið okkar.“ Lögregla á Vesturlandi varðist allra fregna af slysinu þegar Vísir leitaði eftir því í morgun. Samkvæmt fyrri fréttum af slysinu voru fjórir í bílnum fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík, þar af tveir alvarlega slasaðir. Sá fimmti var fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl. Eyja- og Miklaholtshreppur Samgönguslys Tengdar fréttir Fimm alvarlega slösuð eftir slys á Snæfellsvegi Alvarlegt umferðarslys varð á Snæfellsvegi á sunnanverðu Snæfellsnesi í dag. 12. október 2019 14:32 Slysið á Snæfellsvegi var banaslys Einn hefur verið úrskurðaður látinn en ástand hinna fjögurra sem í bifreiðinni voru liggur ekki fyrir. 13. október 2019 12:52 Sjúkrabílar kallaðir út frá fimm stöðum vegna slyssins Fimm slösuðust og þar af tveir alvarlega þegar bíll erlendra ferðamanna fór út af Snæfellsvegi nærri bænum Gröf við Kleifá á sunnanverðu Snæfellsnesi í dag. 12. október 2019 17:56 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Sjá meira
Hrint hefur verið af stað söfnun fyrir bandaríska fjölskyldu sem lenti í bílslysi á Snæfellsnesi á laugardag. Einn fjölskyldumeðlimanna, hinn sautján ára Zachary Zabatta, lést í slysinu. Vefmiðillinn Patch.com greinir frá og vísar í GoFundMe-söfnun sem efnt var til í gær. Þar segir að Zabatta-fjölskyldan, fimm manna fjölskylda sem búsett er í bænum New Hyde Park í New York-ríki, hafi verið í fríi á Íslandi þegar hún lenti í hryllilegu bílslysi á laugardag. „12. október 2019 var sorgardagur í lífi Zabatta-fjölskyldunnar. Fjölskyldufríið til Íslands breyttist í óskiljanlegan harmleik.“ Slysið varð á Snæfellsnesvegi nærri bænum Gröf við Kleifá á sunnanverðu Snæfellsnesi síðdegis á laugardag. Sjúkrabílar frá Akranesi, Borgarnesi, Grundarfirði, Ólafsvík og Stykkishólmi voru kallaðir út og í kjölfarið var óskað eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar. Sonurinn Zachary, sem var á lokaári sínu í framhaldsskóla, lést í slysinu og yngsta dóttirin er jafnframt sögð alvarlega slösuð. Þá segir á söfnunarsíðunni að Zabatta-hjónin og dætur þeirra tvær hafi enn ekki verið útskrifuð af sjúkrahúsi eftir slysið og óljóst sé hvenær þau komist heim. Þá sé fjölskyldan jafnframt í miklum metum í samfélaginu heima fyrir. Því hafi verið ákveðið að hrinda söfnuninni af stað til að standa straum af kostnaði, m.a. vegna læknisþjónustu, ferðarinnar heim og jarðarfarar. Þegar hafa safnast nær áttatíu þúsund Bandaríkjadalir, eða um tíu milljónir íslenskra króna. Vísir hefur sent skipuleggjendum söfnunarinnar fyrirspurn vegna málsins.Skólinn í áfalli Zachary gekk í Saint Mary‘s-framhaldsskólann í New Hyde Park. Skólinn minnist hans í færslu sem birt var á Facebook í fyrradag. Þar er Zachary lýst sem framúrskarandi nemenda og mikilvægum samfélagsþegn. „Við erum öll í áfalli þessa stundina. Þessi harmleikur er skelfilegur missir, sérstaklega fyrir unga fólkið okkar.“ Lögregla á Vesturlandi varðist allra fregna af slysinu þegar Vísir leitaði eftir því í morgun. Samkvæmt fyrri fréttum af slysinu voru fjórir í bílnum fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík, þar af tveir alvarlega slasaðir. Sá fimmti var fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl.
Eyja- og Miklaholtshreppur Samgönguslys Tengdar fréttir Fimm alvarlega slösuð eftir slys á Snæfellsvegi Alvarlegt umferðarslys varð á Snæfellsvegi á sunnanverðu Snæfellsnesi í dag. 12. október 2019 14:32 Slysið á Snæfellsvegi var banaslys Einn hefur verið úrskurðaður látinn en ástand hinna fjögurra sem í bifreiðinni voru liggur ekki fyrir. 13. október 2019 12:52 Sjúkrabílar kallaðir út frá fimm stöðum vegna slyssins Fimm slösuðust og þar af tveir alvarlega þegar bíll erlendra ferðamanna fór út af Snæfellsvegi nærri bænum Gröf við Kleifá á sunnanverðu Snæfellsnesi í dag. 12. október 2019 17:56 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Sjá meira
Fimm alvarlega slösuð eftir slys á Snæfellsvegi Alvarlegt umferðarslys varð á Snæfellsvegi á sunnanverðu Snæfellsnesi í dag. 12. október 2019 14:32
Slysið á Snæfellsvegi var banaslys Einn hefur verið úrskurðaður látinn en ástand hinna fjögurra sem í bifreiðinni voru liggur ekki fyrir. 13. október 2019 12:52
Sjúkrabílar kallaðir út frá fimm stöðum vegna slyssins Fimm slösuðust og þar af tveir alvarlega þegar bíll erlendra ferðamanna fór út af Snæfellsvegi nærri bænum Gröf við Kleifá á sunnanverðu Snæfellsnesi í dag. 12. október 2019 17:56