Fjölskyldufríið breyttist í óskiljanlegan harmleik Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. október 2019 08:39 Frá vettvangi slyssins á laugardag. Vísir/LHG Hrint hefur verið af stað söfnun fyrir bandaríska fjölskyldu sem lenti í bílslysi á Snæfellsnesi á laugardag. Einn fjölskyldumeðlimanna, hinn sautján ára Zachary Zabatta, lést í slysinu. Vefmiðillinn Patch.com greinir frá og vísar í GoFundMe-söfnun sem efnt var til í gær. Þar segir að Zabatta-fjölskyldan, fimm manna fjölskylda sem búsett er í bænum New Hyde Park í New York-ríki, hafi verið í fríi á Íslandi þegar hún lenti í hryllilegu bílslysi á laugardag. „12. október 2019 var sorgardagur í lífi Zabatta-fjölskyldunnar. Fjölskyldufríið til Íslands breyttist í óskiljanlegan harmleik.“ Slysið varð á Snæfellsnesvegi nærri bænum Gröf við Kleifá á sunnanverðu Snæfellsnesi síðdegis á laugardag. Sjúkrabílar frá Akranesi, Borgarnesi, Grundarfirði, Ólafsvík og Stykkishólmi voru kallaðir út og í kjölfarið var óskað eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar. Sonurinn Zachary, sem var á lokaári sínu í framhaldsskóla, lést í slysinu og yngsta dóttirin er jafnframt sögð alvarlega slösuð. Þá segir á söfnunarsíðunni að Zabatta-hjónin og dætur þeirra tvær hafi enn ekki verið útskrifuð af sjúkrahúsi eftir slysið og óljóst sé hvenær þau komist heim. Þá sé fjölskyldan jafnframt í miklum metum í samfélaginu heima fyrir. Því hafi verið ákveðið að hrinda söfnuninni af stað til að standa straum af kostnaði, m.a. vegna læknisþjónustu, ferðarinnar heim og jarðarfarar. Þegar hafa safnast nær áttatíu þúsund Bandaríkjadalir, eða um tíu milljónir íslenskra króna. Vísir hefur sent skipuleggjendum söfnunarinnar fyrirspurn vegna málsins.Skólinn í áfalli Zachary gekk í Saint Mary‘s-framhaldsskólann í New Hyde Park. Skólinn minnist hans í færslu sem birt var á Facebook í fyrradag. Þar er Zachary lýst sem framúrskarandi nemenda og mikilvægum samfélagsþegn. „Við erum öll í áfalli þessa stundina. Þessi harmleikur er skelfilegur missir, sérstaklega fyrir unga fólkið okkar.“ Lögregla á Vesturlandi varðist allra fregna af slysinu þegar Vísir leitaði eftir því í morgun. Samkvæmt fyrri fréttum af slysinu voru fjórir í bílnum fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík, þar af tveir alvarlega slasaðir. Sá fimmti var fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl. Eyja- og Miklaholtshreppur Samgönguslys Tengdar fréttir Fimm alvarlega slösuð eftir slys á Snæfellsvegi Alvarlegt umferðarslys varð á Snæfellsvegi á sunnanverðu Snæfellsnesi í dag. 12. október 2019 14:32 Slysið á Snæfellsvegi var banaslys Einn hefur verið úrskurðaður látinn en ástand hinna fjögurra sem í bifreiðinni voru liggur ekki fyrir. 13. október 2019 12:52 Sjúkrabílar kallaðir út frá fimm stöðum vegna slyssins Fimm slösuðust og þar af tveir alvarlega þegar bíll erlendra ferðamanna fór út af Snæfellsvegi nærri bænum Gröf við Kleifá á sunnanverðu Snæfellsnesi í dag. 12. október 2019 17:56 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Fleiri fréttir Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Sjá meira
Hrint hefur verið af stað söfnun fyrir bandaríska fjölskyldu sem lenti í bílslysi á Snæfellsnesi á laugardag. Einn fjölskyldumeðlimanna, hinn sautján ára Zachary Zabatta, lést í slysinu. Vefmiðillinn Patch.com greinir frá og vísar í GoFundMe-söfnun sem efnt var til í gær. Þar segir að Zabatta-fjölskyldan, fimm manna fjölskylda sem búsett er í bænum New Hyde Park í New York-ríki, hafi verið í fríi á Íslandi þegar hún lenti í hryllilegu bílslysi á laugardag. „12. október 2019 var sorgardagur í lífi Zabatta-fjölskyldunnar. Fjölskyldufríið til Íslands breyttist í óskiljanlegan harmleik.“ Slysið varð á Snæfellsnesvegi nærri bænum Gröf við Kleifá á sunnanverðu Snæfellsnesi síðdegis á laugardag. Sjúkrabílar frá Akranesi, Borgarnesi, Grundarfirði, Ólafsvík og Stykkishólmi voru kallaðir út og í kjölfarið var óskað eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar. Sonurinn Zachary, sem var á lokaári sínu í framhaldsskóla, lést í slysinu og yngsta dóttirin er jafnframt sögð alvarlega slösuð. Þá segir á söfnunarsíðunni að Zabatta-hjónin og dætur þeirra tvær hafi enn ekki verið útskrifuð af sjúkrahúsi eftir slysið og óljóst sé hvenær þau komist heim. Þá sé fjölskyldan jafnframt í miklum metum í samfélaginu heima fyrir. Því hafi verið ákveðið að hrinda söfnuninni af stað til að standa straum af kostnaði, m.a. vegna læknisþjónustu, ferðarinnar heim og jarðarfarar. Þegar hafa safnast nær áttatíu þúsund Bandaríkjadalir, eða um tíu milljónir íslenskra króna. Vísir hefur sent skipuleggjendum söfnunarinnar fyrirspurn vegna málsins.Skólinn í áfalli Zachary gekk í Saint Mary‘s-framhaldsskólann í New Hyde Park. Skólinn minnist hans í færslu sem birt var á Facebook í fyrradag. Þar er Zachary lýst sem framúrskarandi nemenda og mikilvægum samfélagsþegn. „Við erum öll í áfalli þessa stundina. Þessi harmleikur er skelfilegur missir, sérstaklega fyrir unga fólkið okkar.“ Lögregla á Vesturlandi varðist allra fregna af slysinu þegar Vísir leitaði eftir því í morgun. Samkvæmt fyrri fréttum af slysinu voru fjórir í bílnum fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík, þar af tveir alvarlega slasaðir. Sá fimmti var fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl.
Eyja- og Miklaholtshreppur Samgönguslys Tengdar fréttir Fimm alvarlega slösuð eftir slys á Snæfellsvegi Alvarlegt umferðarslys varð á Snæfellsvegi á sunnanverðu Snæfellsnesi í dag. 12. október 2019 14:32 Slysið á Snæfellsvegi var banaslys Einn hefur verið úrskurðaður látinn en ástand hinna fjögurra sem í bifreiðinni voru liggur ekki fyrir. 13. október 2019 12:52 Sjúkrabílar kallaðir út frá fimm stöðum vegna slyssins Fimm slösuðust og þar af tveir alvarlega þegar bíll erlendra ferðamanna fór út af Snæfellsvegi nærri bænum Gröf við Kleifá á sunnanverðu Snæfellsnesi í dag. 12. október 2019 17:56 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Fleiri fréttir Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Sjá meira
Fimm alvarlega slösuð eftir slys á Snæfellsvegi Alvarlegt umferðarslys varð á Snæfellsvegi á sunnanverðu Snæfellsnesi í dag. 12. október 2019 14:32
Slysið á Snæfellsvegi var banaslys Einn hefur verið úrskurðaður látinn en ástand hinna fjögurra sem í bifreiðinni voru liggur ekki fyrir. 13. október 2019 12:52
Sjúkrabílar kallaðir út frá fimm stöðum vegna slyssins Fimm slösuðust og þar af tveir alvarlega þegar bíll erlendra ferðamanna fór út af Snæfellsvegi nærri bænum Gröf við Kleifá á sunnanverðu Snæfellsnesi í dag. 12. október 2019 17:56