Trump gaf samkomulagi Kúrda við Assad-liða blessun sína Samúel Karl Ólason skrifar 17. október 2019 16:09 Harðir bardagar geisa nú í bænum Ras al-Ayn. AP/Lefteris Pitarakis Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mótmælti því ekki að sýrlenskir Kúrdar leituðu á náðir Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og bandamanna Rússa. Það gerðu Kúrdar eftir að Trump skipaði bandarískum hermönnum að yfirgefa Sýrland í aðdraganda innrásar Tyrkja, sem líta á sýrlenska Kúrda sem hryðjuverkamenn. Mazloum Abdi, yfirmaður Sýrlenska lýðræðishersins, sem er að mestu skipaður Kúrdum, sagði þetta í sjónvarpsviðtali í gærkvöldi. Trump sjálfur hefur tekið því fagnandi að Rússar og sýrlenski herinn fylli það tómarúm sem bandarísku hermennirnir skildu eftir.Sjá einnig: Trump segir Tyrki og Kúrda hafa mikinn sand til að leika sér meðSamkomulagið var tilkynnt á sunnudaginn og samkvæmt því má sýrlenski herinn fara á yfirráðasvæði Kúrda og grípa til varna gegn Tyrkjum, ef til þarf. Abdi sagði þó að SDF væri ekki að gefa yfirráð svæðisins frá sér. Samkomulagið opnaði hins vegar möguleika á pólitískri lausn sem tryggði réttindi Kúrda í Sýrlandi. Nákvæmir skilmálar samkomulagsins liggja ekki fyrir. Abdi sagðist hafa talað við Trump á mánudaginn og sagt honum að Rússar myndu tryggja að skilmálum samkomulagsins yrði fylgt eftir. Trump hafi sagt honum að ríkisstjórn hans væri ekki mótfallin samkomulaginu. Tyrkir segjast vilja mynda öryggissvæði sem nær 30 kílómetra suður frá landamærum Tyrklands og Sýrlands og segjast Tyrkir ætla að senda einhverja af þeim 3,6 milljónum sýrlenskra flóttamanna sem eru í Tyrklandi á svæðið. Sveitir Tyrkja eru þó víða komnar mun sunnar en það og hafa þeir útvíkkað innrásina víða. Þá hafa fregnir borist af ýmsum ódæðum uppreisnarmanna sem Tyrkir styðja og koma að innrásinni.Sjá einnig: Hatur á Kúrdum, þjóðremba og þrá til að auðgastAP fréttaveitan segir umfangsmestu bardagana eiga sér stað nærri landamærabænum Ras al-Ayn. Sýrlenskir uppreisnarmenn, sem Tyrkir styðja, reyna nú að ná bænum af Kúrdum. Þrír dagar eru þó síðan Tyrkir lýstu því yfir að bærinn hefði verið hernuminn. Ras al-Ayn hefur verið umkringdur og hafa Tyrkir gert stórskotaliðs- og loftárásir á bæinn. Hjálparsamtök hafa kallað eftir því að leið verði opnuð fyrir almenna borgara að yfirgefa bæinn. Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Rússland Sýrland Tyrkland Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mótmælti því ekki að sýrlenskir Kúrdar leituðu á náðir Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og bandamanna Rússa. Það gerðu Kúrdar eftir að Trump skipaði bandarískum hermönnum að yfirgefa Sýrland í aðdraganda innrásar Tyrkja, sem líta á sýrlenska Kúrda sem hryðjuverkamenn. Mazloum Abdi, yfirmaður Sýrlenska lýðræðishersins, sem er að mestu skipaður Kúrdum, sagði þetta í sjónvarpsviðtali í gærkvöldi. Trump sjálfur hefur tekið því fagnandi að Rússar og sýrlenski herinn fylli það tómarúm sem bandarísku hermennirnir skildu eftir.Sjá einnig: Trump segir Tyrki og Kúrda hafa mikinn sand til að leika sér meðSamkomulagið var tilkynnt á sunnudaginn og samkvæmt því má sýrlenski herinn fara á yfirráðasvæði Kúrda og grípa til varna gegn Tyrkjum, ef til þarf. Abdi sagði þó að SDF væri ekki að gefa yfirráð svæðisins frá sér. Samkomulagið opnaði hins vegar möguleika á pólitískri lausn sem tryggði réttindi Kúrda í Sýrlandi. Nákvæmir skilmálar samkomulagsins liggja ekki fyrir. Abdi sagðist hafa talað við Trump á mánudaginn og sagt honum að Rússar myndu tryggja að skilmálum samkomulagsins yrði fylgt eftir. Trump hafi sagt honum að ríkisstjórn hans væri ekki mótfallin samkomulaginu. Tyrkir segjast vilja mynda öryggissvæði sem nær 30 kílómetra suður frá landamærum Tyrklands og Sýrlands og segjast Tyrkir ætla að senda einhverja af þeim 3,6 milljónum sýrlenskra flóttamanna sem eru í Tyrklandi á svæðið. Sveitir Tyrkja eru þó víða komnar mun sunnar en það og hafa þeir útvíkkað innrásina víða. Þá hafa fregnir borist af ýmsum ódæðum uppreisnarmanna sem Tyrkir styðja og koma að innrásinni.Sjá einnig: Hatur á Kúrdum, þjóðremba og þrá til að auðgastAP fréttaveitan segir umfangsmestu bardagana eiga sér stað nærri landamærabænum Ras al-Ayn. Sýrlenskir uppreisnarmenn, sem Tyrkir styðja, reyna nú að ná bænum af Kúrdum. Þrír dagar eru þó síðan Tyrkir lýstu því yfir að bærinn hefði verið hernuminn. Ras al-Ayn hefur verið umkringdur og hafa Tyrkir gert stórskotaliðs- og loftárásir á bæinn. Hjálparsamtök hafa kallað eftir því að leið verði opnuð fyrir almenna borgara að yfirgefa bæinn.
Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Rússland Sýrland Tyrkland Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Sjá meira