Trump gaf samkomulagi Kúrda við Assad-liða blessun sína Samúel Karl Ólason skrifar 17. október 2019 16:09 Harðir bardagar geisa nú í bænum Ras al-Ayn. AP/Lefteris Pitarakis Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mótmælti því ekki að sýrlenskir Kúrdar leituðu á náðir Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og bandamanna Rússa. Það gerðu Kúrdar eftir að Trump skipaði bandarískum hermönnum að yfirgefa Sýrland í aðdraganda innrásar Tyrkja, sem líta á sýrlenska Kúrda sem hryðjuverkamenn. Mazloum Abdi, yfirmaður Sýrlenska lýðræðishersins, sem er að mestu skipaður Kúrdum, sagði þetta í sjónvarpsviðtali í gærkvöldi. Trump sjálfur hefur tekið því fagnandi að Rússar og sýrlenski herinn fylli það tómarúm sem bandarísku hermennirnir skildu eftir.Sjá einnig: Trump segir Tyrki og Kúrda hafa mikinn sand til að leika sér meðSamkomulagið var tilkynnt á sunnudaginn og samkvæmt því má sýrlenski herinn fara á yfirráðasvæði Kúrda og grípa til varna gegn Tyrkjum, ef til þarf. Abdi sagði þó að SDF væri ekki að gefa yfirráð svæðisins frá sér. Samkomulagið opnaði hins vegar möguleika á pólitískri lausn sem tryggði réttindi Kúrda í Sýrlandi. Nákvæmir skilmálar samkomulagsins liggja ekki fyrir. Abdi sagðist hafa talað við Trump á mánudaginn og sagt honum að Rússar myndu tryggja að skilmálum samkomulagsins yrði fylgt eftir. Trump hafi sagt honum að ríkisstjórn hans væri ekki mótfallin samkomulaginu. Tyrkir segjast vilja mynda öryggissvæði sem nær 30 kílómetra suður frá landamærum Tyrklands og Sýrlands og segjast Tyrkir ætla að senda einhverja af þeim 3,6 milljónum sýrlenskra flóttamanna sem eru í Tyrklandi á svæðið. Sveitir Tyrkja eru þó víða komnar mun sunnar en það og hafa þeir útvíkkað innrásina víða. Þá hafa fregnir borist af ýmsum ódæðum uppreisnarmanna sem Tyrkir styðja og koma að innrásinni.Sjá einnig: Hatur á Kúrdum, þjóðremba og þrá til að auðgastAP fréttaveitan segir umfangsmestu bardagana eiga sér stað nærri landamærabænum Ras al-Ayn. Sýrlenskir uppreisnarmenn, sem Tyrkir styðja, reyna nú að ná bænum af Kúrdum. Þrír dagar eru þó síðan Tyrkir lýstu því yfir að bærinn hefði verið hernuminn. Ras al-Ayn hefur verið umkringdur og hafa Tyrkir gert stórskotaliðs- og loftárásir á bæinn. Hjálparsamtök hafa kallað eftir því að leið verði opnuð fyrir almenna borgara að yfirgefa bæinn. Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Rússland Sýrland Tyrkland Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mótmælti því ekki að sýrlenskir Kúrdar leituðu á náðir Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og bandamanna Rússa. Það gerðu Kúrdar eftir að Trump skipaði bandarískum hermönnum að yfirgefa Sýrland í aðdraganda innrásar Tyrkja, sem líta á sýrlenska Kúrda sem hryðjuverkamenn. Mazloum Abdi, yfirmaður Sýrlenska lýðræðishersins, sem er að mestu skipaður Kúrdum, sagði þetta í sjónvarpsviðtali í gærkvöldi. Trump sjálfur hefur tekið því fagnandi að Rússar og sýrlenski herinn fylli það tómarúm sem bandarísku hermennirnir skildu eftir.Sjá einnig: Trump segir Tyrki og Kúrda hafa mikinn sand til að leika sér meðSamkomulagið var tilkynnt á sunnudaginn og samkvæmt því má sýrlenski herinn fara á yfirráðasvæði Kúrda og grípa til varna gegn Tyrkjum, ef til þarf. Abdi sagði þó að SDF væri ekki að gefa yfirráð svæðisins frá sér. Samkomulagið opnaði hins vegar möguleika á pólitískri lausn sem tryggði réttindi Kúrda í Sýrlandi. Nákvæmir skilmálar samkomulagsins liggja ekki fyrir. Abdi sagðist hafa talað við Trump á mánudaginn og sagt honum að Rússar myndu tryggja að skilmálum samkomulagsins yrði fylgt eftir. Trump hafi sagt honum að ríkisstjórn hans væri ekki mótfallin samkomulaginu. Tyrkir segjast vilja mynda öryggissvæði sem nær 30 kílómetra suður frá landamærum Tyrklands og Sýrlands og segjast Tyrkir ætla að senda einhverja af þeim 3,6 milljónum sýrlenskra flóttamanna sem eru í Tyrklandi á svæðið. Sveitir Tyrkja eru þó víða komnar mun sunnar en það og hafa þeir útvíkkað innrásina víða. Þá hafa fregnir borist af ýmsum ódæðum uppreisnarmanna sem Tyrkir styðja og koma að innrásinni.Sjá einnig: Hatur á Kúrdum, þjóðremba og þrá til að auðgastAP fréttaveitan segir umfangsmestu bardagana eiga sér stað nærri landamærabænum Ras al-Ayn. Sýrlenskir uppreisnarmenn, sem Tyrkir styðja, reyna nú að ná bænum af Kúrdum. Þrír dagar eru þó síðan Tyrkir lýstu því yfir að bærinn hefði verið hernuminn. Ras al-Ayn hefur verið umkringdur og hafa Tyrkir gert stórskotaliðs- og loftárásir á bæinn. Hjálparsamtök hafa kallað eftir því að leið verði opnuð fyrir almenna borgara að yfirgefa bæinn.
Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Rússland Sýrland Tyrkland Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent