Af 145 tillögum hafa 6 verið samþykktar Kolbrún Baldursdóttir skrifar 18. október 2019 15:30 Í borgarráði í vikunni var lagt fram yfirlit frá borginni sem sýnir að framlögð mál eru nú 543 talsins, sem er 372% aukning miðað við fjölda mála á sama tímabil á síðasta kjörtímabili. Mér finnst mjög ánægjulegt að sjá þessa miklu aukningu á framlagningu mála á þessu kjörtímabili og sýnir það einfaldlega hve mikið þarf að laga og breyta í borginni. Af nógu er að taka á flestum sviðum borgarinnar. Fólkið sjálft hefur ekki verið í forgangi hjá valdhöfum í mörg ár heldur mætt afgangi. Að beiðni borgarfulltrúa Flokks fólksins var einnig lagt fram yfirlit yfir fjölda mála Flokks fólksins í borginni á þessu rúma ári sem liðið er af kjörtímabilinu. Flokkur fólksins hefur lagt fram eða verið aðili að 145 tillögum fyrir borgarstjórn, borgarráð eða önnur ráð frá síðustu kosningum. Af þessum 145 tillögum hafa aðeins 6 tillögur verið samþykktar. Það eru rétt rúm 4%. Það er hending og afar sjaldgæft að mál minnihlutans nái fram að ganga og ítrekað er góðum hugmyndum hent í ruslið, sérstaklega ef meirihlutinn óttast að þær geti skyggt á sig sem ráðamenn borgarinnar. Viðbrögð þeirra við höfnun mála eru gjarnan á þá leið að “þetta sé nú þegar í vinnslu.” En síðan er það oft alls ekki reyndin. Það skiptir engu máli hvaða minnihlutaflokk er um að ræða þegar kemur að afgreiðslu mála þeirra, þær fara að megninu til sömu leið, í ruslið. Tillögur Flokks fólksins sem borgarráð hefur synjað snúa lang flestar að bættari grunnþjónustu við fólkið í borginni. Meðal tillagna sem hafa verið hafnað er t.d. tillaga um gjaldfrjálsar skólamáltíðir og frístundaheimili, útrýmingu biðlista barna til sálfræðinga og talmeinafræðinga, tillaga um íbúakosningu vegna borgarlínu-verkefnisins, tillaga um að borgin bæti upplýsingagjöf til borgarbúa og tillaga um að bæta lýsingu við gangbrautir sem og fjölmargt fleira. Dæmi eru einnig um að tillögum minnihlutans sé vísað frá eða hafnað en síðar teknar upp og lagðar fram af meirihlutanum og þá samþykktar. Ef litið er á tillögur sem meirihlutinn leggur sjálfur fram eru þær oft samþykktar með 12 atkvæðum gegn 11 í borgarstjórn. Mér hefur þótt tillögur þessa meirihluta oft ansi rýrar og jafnvel meira til skreytinga. Meirihlutaflokkunum í borgarstjórn þykir gott að berja sér á brjóst. Það er mitt mat, sem oddviti eins af minnihlutaflokkunum að þessi meirihluti sem nú situr í borgarstjórn kýs eftir flokkslínum en ekki málefnum.Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks Skoðun Skoðun Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Í borgarráði í vikunni var lagt fram yfirlit frá borginni sem sýnir að framlögð mál eru nú 543 talsins, sem er 372% aukning miðað við fjölda mála á sama tímabil á síðasta kjörtímabili. Mér finnst mjög ánægjulegt að sjá þessa miklu aukningu á framlagningu mála á þessu kjörtímabili og sýnir það einfaldlega hve mikið þarf að laga og breyta í borginni. Af nógu er að taka á flestum sviðum borgarinnar. Fólkið sjálft hefur ekki verið í forgangi hjá valdhöfum í mörg ár heldur mætt afgangi. Að beiðni borgarfulltrúa Flokks fólksins var einnig lagt fram yfirlit yfir fjölda mála Flokks fólksins í borginni á þessu rúma ári sem liðið er af kjörtímabilinu. Flokkur fólksins hefur lagt fram eða verið aðili að 145 tillögum fyrir borgarstjórn, borgarráð eða önnur ráð frá síðustu kosningum. Af þessum 145 tillögum hafa aðeins 6 tillögur verið samþykktar. Það eru rétt rúm 4%. Það er hending og afar sjaldgæft að mál minnihlutans nái fram að ganga og ítrekað er góðum hugmyndum hent í ruslið, sérstaklega ef meirihlutinn óttast að þær geti skyggt á sig sem ráðamenn borgarinnar. Viðbrögð þeirra við höfnun mála eru gjarnan á þá leið að “þetta sé nú þegar í vinnslu.” En síðan er það oft alls ekki reyndin. Það skiptir engu máli hvaða minnihlutaflokk er um að ræða þegar kemur að afgreiðslu mála þeirra, þær fara að megninu til sömu leið, í ruslið. Tillögur Flokks fólksins sem borgarráð hefur synjað snúa lang flestar að bættari grunnþjónustu við fólkið í borginni. Meðal tillagna sem hafa verið hafnað er t.d. tillaga um gjaldfrjálsar skólamáltíðir og frístundaheimili, útrýmingu biðlista barna til sálfræðinga og talmeinafræðinga, tillaga um íbúakosningu vegna borgarlínu-verkefnisins, tillaga um að borgin bæti upplýsingagjöf til borgarbúa og tillaga um að bæta lýsingu við gangbrautir sem og fjölmargt fleira. Dæmi eru einnig um að tillögum minnihlutans sé vísað frá eða hafnað en síðar teknar upp og lagðar fram af meirihlutanum og þá samþykktar. Ef litið er á tillögur sem meirihlutinn leggur sjálfur fram eru þær oft samþykktar með 12 atkvæðum gegn 11 í borgarstjórn. Mér hefur þótt tillögur þessa meirihluta oft ansi rýrar og jafnvel meira til skreytinga. Meirihlutaflokkunum í borgarstjórn þykir gott að berja sér á brjóst. Það er mitt mat, sem oddviti eins af minnihlutaflokkunum að þessi meirihluti sem nú situr í borgarstjórn kýs eftir flokkslínum en ekki málefnum.Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins.
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar