Íslenskur hagfræðingur skrifaði undir loftslagsvísindaafneitun Kjartan Kjartansson skrifar 2. október 2019 11:45 Hópurinn sem Íslendingurinn leggur nafn sitt við heldur því fram að jákvætt sé að losa enn meira af gróðurhúsalofttegundunum sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni en áður. Vísir/Getty Íslenskur heiðursprófessor í hagfræði er á meðal fimm hundruð manns sem leggja nafn sitt við alþjóðlega yfirlýsingu þar sem grundvallaratriðum í loftslagsvísindum er hafnað. Margir þeirra sem skrifa undir yfirlýsinguna tengjast iðnaði, námuvinnslu og hugveitum sem afneita þekkingu á orsökum og afleiðingum loftslagsbreytinga af völdum manna. Yfirlýsing hóps sem nefnir sig CLINTEL var send á Sameinuðu þjóðirnar og Evrópusambandið í aðdraganda loftslagsráðstefnu Antonio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, í New York í síðustu viku. Í yfirlýsingunni, sem ber yfirskriftina „Það er ekkert loftslagsneyðarástand“, fullyrðir hópurinn að það sé „ímyndun“ að það hafi kosti í för með sér að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Þvert á móti talar hópurinn fyrir því að gott sé að auka losunina enn frekar þó að vísindamenn segi að haldi losun áfram óbreytt gæti hnattræn hlýnun náð 3-5°C fyrir lok aldarinnar með gríðarlegum áhrifum á lífríki jarðar og samfélög manna. Farið er frjálslega með staðreyndir í yfirlýsingunni um þekkingu manna á orsökum og afleiðingum loftslagsbreytinga og áreiðanleika loftslagslíkana. Þar eru settar fram löngu hraktar fullyrðingar sem andmælendur loftslagsvísinda hafa borið fram um árabil og stangast á við þekkingu vísindamanna og stofnana um allan heim. Þar er meðal annars fullyrt að hlýnun sé mun minni en „upphaflega var spáð“ og að loftslagslíkön séu óáreiðanleg. Þvert á móti hafa loftslagslíkön verið í góðu samræmi við mælda hlýnun.Rögnvaldur Hannesson er prófessor emirítus í hagfræði.Kirkjufell notað í kynningarefninu Fæstir þeirra sem skrifa undir yfirlýsinguna hafa nokkra sérþekkingu á loftslagsvísindum. Í mörgum tilfellum er um að ræða verkfræðinga, hagfræðinga og prófessora á eftirlaunum. The Guardian segir að námuverkfræðingar og viðskiptamenn séu einnig í hópnum auk stjórnenda hugveitna sem þræta fyrir loftslagsvísindi og þrýsta á um afnám reglugerða, þar á meðal Heartland-hugveitunnar bandarísku. Þannig er íslenski fræðimaðurinn sem leggur nafn sitt við yfirlýsinguna ekki með sérþekkingu á loftslagsvísindum. Rögnvaldur Hannesson er prófessor emirítus við Hagfræðiskóla Noregs. Í tilkynningu á vef Háskólans á Akureyri frá því að Rögnvaldur var sæmdur heiðursdoktorsnafnbót í janúar kemur fram að hann sé auðlindahagfræðingur sem hafi kennt fiskihagfræðingi við sjávarútvegsdeild skólans. Á vefsíðu norska skólans kemur fram að hann sérhæfi sig meðal annars í „olíuhagfræði“. Athygli vekur að í yfirlýsingunni má finna mynd af Kirkjufelli við Grundarfjörð. The Guardian í Ástralíu segir enn frekar að CLINTEL-hópurinn sé að miklu leyti skipaður sama fólki og skipuleggjendum og hópur sem skaut upp kollinum gegn loftslagsvísindum í kjölfar Brexit-þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Sá hópur hafi einnig haldið því fram að gott væri að losa meira af gróðurhúsalofttegundum.Vefsíðan DeSmog, sem fjallar um loftslagsvísindaafneitun, fjallaði um aðdraganda yfirlýsingar CLINTEL í byrjun september. CLINTEL sjálft hafi verið stofnað í apríl af hollenska verkfræðingnum Guus Berkhout sem starfaði áður fyrir olíurisann Shell og fyrir olíu- og gasiðnaðinn. Aðeins örfáir þeirra sem hafi skrifað undir yfirlýsingu hópsins hafi bakgrunn í loftslagsvísindum, aðrir vinni við skriftir eða séu verkfræðingar eða jarðfræðingar með enga bein sérþekkingu. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Algengustu rangfærslurnar um loftslagsbreytingar Þýða fyrri loftslagsbreytingar eða kuldi og snjókoma virkilega að ekkert sé að marka loftslagsvísindi? 17. desember 2018 09:30 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Sjá meira
Íslenskur heiðursprófessor í hagfræði er á meðal fimm hundruð manns sem leggja nafn sitt við alþjóðlega yfirlýsingu þar sem grundvallaratriðum í loftslagsvísindum er hafnað. Margir þeirra sem skrifa undir yfirlýsinguna tengjast iðnaði, námuvinnslu og hugveitum sem afneita þekkingu á orsökum og afleiðingum loftslagsbreytinga af völdum manna. Yfirlýsing hóps sem nefnir sig CLINTEL var send á Sameinuðu þjóðirnar og Evrópusambandið í aðdraganda loftslagsráðstefnu Antonio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, í New York í síðustu viku. Í yfirlýsingunni, sem ber yfirskriftina „Það er ekkert loftslagsneyðarástand“, fullyrðir hópurinn að það sé „ímyndun“ að það hafi kosti í för með sér að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Þvert á móti talar hópurinn fyrir því að gott sé að auka losunina enn frekar þó að vísindamenn segi að haldi losun áfram óbreytt gæti hnattræn hlýnun náð 3-5°C fyrir lok aldarinnar með gríðarlegum áhrifum á lífríki jarðar og samfélög manna. Farið er frjálslega með staðreyndir í yfirlýsingunni um þekkingu manna á orsökum og afleiðingum loftslagsbreytinga og áreiðanleika loftslagslíkana. Þar eru settar fram löngu hraktar fullyrðingar sem andmælendur loftslagsvísinda hafa borið fram um árabil og stangast á við þekkingu vísindamanna og stofnana um allan heim. Þar er meðal annars fullyrt að hlýnun sé mun minni en „upphaflega var spáð“ og að loftslagslíkön séu óáreiðanleg. Þvert á móti hafa loftslagslíkön verið í góðu samræmi við mælda hlýnun.Rögnvaldur Hannesson er prófessor emirítus í hagfræði.Kirkjufell notað í kynningarefninu Fæstir þeirra sem skrifa undir yfirlýsinguna hafa nokkra sérþekkingu á loftslagsvísindum. Í mörgum tilfellum er um að ræða verkfræðinga, hagfræðinga og prófessora á eftirlaunum. The Guardian segir að námuverkfræðingar og viðskiptamenn séu einnig í hópnum auk stjórnenda hugveitna sem þræta fyrir loftslagsvísindi og þrýsta á um afnám reglugerða, þar á meðal Heartland-hugveitunnar bandarísku. Þannig er íslenski fræðimaðurinn sem leggur nafn sitt við yfirlýsinguna ekki með sérþekkingu á loftslagsvísindum. Rögnvaldur Hannesson er prófessor emirítus við Hagfræðiskóla Noregs. Í tilkynningu á vef Háskólans á Akureyri frá því að Rögnvaldur var sæmdur heiðursdoktorsnafnbót í janúar kemur fram að hann sé auðlindahagfræðingur sem hafi kennt fiskihagfræðingi við sjávarútvegsdeild skólans. Á vefsíðu norska skólans kemur fram að hann sérhæfi sig meðal annars í „olíuhagfræði“. Athygli vekur að í yfirlýsingunni má finna mynd af Kirkjufelli við Grundarfjörð. The Guardian í Ástralíu segir enn frekar að CLINTEL-hópurinn sé að miklu leyti skipaður sama fólki og skipuleggjendum og hópur sem skaut upp kollinum gegn loftslagsvísindum í kjölfar Brexit-þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Sá hópur hafi einnig haldið því fram að gott væri að losa meira af gróðurhúsalofttegundum.Vefsíðan DeSmog, sem fjallar um loftslagsvísindaafneitun, fjallaði um aðdraganda yfirlýsingar CLINTEL í byrjun september. CLINTEL sjálft hafi verið stofnað í apríl af hollenska verkfræðingnum Guus Berkhout sem starfaði áður fyrir olíurisann Shell og fyrir olíu- og gasiðnaðinn. Aðeins örfáir þeirra sem hafi skrifað undir yfirlýsingu hópsins hafi bakgrunn í loftslagsvísindum, aðrir vinni við skriftir eða séu verkfræðingar eða jarðfræðingar með enga bein sérþekkingu.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Algengustu rangfærslurnar um loftslagsbreytingar Þýða fyrri loftslagsbreytingar eða kuldi og snjókoma virkilega að ekkert sé að marka loftslagsvísindi? 17. desember 2018 09:30 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Sjá meira
Algengustu rangfærslurnar um loftslagsbreytingar Þýða fyrri loftslagsbreytingar eða kuldi og snjókoma virkilega að ekkert sé að marka loftslagsvísindi? 17. desember 2018 09:30