Sölvi Blöndal segir skilið við Gamma Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. október 2019 11:30 Sölvi Blöndal var valinn hagfræðingur ársins 2017. Vísir/ÞÞ Sölvi Blöndal, sem starfað hefur sem efnahagsráðgjafi Gamma, hefur ákveðið að róa á önnur mið. Í samtali við Vísi segi Sölvi að starfslokin hafi staðið lengi til, hann hafi sagt starfi sínu lausu í haust og sé þessa dagana að vinna sinn uppsagnarfrest. Sölvi hóf störf hjá Gamma árið 2011 og fagnaði því átta ára starfsafmæli á þessu ári. Það sé eðlilegt að eftir svo langan tíma á sama stað hugsi menn sér til hreyfings. „Það er komið að tímamótum hjá mér. Þetta hefur verið skemmtilegur tími en nú er tímabært að breyta til,“ segir Sölvi. Á fræða- og starfsferli sínum hefur Sölvi lagt áherslu á fasteignamarkaðinn. Þannig stundaði hann rannsóknir á fasteignaverði í Stokkhólmi á vegum Sveriges Riksbank á árunum 2010 til 2011, eftir að hafa lokið M.Sc. prófi frá Stokkhólmsháskóla. Hann hlaut svo doktorsstöðu við sama skóla, þar sem viðfangsefni hans voru rannsóknir á fjármála- og fasteignabólum í Skandinavíu. Fasteignarannsóknir hans héldu áfram eftir að til Gamma var komið, auk þess sem hann kom að stofnun Almenna leigufélagsins þar sem hann var lengi stjórnarmaður. Aðspurður hvort starfslokin tengist eitthvað kaupum Kviku banka á Gamma, sem undirrituð voru fyrir tæpu ári síðan, segir Sölvi svo alls ekki vera. Hann hafi unnið vel með Kviku og starfslokin séu framkvæmd í fullkominni sátt allra. Sölvi segir að tíminn verði að leiða í ljós hvað hann muni taka sér fyrir hendur eftir starfslokin hjá Gamma. Hann er þó með ýmis járn í eldinum. Til að mynda tók hann nýlega við starfi aðjúnkts hjá Hagfræðideild Háskóla Íslands og kennir þar eitt námskeið. Auk þess er Sölvi einn aðaleigenda tónlistarútgáfunnar Öldu Music, sem verið hefur á mikill siglingu á síðustu árum. Þannig nam rekstarhagnaður Öldu 42 milljónum króna í fyrra, auk þess sem tekjur útgáfunnar jukust um 15 prósent á milli ára. GAMMA Vistaskipti Tengdar fréttir Tímamótasamningur í íslenskri rappútgáfu Útgáfufyrirtækið Alda Music skrifaði undir samstarfssamning við bandarísku hipphoppútgáfuna 300 Entertainment. Sölvi Blöndal, annar stofnenda Öldu, segir þetta vera lykil að framtíð útgáfunnar. 14. september 2017 10:00 Ný stjórn Félags viðskipta- og hagfræðinga kjörin Félag viðskipta- og hagfræðinga, FVH, hefur nýlega kjörið nýja stjórn félagsins en kjörið fór fram á aðalfundi félagsins. 15. júlí 2019 08:32 Sölvi Blöndal hvatti hagfræðinga til að vera duglega við að tjá sig opinberlega Sölvi Blöndal, hagfræðingur hjá Gamma, var í gær valinn hagfræðingur ársins á Íslensku þekkingarverðlaununum en það er Félag viðskipta-og hagfræðinga (FVH) sem veitir verðlaunin árlega. 26. apríl 2017 13:57 Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Sjá meira
Sölvi Blöndal, sem starfað hefur sem efnahagsráðgjafi Gamma, hefur ákveðið að róa á önnur mið. Í samtali við Vísi segi Sölvi að starfslokin hafi staðið lengi til, hann hafi sagt starfi sínu lausu í haust og sé þessa dagana að vinna sinn uppsagnarfrest. Sölvi hóf störf hjá Gamma árið 2011 og fagnaði því átta ára starfsafmæli á þessu ári. Það sé eðlilegt að eftir svo langan tíma á sama stað hugsi menn sér til hreyfings. „Það er komið að tímamótum hjá mér. Þetta hefur verið skemmtilegur tími en nú er tímabært að breyta til,“ segir Sölvi. Á fræða- og starfsferli sínum hefur Sölvi lagt áherslu á fasteignamarkaðinn. Þannig stundaði hann rannsóknir á fasteignaverði í Stokkhólmi á vegum Sveriges Riksbank á árunum 2010 til 2011, eftir að hafa lokið M.Sc. prófi frá Stokkhólmsháskóla. Hann hlaut svo doktorsstöðu við sama skóla, þar sem viðfangsefni hans voru rannsóknir á fjármála- og fasteignabólum í Skandinavíu. Fasteignarannsóknir hans héldu áfram eftir að til Gamma var komið, auk þess sem hann kom að stofnun Almenna leigufélagsins þar sem hann var lengi stjórnarmaður. Aðspurður hvort starfslokin tengist eitthvað kaupum Kviku banka á Gamma, sem undirrituð voru fyrir tæpu ári síðan, segir Sölvi svo alls ekki vera. Hann hafi unnið vel með Kviku og starfslokin séu framkvæmd í fullkominni sátt allra. Sölvi segir að tíminn verði að leiða í ljós hvað hann muni taka sér fyrir hendur eftir starfslokin hjá Gamma. Hann er þó með ýmis járn í eldinum. Til að mynda tók hann nýlega við starfi aðjúnkts hjá Hagfræðideild Háskóla Íslands og kennir þar eitt námskeið. Auk þess er Sölvi einn aðaleigenda tónlistarútgáfunnar Öldu Music, sem verið hefur á mikill siglingu á síðustu árum. Þannig nam rekstarhagnaður Öldu 42 milljónum króna í fyrra, auk þess sem tekjur útgáfunnar jukust um 15 prósent á milli ára.
GAMMA Vistaskipti Tengdar fréttir Tímamótasamningur í íslenskri rappútgáfu Útgáfufyrirtækið Alda Music skrifaði undir samstarfssamning við bandarísku hipphoppútgáfuna 300 Entertainment. Sölvi Blöndal, annar stofnenda Öldu, segir þetta vera lykil að framtíð útgáfunnar. 14. september 2017 10:00 Ný stjórn Félags viðskipta- og hagfræðinga kjörin Félag viðskipta- og hagfræðinga, FVH, hefur nýlega kjörið nýja stjórn félagsins en kjörið fór fram á aðalfundi félagsins. 15. júlí 2019 08:32 Sölvi Blöndal hvatti hagfræðinga til að vera duglega við að tjá sig opinberlega Sölvi Blöndal, hagfræðingur hjá Gamma, var í gær valinn hagfræðingur ársins á Íslensku þekkingarverðlaununum en það er Félag viðskipta-og hagfræðinga (FVH) sem veitir verðlaunin árlega. 26. apríl 2017 13:57 Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Sjá meira
Tímamótasamningur í íslenskri rappútgáfu Útgáfufyrirtækið Alda Music skrifaði undir samstarfssamning við bandarísku hipphoppútgáfuna 300 Entertainment. Sölvi Blöndal, annar stofnenda Öldu, segir þetta vera lykil að framtíð útgáfunnar. 14. september 2017 10:00
Ný stjórn Félags viðskipta- og hagfræðinga kjörin Félag viðskipta- og hagfræðinga, FVH, hefur nýlega kjörið nýja stjórn félagsins en kjörið fór fram á aðalfundi félagsins. 15. júlí 2019 08:32
Sölvi Blöndal hvatti hagfræðinga til að vera duglega við að tjá sig opinberlega Sölvi Blöndal, hagfræðingur hjá Gamma, var í gær valinn hagfræðingur ársins á Íslensku þekkingarverðlaununum en það er Félag viðskipta-og hagfræðinga (FVH) sem veitir verðlaunin árlega. 26. apríl 2017 13:57