Sölvi Blöndal segir skilið við Gamma Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. október 2019 11:30 Sölvi Blöndal var valinn hagfræðingur ársins 2017. Vísir/ÞÞ Sölvi Blöndal, sem starfað hefur sem efnahagsráðgjafi Gamma, hefur ákveðið að róa á önnur mið. Í samtali við Vísi segi Sölvi að starfslokin hafi staðið lengi til, hann hafi sagt starfi sínu lausu í haust og sé þessa dagana að vinna sinn uppsagnarfrest. Sölvi hóf störf hjá Gamma árið 2011 og fagnaði því átta ára starfsafmæli á þessu ári. Það sé eðlilegt að eftir svo langan tíma á sama stað hugsi menn sér til hreyfings. „Það er komið að tímamótum hjá mér. Þetta hefur verið skemmtilegur tími en nú er tímabært að breyta til,“ segir Sölvi. Á fræða- og starfsferli sínum hefur Sölvi lagt áherslu á fasteignamarkaðinn. Þannig stundaði hann rannsóknir á fasteignaverði í Stokkhólmi á vegum Sveriges Riksbank á árunum 2010 til 2011, eftir að hafa lokið M.Sc. prófi frá Stokkhólmsháskóla. Hann hlaut svo doktorsstöðu við sama skóla, þar sem viðfangsefni hans voru rannsóknir á fjármála- og fasteignabólum í Skandinavíu. Fasteignarannsóknir hans héldu áfram eftir að til Gamma var komið, auk þess sem hann kom að stofnun Almenna leigufélagsins þar sem hann var lengi stjórnarmaður. Aðspurður hvort starfslokin tengist eitthvað kaupum Kviku banka á Gamma, sem undirrituð voru fyrir tæpu ári síðan, segir Sölvi svo alls ekki vera. Hann hafi unnið vel með Kviku og starfslokin séu framkvæmd í fullkominni sátt allra. Sölvi segir að tíminn verði að leiða í ljós hvað hann muni taka sér fyrir hendur eftir starfslokin hjá Gamma. Hann er þó með ýmis járn í eldinum. Til að mynda tók hann nýlega við starfi aðjúnkts hjá Hagfræðideild Háskóla Íslands og kennir þar eitt námskeið. Auk þess er Sölvi einn aðaleigenda tónlistarútgáfunnar Öldu Music, sem verið hefur á mikill siglingu á síðustu árum. Þannig nam rekstarhagnaður Öldu 42 milljónum króna í fyrra, auk þess sem tekjur útgáfunnar jukust um 15 prósent á milli ára. GAMMA Vistaskipti Tengdar fréttir Tímamótasamningur í íslenskri rappútgáfu Útgáfufyrirtækið Alda Music skrifaði undir samstarfssamning við bandarísku hipphoppútgáfuna 300 Entertainment. Sölvi Blöndal, annar stofnenda Öldu, segir þetta vera lykil að framtíð útgáfunnar. 14. september 2017 10:00 Ný stjórn Félags viðskipta- og hagfræðinga kjörin Félag viðskipta- og hagfræðinga, FVH, hefur nýlega kjörið nýja stjórn félagsins en kjörið fór fram á aðalfundi félagsins. 15. júlí 2019 08:32 Sölvi Blöndal hvatti hagfræðinga til að vera duglega við að tjá sig opinberlega Sölvi Blöndal, hagfræðingur hjá Gamma, var í gær valinn hagfræðingur ársins á Íslensku þekkingarverðlaununum en það er Félag viðskipta-og hagfræðinga (FVH) sem veitir verðlaunin árlega. 26. apríl 2017 13:57 Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Sölvi Blöndal, sem starfað hefur sem efnahagsráðgjafi Gamma, hefur ákveðið að róa á önnur mið. Í samtali við Vísi segi Sölvi að starfslokin hafi staðið lengi til, hann hafi sagt starfi sínu lausu í haust og sé þessa dagana að vinna sinn uppsagnarfrest. Sölvi hóf störf hjá Gamma árið 2011 og fagnaði því átta ára starfsafmæli á þessu ári. Það sé eðlilegt að eftir svo langan tíma á sama stað hugsi menn sér til hreyfings. „Það er komið að tímamótum hjá mér. Þetta hefur verið skemmtilegur tími en nú er tímabært að breyta til,“ segir Sölvi. Á fræða- og starfsferli sínum hefur Sölvi lagt áherslu á fasteignamarkaðinn. Þannig stundaði hann rannsóknir á fasteignaverði í Stokkhólmi á vegum Sveriges Riksbank á árunum 2010 til 2011, eftir að hafa lokið M.Sc. prófi frá Stokkhólmsháskóla. Hann hlaut svo doktorsstöðu við sama skóla, þar sem viðfangsefni hans voru rannsóknir á fjármála- og fasteignabólum í Skandinavíu. Fasteignarannsóknir hans héldu áfram eftir að til Gamma var komið, auk þess sem hann kom að stofnun Almenna leigufélagsins þar sem hann var lengi stjórnarmaður. Aðspurður hvort starfslokin tengist eitthvað kaupum Kviku banka á Gamma, sem undirrituð voru fyrir tæpu ári síðan, segir Sölvi svo alls ekki vera. Hann hafi unnið vel með Kviku og starfslokin séu framkvæmd í fullkominni sátt allra. Sölvi segir að tíminn verði að leiða í ljós hvað hann muni taka sér fyrir hendur eftir starfslokin hjá Gamma. Hann er þó með ýmis járn í eldinum. Til að mynda tók hann nýlega við starfi aðjúnkts hjá Hagfræðideild Háskóla Íslands og kennir þar eitt námskeið. Auk þess er Sölvi einn aðaleigenda tónlistarútgáfunnar Öldu Music, sem verið hefur á mikill siglingu á síðustu árum. Þannig nam rekstarhagnaður Öldu 42 milljónum króna í fyrra, auk þess sem tekjur útgáfunnar jukust um 15 prósent á milli ára.
GAMMA Vistaskipti Tengdar fréttir Tímamótasamningur í íslenskri rappútgáfu Útgáfufyrirtækið Alda Music skrifaði undir samstarfssamning við bandarísku hipphoppútgáfuna 300 Entertainment. Sölvi Blöndal, annar stofnenda Öldu, segir þetta vera lykil að framtíð útgáfunnar. 14. september 2017 10:00 Ný stjórn Félags viðskipta- og hagfræðinga kjörin Félag viðskipta- og hagfræðinga, FVH, hefur nýlega kjörið nýja stjórn félagsins en kjörið fór fram á aðalfundi félagsins. 15. júlí 2019 08:32 Sölvi Blöndal hvatti hagfræðinga til að vera duglega við að tjá sig opinberlega Sölvi Blöndal, hagfræðingur hjá Gamma, var í gær valinn hagfræðingur ársins á Íslensku þekkingarverðlaununum en það er Félag viðskipta-og hagfræðinga (FVH) sem veitir verðlaunin árlega. 26. apríl 2017 13:57 Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Tímamótasamningur í íslenskri rappútgáfu Útgáfufyrirtækið Alda Music skrifaði undir samstarfssamning við bandarísku hipphoppútgáfuna 300 Entertainment. Sölvi Blöndal, annar stofnenda Öldu, segir þetta vera lykil að framtíð útgáfunnar. 14. september 2017 10:00
Ný stjórn Félags viðskipta- og hagfræðinga kjörin Félag viðskipta- og hagfræðinga, FVH, hefur nýlega kjörið nýja stjórn félagsins en kjörið fór fram á aðalfundi félagsins. 15. júlí 2019 08:32
Sölvi Blöndal hvatti hagfræðinga til að vera duglega við að tjá sig opinberlega Sölvi Blöndal, hagfræðingur hjá Gamma, var í gær valinn hagfræðingur ársins á Íslensku þekkingarverðlaununum en það er Félag viðskipta-og hagfræðinga (FVH) sem veitir verðlaunin árlega. 26. apríl 2017 13:57