Kvika kaupir GAMMA á 2,4 milljarða Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. nóvember 2018 10:05 Valdimar Ármann, forstjóri Gamma Capital Management. Fréttablaðið/stefán Kvika banki og hluthafar GAMMA Capital Management hafa undirritað samning um kaup og sölu á öllu hlutafé GAMMA. GAMMA verður dótturfélag Kviku eftir kaupin og nemur kaupverðið 2,4 milljörðum króna. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Kvika sendi Kauphöll Íslands í nótt.„Viðskiptin eru háð samþykki eftirlitsaðila og samþykki hluthafafundar Kviku. Með breyttu eignarhaldi myndast enn frekari tækifæri í starfsemi GAMMA sem verður eftir kaupin dótturfélag Kviku. Markmið Kviku með kaupunum er að styrkja bankann enn frekar á sviði eigna- og sjóðastýringar,“ segir í tilkynningunni. Viljayfirlýsing Kviku og GAMMA um kaup og sölu á öllu hlutafé GAMMA var undirrituð í júní síðastliðnum. Þá nam eigiðfé GAMMA 2.084 milljónum króna. Miðað við bókfært virði árangurstengdra þóknana í lok júní 2018 nemur kaupverðið 2.406 milljónum króna og skiptist með eftirfarandi hætti:Reiðufé að fjárhæð 839 milljónum króna sem greiðist við frágang viðskiptanna.Hlutdeildarskírteini í sjóðum GAMMA samtals að verðmæti 535 milljónir króna.Árangurstengdar greiðslur, sem metnar eru á um 1.032 milljónir króna m.v. stöðu GAMMA í lok júní 2018 og greiðast þegar langtímakröfur á sjóði GAMMA innheimtast. Hluthafar GAMMA munu auk þess eiga rétt til aukinna greiðslna vegna árangurstengdra þóknana fasteignasjóða félagsins. Kaupverðið á GAMMA getur jafnframt tekið breytingum til hækkunar eða lækkunar eftir því hvernig rekstur og verðmæti eigna GAMMA þróast á næstu misserum.Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku banka.Áætlað er að afkoma bankans fyrir skatta muni aukast um 300-400 milljónir króna á ári í kjölfar kaupanna. Ekki er gert ráð fyrir því að auka þurfi hlutafé Kviku vegna kaupanna. Yfirverð viðskiptanna ræðst af stöðu GAMMA við frágang viðskiptanna en samkvæmt mati Kviku er það áætlað um 850 milljónir króna. Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku, segir m.a. í tilkynningu að sameining starfsemi félaganna í London sé í burðarliðnum. „Kaupin á GAMMA efla verulega eigna- og sjóðastýringu Kviku og auka umtalsvert vænta arðsemi bankans. Stefnt er að því að sameina starfsemi félaganna í London, sem mun skjóta styrkari stoðum undir erlenda starfsemi bankans. Starfsfólk GAMMA hefur náð eftirtektarverðum árangri í sjóðastýringu á undanförnum árum og það er mikill fengur fyrir Kviku að fá góðan hóp til liðs við sig.“Gísli Hauksson, annar stofnandi GAMMA.Þá er haft eftir Gísla Haukssyni, öðrum stofnenda GAMMA og stærsta eiganda félagsins, að löngu ferli sé nú að ljúka með kaupum Kviku á öllu hlutafé í GAMMA. „Fyrir viðskiptavini GAMMA þá mun þjónusta félagsins eflast mjög með eignarhaldi Kviku, meðal annars verður félagið í stakk búið að veita ennþá öflugri þjónustu á erlendum vettvangi. Starfsmenn GAMMA hafa á síðustu árum unnið einstakt starf í að skila afburða ávöxtun fyrir viðskiptavini og við að auka eignir í stýringu og er ég sannfærður um að svo verður áfram. Óska ég Kviku til hamingju með kaupin.“ Valdimar Árnason, forstjóri GAMMA, segir kaupin munu styrkja GAMMA í þjónustu við viðskiptavini sína. „Árangur GAMMA undanfarinn áratug er mikilsverður fyrir viðskiptavini, starfsmenn sem og hluthafa. Félagið er eitt öflugasta sjóðastýringarfélag landsins og rekur fjölbreytt sjóðaúrval sem er um 140 milljarðar króna að stærð. Við hjá GAMMA lítum stolt um öxl á þessum tímamótum og björtum augum til framtíðar.“ Viðskipti Tengdar fréttir GAMMA með um 270 milljónir í útboði WOW Tveir sjóðir GAMMA fjárfestu fyrir 2 milljónir evra í skuldabréfaútboði félagsins. Samkvæmt yfirliti frá Pareto keyptu íslenskir aðilar um 37 prósent af útgáfunni. 17. október 2018 08:00 Kvika banki að kaupa GAMMA Kvika banki hf. og hluthafar GAMMA Capital Management hf., betur þekkt sem GAMMA, hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup og sölu á öllu hlutafé GAMMA. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kviku banka. 20. júní 2018 09:39 Hagnaður GAMMA minnkaði um 93 prósent Hagnaður GAMMA Capital Management nam tæplega 30 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins og dróst saman um 93 prósent frá sama tíma fyrir ári. 5. september 2018 06:00 Mest lesið Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Sjá meira
Kvika banki og hluthafar GAMMA Capital Management hafa undirritað samning um kaup og sölu á öllu hlutafé GAMMA. GAMMA verður dótturfélag Kviku eftir kaupin og nemur kaupverðið 2,4 milljörðum króna. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Kvika sendi Kauphöll Íslands í nótt.„Viðskiptin eru háð samþykki eftirlitsaðila og samþykki hluthafafundar Kviku. Með breyttu eignarhaldi myndast enn frekari tækifæri í starfsemi GAMMA sem verður eftir kaupin dótturfélag Kviku. Markmið Kviku með kaupunum er að styrkja bankann enn frekar á sviði eigna- og sjóðastýringar,“ segir í tilkynningunni. Viljayfirlýsing Kviku og GAMMA um kaup og sölu á öllu hlutafé GAMMA var undirrituð í júní síðastliðnum. Þá nam eigiðfé GAMMA 2.084 milljónum króna. Miðað við bókfært virði árangurstengdra þóknana í lok júní 2018 nemur kaupverðið 2.406 milljónum króna og skiptist með eftirfarandi hætti:Reiðufé að fjárhæð 839 milljónum króna sem greiðist við frágang viðskiptanna.Hlutdeildarskírteini í sjóðum GAMMA samtals að verðmæti 535 milljónir króna.Árangurstengdar greiðslur, sem metnar eru á um 1.032 milljónir króna m.v. stöðu GAMMA í lok júní 2018 og greiðast þegar langtímakröfur á sjóði GAMMA innheimtast. Hluthafar GAMMA munu auk þess eiga rétt til aukinna greiðslna vegna árangurstengdra þóknana fasteignasjóða félagsins. Kaupverðið á GAMMA getur jafnframt tekið breytingum til hækkunar eða lækkunar eftir því hvernig rekstur og verðmæti eigna GAMMA þróast á næstu misserum.Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku banka.Áætlað er að afkoma bankans fyrir skatta muni aukast um 300-400 milljónir króna á ári í kjölfar kaupanna. Ekki er gert ráð fyrir því að auka þurfi hlutafé Kviku vegna kaupanna. Yfirverð viðskiptanna ræðst af stöðu GAMMA við frágang viðskiptanna en samkvæmt mati Kviku er það áætlað um 850 milljónir króna. Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku, segir m.a. í tilkynningu að sameining starfsemi félaganna í London sé í burðarliðnum. „Kaupin á GAMMA efla verulega eigna- og sjóðastýringu Kviku og auka umtalsvert vænta arðsemi bankans. Stefnt er að því að sameina starfsemi félaganna í London, sem mun skjóta styrkari stoðum undir erlenda starfsemi bankans. Starfsfólk GAMMA hefur náð eftirtektarverðum árangri í sjóðastýringu á undanförnum árum og það er mikill fengur fyrir Kviku að fá góðan hóp til liðs við sig.“Gísli Hauksson, annar stofnandi GAMMA.Þá er haft eftir Gísla Haukssyni, öðrum stofnenda GAMMA og stærsta eiganda félagsins, að löngu ferli sé nú að ljúka með kaupum Kviku á öllu hlutafé í GAMMA. „Fyrir viðskiptavini GAMMA þá mun þjónusta félagsins eflast mjög með eignarhaldi Kviku, meðal annars verður félagið í stakk búið að veita ennþá öflugri þjónustu á erlendum vettvangi. Starfsmenn GAMMA hafa á síðustu árum unnið einstakt starf í að skila afburða ávöxtun fyrir viðskiptavini og við að auka eignir í stýringu og er ég sannfærður um að svo verður áfram. Óska ég Kviku til hamingju með kaupin.“ Valdimar Árnason, forstjóri GAMMA, segir kaupin munu styrkja GAMMA í þjónustu við viðskiptavini sína. „Árangur GAMMA undanfarinn áratug er mikilsverður fyrir viðskiptavini, starfsmenn sem og hluthafa. Félagið er eitt öflugasta sjóðastýringarfélag landsins og rekur fjölbreytt sjóðaúrval sem er um 140 milljarðar króna að stærð. Við hjá GAMMA lítum stolt um öxl á þessum tímamótum og björtum augum til framtíðar.“
Viðskipti Tengdar fréttir GAMMA með um 270 milljónir í útboði WOW Tveir sjóðir GAMMA fjárfestu fyrir 2 milljónir evra í skuldabréfaútboði félagsins. Samkvæmt yfirliti frá Pareto keyptu íslenskir aðilar um 37 prósent af útgáfunni. 17. október 2018 08:00 Kvika banki að kaupa GAMMA Kvika banki hf. og hluthafar GAMMA Capital Management hf., betur þekkt sem GAMMA, hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup og sölu á öllu hlutafé GAMMA. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kviku banka. 20. júní 2018 09:39 Hagnaður GAMMA minnkaði um 93 prósent Hagnaður GAMMA Capital Management nam tæplega 30 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins og dróst saman um 93 prósent frá sama tíma fyrir ári. 5. september 2018 06:00 Mest lesið Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Sjá meira
GAMMA með um 270 milljónir í útboði WOW Tveir sjóðir GAMMA fjárfestu fyrir 2 milljónir evra í skuldabréfaútboði félagsins. Samkvæmt yfirliti frá Pareto keyptu íslenskir aðilar um 37 prósent af útgáfunni. 17. október 2018 08:00
Kvika banki að kaupa GAMMA Kvika banki hf. og hluthafar GAMMA Capital Management hf., betur þekkt sem GAMMA, hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup og sölu á öllu hlutafé GAMMA. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kviku banka. 20. júní 2018 09:39
Hagnaður GAMMA minnkaði um 93 prósent Hagnaður GAMMA Capital Management nam tæplega 30 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins og dróst saman um 93 prósent frá sama tíma fyrir ári. 5. september 2018 06:00