Offita tengd mikilli skjánotkun Elín Albertsdóttir skrifar 4. október 2019 10:00 Margir krakkar venja sig á að borða á meðan þau horfa. Það getur skapað offituvandamál. Vísindamenn í Finnlandi hafa uppgötvað að mikil seta barna fyrir framan sjónvarp, snjalltæki eða tölvur getur aukið mjög magafitu þeirra. Það getur gerst þótt börnin hreyfi sig líka. Vísindamenn við háskólann í Helsinki hafa kannað tengsl milli skjátíma barna og ofþyngdar. Rannsóknin sýnir að krakkar sem eyða miklum tíma fyrir framan skjáinn eru í aukinni hættu að fá fitu um sig miðja. Vitað er að börn narta gjarnan í eitthvað gott á meðan horft er á sjónvarp eða iPad. Jafnvel mjög virkum börnum sem hreyfa sig mikið er hætt við að fá magafitu sitji þau of lengi fyrir framan sjónvarpið eða snjalltæki. Niðurstaðan var sú sama óháð aldri barnsins, kyni, móðurmáli eða hreyfingu í frítíma. Elina Engberg, vísindamaður við háskólann í Helsinki, segir að vel geti verið að of þung börn eyði meiri tíma fyrir framan skjáinn en þau sem grennri eru. Sömuleiðis getur vel verið að of mikill tími fyrir framan tækin leiði til ofþyngdar. Rannsóknin var unnin í samvinnu við Rannsóknasetur í lýðheilsu í Finnlandi. Rannsóknin birtist í vísindatímaritinu Scientific Reports. Frekari rannsóknir eru nauðsynlegar til að skoða betur samspil skjátíma, hreyfingar og mataræðis meðal barnanna. Yfir tíu þúsund börn tóku þátt í rannsókninni og voru þau á aldrinum 9-12 ára. Börnin voru vigtuð, hæðin könnuð auk þess sem mittismál þeirra var mælt. Þetta er ein af fáum rannsóknum sinnar tegundar. Spurt var hversu miklum tíma þau eyða fyrir framan sjónvarp, tölvu eða snjalltæki á degi hverjum utan skólatíma. Foreldrar ættu að setja reglur um skjátíma barna og fylgjast með hvað þau eru að borða með bíómyndunum. Þau börn sem eyddu mestum tíma fyrir framan skjáinn voru jafnframt þau feitustu. Samkvæmt könnun í Svíþjóð beita margir foreldrar einhvers konar takmörkunum eða hafa reglur um skjátíma barna, sérstaklega í sumarfríinu. Af þeim sem voru spurðir voru 46% foreldra með einhvers konar reglur. Sænskur sálfræðingur segir að foreldrar ættu að beita sama aga gagnvart skjátíma og nammidögum. Að takmarka eða stjórna skjátíma barna skapar góða siði og eykur heilbrigða hreyfingu og góðar svefnvenjur. Um leið er komið í veg fyrir ýmsa vanheilsu. Það ætti að vera auðvelt að stjórna skjátíma ungra barna en getur orðið erfiðara þegar barnið verður unglingur. Hins vegar þurfa foreldrar að vera á varðbergi þegar börnin komast á þann aldur. Fylgjast þarf með og vera vakandi yfir því á hvers konar síðum unglingarnir eru. Mikil skjánotkun ungmenna getur gert þau einmana því félagsleg tengsl verða minni. Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Heilbrigðismál Heilsa Samfélagsmiðlar Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Sjá meira
Vísindamenn í Finnlandi hafa uppgötvað að mikil seta barna fyrir framan sjónvarp, snjalltæki eða tölvur getur aukið mjög magafitu þeirra. Það getur gerst þótt börnin hreyfi sig líka. Vísindamenn við háskólann í Helsinki hafa kannað tengsl milli skjátíma barna og ofþyngdar. Rannsóknin sýnir að krakkar sem eyða miklum tíma fyrir framan skjáinn eru í aukinni hættu að fá fitu um sig miðja. Vitað er að börn narta gjarnan í eitthvað gott á meðan horft er á sjónvarp eða iPad. Jafnvel mjög virkum börnum sem hreyfa sig mikið er hætt við að fá magafitu sitji þau of lengi fyrir framan sjónvarpið eða snjalltæki. Niðurstaðan var sú sama óháð aldri barnsins, kyni, móðurmáli eða hreyfingu í frítíma. Elina Engberg, vísindamaður við háskólann í Helsinki, segir að vel geti verið að of þung börn eyði meiri tíma fyrir framan skjáinn en þau sem grennri eru. Sömuleiðis getur vel verið að of mikill tími fyrir framan tækin leiði til ofþyngdar. Rannsóknin var unnin í samvinnu við Rannsóknasetur í lýðheilsu í Finnlandi. Rannsóknin birtist í vísindatímaritinu Scientific Reports. Frekari rannsóknir eru nauðsynlegar til að skoða betur samspil skjátíma, hreyfingar og mataræðis meðal barnanna. Yfir tíu þúsund börn tóku þátt í rannsókninni og voru þau á aldrinum 9-12 ára. Börnin voru vigtuð, hæðin könnuð auk þess sem mittismál þeirra var mælt. Þetta er ein af fáum rannsóknum sinnar tegundar. Spurt var hversu miklum tíma þau eyða fyrir framan sjónvarp, tölvu eða snjalltæki á degi hverjum utan skólatíma. Foreldrar ættu að setja reglur um skjátíma barna og fylgjast með hvað þau eru að borða með bíómyndunum. Þau börn sem eyddu mestum tíma fyrir framan skjáinn voru jafnframt þau feitustu. Samkvæmt könnun í Svíþjóð beita margir foreldrar einhvers konar takmörkunum eða hafa reglur um skjátíma barna, sérstaklega í sumarfríinu. Af þeim sem voru spurðir voru 46% foreldra með einhvers konar reglur. Sænskur sálfræðingur segir að foreldrar ættu að beita sama aga gagnvart skjátíma og nammidögum. Að takmarka eða stjórna skjátíma barna skapar góða siði og eykur heilbrigða hreyfingu og góðar svefnvenjur. Um leið er komið í veg fyrir ýmsa vanheilsu. Það ætti að vera auðvelt að stjórna skjátíma ungra barna en getur orðið erfiðara þegar barnið verður unglingur. Hins vegar þurfa foreldrar að vera á varðbergi þegar börnin komast á þann aldur. Fylgjast þarf með og vera vakandi yfir því á hvers konar síðum unglingarnir eru. Mikil skjánotkun ungmenna getur gert þau einmana því félagsleg tengsl verða minni.
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Heilbrigðismál Heilsa Samfélagsmiðlar Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“