Þegar byrjað að ferja þorra hópsins úr landi Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. október 2019 09:46 Þegar mest lét síðdegis má áætla að á annað þúsund farþega hafi setið föst úti í flugvélum. Mynd er úr safni. Vísir/vilhelm Veðurofsi gærdagsins hafði áhrif á um 2200 farþega Icelandair. Þorra hópsins var útveguð gisting í nótt og þegar er byrjað að ferja hann úr landi. Upplýsingafulltrúi Icelandair áætlar að langflestir komist leiðar sinnar í dag, en þó sé ekki útilokað að einhverjir farþegar þurfi að bíða til morguns.Sjá einnig: Rignir duglega í hvassri suðaustanátt framan af degi Icelandair og fleiri flugfélög aflýstu öllum flugferðum sínum til og frá Keflavíkurflugvelli síðdegis í gær og í gærkvöldi vegna veðurs. Þegar mest lét síðdegis má áætla að á annað þúsund farþega hafi setið föst úti í flugvélum, þar sem ekki var hægt að nota landgöngubrýr af öryggisástæðum. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að flugfélagið hafi þurft að leysa úr málefnum um 2200 farþega vegna veðursins í gær, þar af voru um 1300 skiptifarþegar. Stærstum hluta hópsins var útveguð gisting í nótt, um 1700 til 1800 manns. Ásdís áætlar að flugáætlun dagsins muni að mestu leyti standast, en nú þegar hafa 11 vélar flogið frá Keflavík þennan morguninn. Hún útilokar þó ekki að keðjuverkunin sem hlýst af niðurfellingu flugs gæti haft einhver áhrif í dag, sem muni að mestu koma fram í smávægilegum seinkunum. Til þess að sporna við áhrifunum hafi Icelandair bætt við tveimur ferðum til Bandaríkjanna í dag. Flogin var aukaferð til Boston í morgun og verður bætt við aukavél til Seattle seinni partinn. Ásdís segir að vélarnar muni gera Icelandair kleift að koma stærstu hluta farþega sinn á áfangastað í dag. Þó sé ekki útilokað að einhver hluti þeirra þurfi að bíða til morguns. Fréttir af flugi Icelandair Veður Tengdar fréttir Rignir duglega í hvassri suðaustanátt framan af degi Mikillar úrkomu er að vænta á suður- og suðvestur helmingi landsins í dag. 5. október 2019 08:11 Strandaglópur á Keflavíkurflugvelli: „Maður verður að taka því sem kemur“ Enn bíður fólk eftir að komast úr flugvélum við Keflavíkuflugvöll. Ekki er hægt að nota landgöngubrýr vegna hvassviðris. 4. október 2019 19:01 Farþegar sitja fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Mikið hvassviðri er á Reykjanesi og fjölmargir farþegar sitja fastir í flugvélum á flugbrautinni vegna veðursins. Öllum flugferðum Icelandair síðdegis, alls fjórtán, hefur verið aflýst. 4. október 2019 16:27 Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Sjá meira
Veðurofsi gærdagsins hafði áhrif á um 2200 farþega Icelandair. Þorra hópsins var útveguð gisting í nótt og þegar er byrjað að ferja hann úr landi. Upplýsingafulltrúi Icelandair áætlar að langflestir komist leiðar sinnar í dag, en þó sé ekki útilokað að einhverjir farþegar þurfi að bíða til morguns.Sjá einnig: Rignir duglega í hvassri suðaustanátt framan af degi Icelandair og fleiri flugfélög aflýstu öllum flugferðum sínum til og frá Keflavíkurflugvelli síðdegis í gær og í gærkvöldi vegna veðurs. Þegar mest lét síðdegis má áætla að á annað þúsund farþega hafi setið föst úti í flugvélum, þar sem ekki var hægt að nota landgöngubrýr af öryggisástæðum. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að flugfélagið hafi þurft að leysa úr málefnum um 2200 farþega vegna veðursins í gær, þar af voru um 1300 skiptifarþegar. Stærstum hluta hópsins var útveguð gisting í nótt, um 1700 til 1800 manns. Ásdís áætlar að flugáætlun dagsins muni að mestu leyti standast, en nú þegar hafa 11 vélar flogið frá Keflavík þennan morguninn. Hún útilokar þó ekki að keðjuverkunin sem hlýst af niðurfellingu flugs gæti haft einhver áhrif í dag, sem muni að mestu koma fram í smávægilegum seinkunum. Til þess að sporna við áhrifunum hafi Icelandair bætt við tveimur ferðum til Bandaríkjanna í dag. Flogin var aukaferð til Boston í morgun og verður bætt við aukavél til Seattle seinni partinn. Ásdís segir að vélarnar muni gera Icelandair kleift að koma stærstu hluta farþega sinn á áfangastað í dag. Þó sé ekki útilokað að einhver hluti þeirra þurfi að bíða til morguns.
Fréttir af flugi Icelandair Veður Tengdar fréttir Rignir duglega í hvassri suðaustanátt framan af degi Mikillar úrkomu er að vænta á suður- og suðvestur helmingi landsins í dag. 5. október 2019 08:11 Strandaglópur á Keflavíkurflugvelli: „Maður verður að taka því sem kemur“ Enn bíður fólk eftir að komast úr flugvélum við Keflavíkuflugvöll. Ekki er hægt að nota landgöngubrýr vegna hvassviðris. 4. október 2019 19:01 Farþegar sitja fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Mikið hvassviðri er á Reykjanesi og fjölmargir farþegar sitja fastir í flugvélum á flugbrautinni vegna veðursins. Öllum flugferðum Icelandair síðdegis, alls fjórtán, hefur verið aflýst. 4. október 2019 16:27 Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Sjá meira
Rignir duglega í hvassri suðaustanátt framan af degi Mikillar úrkomu er að vænta á suður- og suðvestur helmingi landsins í dag. 5. október 2019 08:11
Strandaglópur á Keflavíkurflugvelli: „Maður verður að taka því sem kemur“ Enn bíður fólk eftir að komast úr flugvélum við Keflavíkuflugvöll. Ekki er hægt að nota landgöngubrýr vegna hvassviðris. 4. október 2019 19:01
Farþegar sitja fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Mikið hvassviðri er á Reykjanesi og fjölmargir farþegar sitja fastir í flugvélum á flugbrautinni vegna veðursins. Öllum flugferðum Icelandair síðdegis, alls fjórtán, hefur verið aflýst. 4. október 2019 16:27