Alba lenti í engum vandræðum með Rússana á heimavelli sínum í Þýskalandi í gærkvöldi en munurinn á liðunum varð að lokum tuttugu stig, 85-65.
Martin gaf níu stoðsendingar í fyrstu umferðinni en að auki skoraði hann sjö stig.
Veit ekki með ykkur en mér finnst það gaman að @hermannsson15 sé að leiða Euroleague í stoðsendingum #korfubolti#euroleague#albaberlinpic.twitter.com/S7FBKZ4cD3
— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) October 5, 2019
Enginn leikmaður gaf fleiri stoðsendingar en Martin í 1. umferðinni en næstur kom Facundo Campazzo sem leikur með stórliði Real Madrid.
Hann gaf átta stoðsendingar en næstur leikur Alba í Eurolegue er gegn Anadolu Efes frá Tyrklandi á föstudag.