Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sindri Sverrisson skrifar 19. september 2025 15:10 Ósk Gunnarsdóttir og Þórdís Ólöf Jónsdóttir eru spenntar fyrir helginni. Vísir/Ívar Fannar Þórdís Ólöf Jónsdóttir kveðst í mikið betra ástandi, andlega og líkamlega, fyrir bakgarðshlaupið í Heiðmörk um helgina en í maí þegar hún hljóp þó 40 hringi. Ósk Gunnarsdóttir ætlar að sjá til þess að vinkona sín klári hvern einasta orkudropa. Mikil eftirvænting ríkir vegna Bakgarðs Náttúruhlaupa en hlaupið hefst klukkan 9 í fyrramálið í Heiðmörk, í beinni útsendingu á Vísi. Alls eru 230 keppendur skráðir, aðstæður lofa góðu og Íslandsmetið (62 hringir Þorleifs Þorleifssonar fyrir tæpu ári) mögulega í hættu. Garpur Elísabetarson ræddi við þær Þórdísi og Ósk sem setja stefnuna hátt um helgina. Þórdís segist koma inn í hlaupið með öðruvísi hætti en áður: „Allt öðruvísi. Ég er mikið betur æfð og undirbúin, og bara í góðu standi líkamlega og andlega. Ég tók öðruvísi þjálfun, er búin að vera í næringarþjálfun og líka búin að vinna í mér andlega síðan í maí,“ segir Þórdís en viðtalið við þær Ósk má sjá hér að neðan. Klippa: Þórdís og Ósk setja markið hátt í Bakgarðshlaupinu Eins og Þórdís bendir á þá má segja að bakgarðshlaup reyni meira á andlega þáttinn en þann líkamlega. Keppendur þurfa að hlaupa 6,7 kílómetra hring á innan við klukkustund, og fá svo tíma til að hvíla sig og nærast þar til að nýr klukkutími hefst og þeir þurfa að hlaupa hringinn á ný. Óhætt er að segja að slíkt taki á, sérstaklega þegar líða fer á helgina. „Verð ekki meðvirk gagnvart henni“ Þórdís býr að því að geta sótt þekkingu til Óskar og fengið hvatningu til að pína sig áfram, líka þegar hana langar sem mest til þess að hætta, því Ósk verður yfir teyminu sem aðstoðar hana á milli hringja. „Ég er mjög spennt fyrir að vera hinu megin við borðið og takast á við það. Ég hef heyrt frá mínu krúi að það er ekkert grín að „krúa“,“ segir Ósk. En verður ekki erfitt fyrir hana að horfa á vinkonu sína þjást, til dæmis seint á sunnudaginn? „Jú, jú. En ég er bara að fara að ýta henni áfram. Það er mitt djobb að ýta henni áfram þar til ég veit hvenær á að stoppa. Ég hef sjálf verið þar að vilja stoppa, mikið fyrr en ég hefði átt að gera, en svo hef ég líka stoppað á hárréttum tímapunkti og verið bara ánægð með það. Ég held að það sé bara að fara að fleyta okkur lengra hvað ég þekki hana vel. Ég er ekki mamma eða pabbi hennar, ég verð ekki meðvirk gagnvart henni, þannig að ef hún ætlar að fara að væla þá er það ekkert í boði. Það er bara út í næsta hring þar til hún verður síðust í brautinni,“ segir Ósk en viðtalið við þær Þórdísi má sjá hér að ofan. Bakgarðshlaup Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar HM-sæti undir í kvöld: Segir Skota nógu góða til vinna Dani og komast á HM Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Heiðruðu látinn liðsfélaga og rústuðu síðan Raiders Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Ísbjörninn segir að hann myndi klára Jake Paul í þremur lotum Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sjá meira
Mikil eftirvænting ríkir vegna Bakgarðs Náttúruhlaupa en hlaupið hefst klukkan 9 í fyrramálið í Heiðmörk, í beinni útsendingu á Vísi. Alls eru 230 keppendur skráðir, aðstæður lofa góðu og Íslandsmetið (62 hringir Þorleifs Þorleifssonar fyrir tæpu ári) mögulega í hættu. Garpur Elísabetarson ræddi við þær Þórdísi og Ósk sem setja stefnuna hátt um helgina. Þórdís segist koma inn í hlaupið með öðruvísi hætti en áður: „Allt öðruvísi. Ég er mikið betur æfð og undirbúin, og bara í góðu standi líkamlega og andlega. Ég tók öðruvísi þjálfun, er búin að vera í næringarþjálfun og líka búin að vinna í mér andlega síðan í maí,“ segir Þórdís en viðtalið við þær Ósk má sjá hér að neðan. Klippa: Þórdís og Ósk setja markið hátt í Bakgarðshlaupinu Eins og Þórdís bendir á þá má segja að bakgarðshlaup reyni meira á andlega þáttinn en þann líkamlega. Keppendur þurfa að hlaupa 6,7 kílómetra hring á innan við klukkustund, og fá svo tíma til að hvíla sig og nærast þar til að nýr klukkutími hefst og þeir þurfa að hlaupa hringinn á ný. Óhætt er að segja að slíkt taki á, sérstaklega þegar líða fer á helgina. „Verð ekki meðvirk gagnvart henni“ Þórdís býr að því að geta sótt þekkingu til Óskar og fengið hvatningu til að pína sig áfram, líka þegar hana langar sem mest til þess að hætta, því Ósk verður yfir teyminu sem aðstoðar hana á milli hringja. „Ég er mjög spennt fyrir að vera hinu megin við borðið og takast á við það. Ég hef heyrt frá mínu krúi að það er ekkert grín að „krúa“,“ segir Ósk. En verður ekki erfitt fyrir hana að horfa á vinkonu sína þjást, til dæmis seint á sunnudaginn? „Jú, jú. En ég er bara að fara að ýta henni áfram. Það er mitt djobb að ýta henni áfram þar til ég veit hvenær á að stoppa. Ég hef sjálf verið þar að vilja stoppa, mikið fyrr en ég hefði átt að gera, en svo hef ég líka stoppað á hárréttum tímapunkti og verið bara ánægð með það. Ég held að það sé bara að fara að fleyta okkur lengra hvað ég þekki hana vel. Ég er ekki mamma eða pabbi hennar, ég verð ekki meðvirk gagnvart henni, þannig að ef hún ætlar að fara að væla þá er það ekkert í boði. Það er bara út í næsta hring þar til hún verður síðust í brautinni,“ segir Ósk en viðtalið við þær Þórdísi má sjá hér að ofan.
Bakgarðshlaup Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar HM-sæti undir í kvöld: Segir Skota nógu góða til vinna Dani og komast á HM Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Heiðruðu látinn liðsfélaga og rústuðu síðan Raiders Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Ísbjörninn segir að hann myndi klára Jake Paul í þremur lotum Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sjá meira