Innlent

Slapp með minni­háttar meiðsli eftir bíl­veltu

Sylvía Hall skrifar
Lögreglan þurfti að sinna nokkrum umferðaróhöppum í dag.
Lögreglan þurfti að sinna nokkrum umferðaróhöppum í dag. Vísir/Vilhelm
Rétt fyrir klukkan níu í morgun barst lögreglunni tilkynning um bílveltu á Hafnarfjarðarvegi. Ökumaður slapp með minniháttar meiðsli en bíllinn var fluttur af vettvangi með dráttarbifreið.

Rúmlega klukkustund áður var lögregla kölluð út vegna umferðarslyss við Höfðabakkabrú. Annar ökumannanna er talinn hafa keyrt gegn rauðu ljósi. Bifreiðarnar voru fluttar af vettvangi með dráttarbifreið og voru báðir ökumenn fluttir á slysadeild með minniháttar meiðsli.

Á ellefta tímanum var tilkynnt um tvö innbrot í geymslu í Vallahverfinu í Hafnarfirði. Fyrri tilkynningin barst klukkan hálf ellefu eftir innbrot í bílageymslu þar sem hlutum tengdum viðhaldi ökutækja var stolið. Slökkviliðið var kallað til í því skyni að hreinsa olíu á vettvangi.

Rétt eftir klukkan tólf var tilkynnt um eignaspjöll á níu bifreiðum í Fossvogi en ekki er vitað hvers konar skemmdir er um að ræða.

Á þriðja tímanum var svo tilkynnt um tvo minniháttar árekstra, annars vegar á Höfðabakka og hins vegar á bílastæði við Kringluna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×