Hvítir miðaldra karlmenn Sigríður Karlsdóttir skrifar 7. október 2019 11:45 Ég les gjarnan setninguna hvítir miðaldra karlmenn í fjölmiðlum og upp á síðkastið finnst mér hún koma æ oftar fyrir í fjölmiðlum. Fyrir mér, þá held ég að samfélagið skilgreini þetta hugtak, sem hóp manna eða kvenna sem er þröngsýnt og fordómafullt, forðast breytingar og eiga erfitt með að setja sig í spor annarra. Ég var einu sinni hvítur miðaldra karlmaður. Ég var 17 ára. Ég þoldi illa breytingar og fannst mín skoðun vera réttari en skoðanir annarra. Ég beið eftir að hinn aðilinn kláraði svo ég gæti komið mínum skoðunum á framfæri. Ég þoldi ekki fólk sem ég skildi ekki. Ég dæmdi fólk sem var öðruvísi en ég, af því ég var hrædd við það. Ég talaði hátt og mikið og átti erfitt með að setja mig í spor annarra. Ég gat ekki sofnað á kvöldin því ég var að rífast við eitthvað annað fólk í hausnum á mér. Þvílíkt áhugamál. Sem betur fer var kommentakerfi Dv ekki komið og Útvarp Saga ekki heldur. Ég hefði legið þar allan daginn. Eins og ég skil þetta þá virðist sem þessi ákveðni hópur manna og kvenna lendi ítrekað í útistöðum eða árekstrum við hina ýmsu hópa samfélagsins. Ef það eru ekki konur, þá eru það umhverfissinnar, ef það eru ekki þeir þá eru það frjálslyndir eða umburðarlyndir. Þeim finnst líka útlendingar ekkert sérstaklega verðugir og flóttafólk er vesen. Börn og unglingar með skoðanir eru líka vesen. Höfum þetta bara eins og í þetta var áður. Það er miklu þægilegra. Ekki rugga bátnum. Ég ætla ekki að eyða orku minni í að dæma þessa menn og konur. Þau sjá um það sjálf. Það fólk sem dæmir hvað harðast, dæmir sjálfan sig mest. Kannski þarf hvíti miðaldra karlmaðurinn bara risa-knús. Það sem breytti skoðunum mínum þarna um árið var kærleikur og vitneskjan um að heimurinn er bara allt í lagi og það má bara elska og njóta. Kannski þurfum við bara að gefa þessum hvíta miðaldra karlmanni gott faðmlag, ást í kaffibollann sinn, extra breitt bros og jafnvel bara kæfa hann í kærleika. Næst þegar hinn merki hvíti miðaldra karlmaður byrjar að ausa úr skálum reiðinnar, þá skulum við reyna að skilja. Skilja það að honum líður ef til vill ekki vel. Hann er kannski bara hræddur þó hann feli það vel bakvið sperrtan brjóstkassann og háu röddina. Við skulum bara hlusta og gefa honum skilning án þess þó að þurfa vera sammála honum. Elsku hvíti miðaldra karlmaður. Ég skil þig. Sem fyrrverandi hvítur miðaldra karlmaður mætti ég ráðleggja þér eitt. Það er geggjað spennandi að prófa nýjar aðferðir og prófa nýja hluti. Það er alltílagi að skipta um skoðun og það er í lagi að prófa að gera eitthvað nýtt og sjá að það er ekkert hættulegt. Ef maður sér að þetta er hættulegt, þá bara breytir maður aftur. Það má. Ég er þakklát fyrir þig, kæri hvíti miðaldra karlmaður. Án þín væri ég örugglega hlaupandi um með sænskum hippum, berbrjósta, þefandi af rósum eða rækta rófur. Þvílíkt líf sem það væri. En þú mátt vita, ég skil þig elsku hvíti miðaldra karlmaður. Þín Sigga Höfundur er lífsleiknikennari, heilsuráðgjafi og sérlegur áhugamaður um mannlegt eðli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Karlsdóttir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Ég les gjarnan setninguna hvítir miðaldra karlmenn í fjölmiðlum og upp á síðkastið finnst mér hún koma æ oftar fyrir í fjölmiðlum. Fyrir mér, þá held ég að samfélagið skilgreini þetta hugtak, sem hóp manna eða kvenna sem er þröngsýnt og fordómafullt, forðast breytingar og eiga erfitt með að setja sig í spor annarra. Ég var einu sinni hvítur miðaldra karlmaður. Ég var 17 ára. Ég þoldi illa breytingar og fannst mín skoðun vera réttari en skoðanir annarra. Ég beið eftir að hinn aðilinn kláraði svo ég gæti komið mínum skoðunum á framfæri. Ég þoldi ekki fólk sem ég skildi ekki. Ég dæmdi fólk sem var öðruvísi en ég, af því ég var hrædd við það. Ég talaði hátt og mikið og átti erfitt með að setja mig í spor annarra. Ég gat ekki sofnað á kvöldin því ég var að rífast við eitthvað annað fólk í hausnum á mér. Þvílíkt áhugamál. Sem betur fer var kommentakerfi Dv ekki komið og Útvarp Saga ekki heldur. Ég hefði legið þar allan daginn. Eins og ég skil þetta þá virðist sem þessi ákveðni hópur manna og kvenna lendi ítrekað í útistöðum eða árekstrum við hina ýmsu hópa samfélagsins. Ef það eru ekki konur, þá eru það umhverfissinnar, ef það eru ekki þeir þá eru það frjálslyndir eða umburðarlyndir. Þeim finnst líka útlendingar ekkert sérstaklega verðugir og flóttafólk er vesen. Börn og unglingar með skoðanir eru líka vesen. Höfum þetta bara eins og í þetta var áður. Það er miklu þægilegra. Ekki rugga bátnum. Ég ætla ekki að eyða orku minni í að dæma þessa menn og konur. Þau sjá um það sjálf. Það fólk sem dæmir hvað harðast, dæmir sjálfan sig mest. Kannski þarf hvíti miðaldra karlmaðurinn bara risa-knús. Það sem breytti skoðunum mínum þarna um árið var kærleikur og vitneskjan um að heimurinn er bara allt í lagi og það má bara elska og njóta. Kannski þurfum við bara að gefa þessum hvíta miðaldra karlmanni gott faðmlag, ást í kaffibollann sinn, extra breitt bros og jafnvel bara kæfa hann í kærleika. Næst þegar hinn merki hvíti miðaldra karlmaður byrjar að ausa úr skálum reiðinnar, þá skulum við reyna að skilja. Skilja það að honum líður ef til vill ekki vel. Hann er kannski bara hræddur þó hann feli það vel bakvið sperrtan brjóstkassann og háu röddina. Við skulum bara hlusta og gefa honum skilning án þess þó að þurfa vera sammála honum. Elsku hvíti miðaldra karlmaður. Ég skil þig. Sem fyrrverandi hvítur miðaldra karlmaður mætti ég ráðleggja þér eitt. Það er geggjað spennandi að prófa nýjar aðferðir og prófa nýja hluti. Það er alltílagi að skipta um skoðun og það er í lagi að prófa að gera eitthvað nýtt og sjá að það er ekkert hættulegt. Ef maður sér að þetta er hættulegt, þá bara breytir maður aftur. Það má. Ég er þakklát fyrir þig, kæri hvíti miðaldra karlmaður. Án þín væri ég örugglega hlaupandi um með sænskum hippum, berbrjósta, þefandi af rósum eða rækta rófur. Þvílíkt líf sem það væri. En þú mátt vita, ég skil þig elsku hvíti miðaldra karlmaður. Þín Sigga Höfundur er lífsleiknikennari, heilsuráðgjafi og sérlegur áhugamaður um mannlegt eðli.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun