Auðlindagjald hamlar þekkingariðnaði Helgi Vífill Júlíusson skrifar 9. október 2019 07:30 Mikilvægt skref fyrir nýsköpunarstefnu Íslands, sem kynnt var á föstudag, væri að afnema auðlindagjald á sjávarútveg. Tæknifyrirtækjum hér á landi ætti að vera hægara um vik að ná fótfestu á þeim vettvangi vegna aðstæðna í atvinnulífinu. Tæknifyrirtæki í sjávarútvegi geta stigið sín fyrstu skref í að þjónusta öflugan heimamarkað. Því er ekki að heilsa í öðrum atvinnugreinum; í ferðaþjónustu eru of mörg lítil fyrirtæki og álfyrirtækin eru fá. Fyrir örþjóð á eyju sem er fjarri öðrum mörkuðum er dýrmætt að tæknifyrirtæki geti þróað tæki og tól fyrir sjávarútveg. Takist það er auðveldara að selja erlendis. Nú munu margir ærast. Íslenskur sjávarútvegur greiðir meira í opinber gjöld en gerist með öðrum þjóðum. Þeir sem tala fyrir auðlindagjaldi, helst ríkulegu, á sjávarútveg átta sig ekki á að þeir vega að íslenskum þekkingariðnaði og góðum störfum fyrir komandi kynslóðir. Það þarf nefnilega að átta sig á samhengi hlutanna. Kvótakerfið varð undirstaða hagvaxtar á Íslandi. Án þess væru lífsgæði hér mun minni. Það þarf að horfa á málið í stærra samhengi en ekki einblína sífellt á auknar skatttekjur og ríkidæmi einstakra kvótakónga sem hafa keypt nær allan sinn kvóta. Sú þröngsýni er skaðleg. Misráðið var að leggja auðlindagjald á greinina. Aukin skattheimta dregur úr getu fyrirtækjanna til að fjárfesta í tækni, sem er þeim nauðsynleg til að skara fram úr, og það hamlar aftur framgangi þekkingarfyrirtækja, einkum þeirra sem hafa ekki enn burði til að sækja á erlenda markaði. Auk þess getur skattheimtan leitt til þess að sjávarútvegur missi stöðu sína sem hefur keðjuverkandi áhrif. Það var skynsamlegt af Þórdísi Kolbrúnu Gylfadóttur nýsköpunarráðherra að kalla eftir nýsköpunarstefnu fyrir Ísland. Mistakist okkur að byggja upp þekkingariðnað munu lífsgæði hér dragast aftur úr nágrönnum okkar og störfin verða einhæfari. Æskilegt er að reyna að byggja upp klasa tæknifyrirtækja í sjávarútvegi, eins og þekkist með hugbúnaðarfyrirtæki í Kísildalnum. Innan klasa verða fyrirtæki öflugri en ella í ljósi aukinnar samkeppni, ríkara samstarfs og jarðvegurinn fyrir reksturinn er frjórri. Það er meðal annars vegna heppilegra samstarfsfyrirtækja, fjölda starfsfólks með viðeigandi þekkingu og hið opinbera leitast við að styðja við starfsemina til dæmis með réttu námsframboði og skynsamlegri skattheimtu. Ísland þarf að byggja á sínum styrkleikum þegar kemur að uppbyggingu klasa. Rökrétt er að horfa til sjávarútvegs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Helgi Vífill Júlíusson Nýsköpun Sjávarútvegur Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Mikilvægt skref fyrir nýsköpunarstefnu Íslands, sem kynnt var á föstudag, væri að afnema auðlindagjald á sjávarútveg. Tæknifyrirtækjum hér á landi ætti að vera hægara um vik að ná fótfestu á þeim vettvangi vegna aðstæðna í atvinnulífinu. Tæknifyrirtæki í sjávarútvegi geta stigið sín fyrstu skref í að þjónusta öflugan heimamarkað. Því er ekki að heilsa í öðrum atvinnugreinum; í ferðaþjónustu eru of mörg lítil fyrirtæki og álfyrirtækin eru fá. Fyrir örþjóð á eyju sem er fjarri öðrum mörkuðum er dýrmætt að tæknifyrirtæki geti þróað tæki og tól fyrir sjávarútveg. Takist það er auðveldara að selja erlendis. Nú munu margir ærast. Íslenskur sjávarútvegur greiðir meira í opinber gjöld en gerist með öðrum þjóðum. Þeir sem tala fyrir auðlindagjaldi, helst ríkulegu, á sjávarútveg átta sig ekki á að þeir vega að íslenskum þekkingariðnaði og góðum störfum fyrir komandi kynslóðir. Það þarf nefnilega að átta sig á samhengi hlutanna. Kvótakerfið varð undirstaða hagvaxtar á Íslandi. Án þess væru lífsgæði hér mun minni. Það þarf að horfa á málið í stærra samhengi en ekki einblína sífellt á auknar skatttekjur og ríkidæmi einstakra kvótakónga sem hafa keypt nær allan sinn kvóta. Sú þröngsýni er skaðleg. Misráðið var að leggja auðlindagjald á greinina. Aukin skattheimta dregur úr getu fyrirtækjanna til að fjárfesta í tækni, sem er þeim nauðsynleg til að skara fram úr, og það hamlar aftur framgangi þekkingarfyrirtækja, einkum þeirra sem hafa ekki enn burði til að sækja á erlenda markaði. Auk þess getur skattheimtan leitt til þess að sjávarútvegur missi stöðu sína sem hefur keðjuverkandi áhrif. Það var skynsamlegt af Þórdísi Kolbrúnu Gylfadóttur nýsköpunarráðherra að kalla eftir nýsköpunarstefnu fyrir Ísland. Mistakist okkur að byggja upp þekkingariðnað munu lífsgæði hér dragast aftur úr nágrönnum okkar og störfin verða einhæfari. Æskilegt er að reyna að byggja upp klasa tæknifyrirtækja í sjávarútvegi, eins og þekkist með hugbúnaðarfyrirtæki í Kísildalnum. Innan klasa verða fyrirtæki öflugri en ella í ljósi aukinnar samkeppni, ríkara samstarfs og jarðvegurinn fyrir reksturinn er frjórri. Það er meðal annars vegna heppilegra samstarfsfyrirtækja, fjölda starfsfólks með viðeigandi þekkingu og hið opinbera leitast við að styðja við starfsemina til dæmis með réttu námsframboði og skynsamlegri skattheimtu. Ísland þarf að byggja á sínum styrkleikum þegar kemur að uppbyggingu klasa. Rökrétt er að horfa til sjávarútvegs.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun