Kúrdar segja Tyrki ráðast gegn óbreyttum borgurum Kjartan Kjartansson skrifar 9. október 2019 16:01 Reykur stígur upp eftir sprengikúlu tyrknesks stórskotaliðs nærri bænum Ras al-Ayn í norðaustur Sýrlandi í dag. AP/ANHA Loftárásir Tyrkja í norðanverðu Sýrlandi hafa meðal annars beinst að svæðum þar sem óbreyttir borgarar búa, að sögn Sýrlenska lýðræðishersins (SDF) sem hersveitir Kúrda leiða. Tyrkir hófu innrás sína í dag eftir að Bandaríkjastjórn sneri bakinu við bandamönnum sínum Kúrdum. Recep Erdogan, forseti Tyrklands, tilkynnti í dag að innrásin væri hafin. Tyrkir líta á hersveitir Kúrda sem anga af uppreisnarsamtökum Kúrda í Tyrklandi sem þeir og Bandaríkjastjórn telur hryðjuverkasamtök. Fjölmiðlar í Tyrklandi hafa haldið því fram að tyrknesk stórskotalið hafi skotið sprengikúlum á hersveitir Kúrda yfir landamærin inn í Sýrland.Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir SDF að sprengjur Tyrkja hafi lent á svæðum þar sem óbreyttir borgarar búa. Mustafa Bali, talsmaður SDF, segir að innrásin hafi valdið „mikilli skelfingu hjá fólki á svæðinu“. Herinn biður Bandaríkin og bandamenn þeirra í baráttunni gegn Ríki íslams um að koma á flugbanni til að koma í veg fyrir árásir á saklaust fólk.Að sögn Reuters-fréttastofunnar hafa þúsundir flúið frá bænum Ras al-Ayn í Hasaka-héraði sem SDF hefur haldið. SDF segir að tveir óbreyttir borgarar hafi fallið og tvær aðrir særst í loftárás Tyrkja þar. Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands, fordæmdi innrás Tyrkja í dag og krafðist þess að stjórnvöld í Ankara létu af hernaðaraðgerðum sem gætu valdið frekari mannúðarhörmungum og fólksflótta í Sýrlandi. Hætta væri á að Tyrkir yllu enn frekari óstöðugleika í heimshlutanum og styrktu Ríki íslams. Í svipaðan streng tók Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), á blaðamannafundi í Róm. Tyrkland er hluti af NATO. Forðast yrði að auka á óstöðugleikann í heimshlutanum. Tyrkir yrðu að sýna stillingu og að aðgerðir þeirra yrðu að vera í hlutfalli við tilefnið. Áður hafði Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hvatt Tyrki til að stöðva hernaðaraðgerðir sínar. Bresks og frönsk stjórnvöld ætla að óska eftir neyðarfundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til að ræða ástandið.Trump sakaður um að yfirgefa bandamann á skammarlegan hátt Innrás Tyrkja kemur eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti skyndilega á mánudag að hann ætlaði að draga lið bandaríska hersins frá norðanverðu Sýrlandi fyrir yfirvofandi aðgerðir Tyrklands. Bandaríkjaher hefur unnið náið með Kúrdum í baráttunni gegn Ríki íslams. Þúsundir Kúrda hafa fallið í átökum við hryðjuverkasamtökin og þeir reka jafnvel fangelsi þar sem þúsundum vígamanna Ríki íslams er haldið. Vestræn yfirvöld óttast hvað verði um þá fanga nú þegar Kúrdar verjast innrás Tyrkja. Trump hefur sætt harðri gagnrýni heima fyrir, meðal annars úr eigin flokki, vegna ákvörðunarinnar um að leyfa Tyrkjum í reynd að ráðast á bandamenn Bandaríkjanna. Forsetinn hefur síðan hótað því að rústa efnahag Tyrklands gangi innrásin of langt að hans mati. Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður repúblikana og einn helsti málsvari Trump, tísti í dag um að Bandaríkjaþing léti Erdogan finna til tevatnsins vegna innrásarinnar. „Biðjið fyrir kúrdískum bandamönnum okkar sem voru yfirgefnir á skammarlegan hátt af Trump-stjórninni. Þessi ákvörðun tryggir að Ríki íslams nái vopnum sínum aftur,“ tísti Graham.Pray for our Kurdish allies who have been shamelessly abandoned by the Trump Administration. This move ensures the reemergence of ISIS.— Lindsey Graham (@LindseyGrahamSC) October 9, 2019 Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Tyrkir reiðubúnir að halda inn í Sýrland „innan skamms“ Bandaríkjaher hefur kallað hersveitir sínar til baka frá norðurhluta Sýrlands. Talsmenn Kúrda hafa hótað "allsherjarstríði“ gangi áætlun Tyrklandshers eftir. 9. október 2019 11:03 Erdogan staðfestir að innrásin sé hafin Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hefur staðfest að innrás tyrkneska hersins í Sýrland sé hafin. 9. október 2019 13:25 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Sjá meira
Loftárásir Tyrkja í norðanverðu Sýrlandi hafa meðal annars beinst að svæðum þar sem óbreyttir borgarar búa, að sögn Sýrlenska lýðræðishersins (SDF) sem hersveitir Kúrda leiða. Tyrkir hófu innrás sína í dag eftir að Bandaríkjastjórn sneri bakinu við bandamönnum sínum Kúrdum. Recep Erdogan, forseti Tyrklands, tilkynnti í dag að innrásin væri hafin. Tyrkir líta á hersveitir Kúrda sem anga af uppreisnarsamtökum Kúrda í Tyrklandi sem þeir og Bandaríkjastjórn telur hryðjuverkasamtök. Fjölmiðlar í Tyrklandi hafa haldið því fram að tyrknesk stórskotalið hafi skotið sprengikúlum á hersveitir Kúrda yfir landamærin inn í Sýrland.Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir SDF að sprengjur Tyrkja hafi lent á svæðum þar sem óbreyttir borgarar búa. Mustafa Bali, talsmaður SDF, segir að innrásin hafi valdið „mikilli skelfingu hjá fólki á svæðinu“. Herinn biður Bandaríkin og bandamenn þeirra í baráttunni gegn Ríki íslams um að koma á flugbanni til að koma í veg fyrir árásir á saklaust fólk.Að sögn Reuters-fréttastofunnar hafa þúsundir flúið frá bænum Ras al-Ayn í Hasaka-héraði sem SDF hefur haldið. SDF segir að tveir óbreyttir borgarar hafi fallið og tvær aðrir særst í loftárás Tyrkja þar. Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands, fordæmdi innrás Tyrkja í dag og krafðist þess að stjórnvöld í Ankara létu af hernaðaraðgerðum sem gætu valdið frekari mannúðarhörmungum og fólksflótta í Sýrlandi. Hætta væri á að Tyrkir yllu enn frekari óstöðugleika í heimshlutanum og styrktu Ríki íslams. Í svipaðan streng tók Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), á blaðamannafundi í Róm. Tyrkland er hluti af NATO. Forðast yrði að auka á óstöðugleikann í heimshlutanum. Tyrkir yrðu að sýna stillingu og að aðgerðir þeirra yrðu að vera í hlutfalli við tilefnið. Áður hafði Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hvatt Tyrki til að stöðva hernaðaraðgerðir sínar. Bresks og frönsk stjórnvöld ætla að óska eftir neyðarfundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til að ræða ástandið.Trump sakaður um að yfirgefa bandamann á skammarlegan hátt Innrás Tyrkja kemur eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti skyndilega á mánudag að hann ætlaði að draga lið bandaríska hersins frá norðanverðu Sýrlandi fyrir yfirvofandi aðgerðir Tyrklands. Bandaríkjaher hefur unnið náið með Kúrdum í baráttunni gegn Ríki íslams. Þúsundir Kúrda hafa fallið í átökum við hryðjuverkasamtökin og þeir reka jafnvel fangelsi þar sem þúsundum vígamanna Ríki íslams er haldið. Vestræn yfirvöld óttast hvað verði um þá fanga nú þegar Kúrdar verjast innrás Tyrkja. Trump hefur sætt harðri gagnrýni heima fyrir, meðal annars úr eigin flokki, vegna ákvörðunarinnar um að leyfa Tyrkjum í reynd að ráðast á bandamenn Bandaríkjanna. Forsetinn hefur síðan hótað því að rústa efnahag Tyrklands gangi innrásin of langt að hans mati. Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður repúblikana og einn helsti málsvari Trump, tísti í dag um að Bandaríkjaþing léti Erdogan finna til tevatnsins vegna innrásarinnar. „Biðjið fyrir kúrdískum bandamönnum okkar sem voru yfirgefnir á skammarlegan hátt af Trump-stjórninni. Þessi ákvörðun tryggir að Ríki íslams nái vopnum sínum aftur,“ tísti Graham.Pray for our Kurdish allies who have been shamelessly abandoned by the Trump Administration. This move ensures the reemergence of ISIS.— Lindsey Graham (@LindseyGrahamSC) October 9, 2019
Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Tyrkir reiðubúnir að halda inn í Sýrland „innan skamms“ Bandaríkjaher hefur kallað hersveitir sínar til baka frá norðurhluta Sýrlands. Talsmenn Kúrda hafa hótað "allsherjarstríði“ gangi áætlun Tyrklandshers eftir. 9. október 2019 11:03 Erdogan staðfestir að innrásin sé hafin Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hefur staðfest að innrás tyrkneska hersins í Sýrland sé hafin. 9. október 2019 13:25 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Sjá meira
Tyrkir reiðubúnir að halda inn í Sýrland „innan skamms“ Bandaríkjaher hefur kallað hersveitir sínar til baka frá norðurhluta Sýrlands. Talsmenn Kúrda hafa hótað "allsherjarstríði“ gangi áætlun Tyrklandshers eftir. 9. október 2019 11:03
Erdogan staðfestir að innrásin sé hafin Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hefur staðfest að innrás tyrkneska hersins í Sýrland sé hafin. 9. október 2019 13:25