Magnúsi óvænt sagt upp eftir fjörutíu ára starf á Reykjalundi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. október 2019 17:01 Magnús Ólason, sem er sjötugur, fékk óvænta uppsögn í gær þegar nokkrar vikur eru í að hann láti af störfum sökum aldurs eftir hátt í fjörutíu ár í starfi. Fréttablaðið/Valli Sveinn Guðmundsson, formaður Sambands íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga (SÍBS), hefur sagt Magnúsi Ólasyni, framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi, upp störfum eftir 35 ára vinnu á endurhæfingarstöðinni. Uppsögnin kemur í kjölfarið af því að Birgi Gunnarssyni var sagt upp störfum í upphafi vikunnar. Reyndur starfsmaður sem fréttastofa hefur rætt við segir ástandið óbærilegt.Hringbraut greindi frá því í gærkvöldi að Birgi hefði verið sagt upp fyrirvaralaust eftir tólf ár í starfi forstjóra. SÍBS sendi frá sér tilkynningu í morgun vegna fregnanna þar sem ástæða þótti til að skýra starfslok Birgis, reyndar mjög takmarkað þar sem tekið var fram að starfslokasamkomulag við Birgi væri trúnaðarmál. Hann mætti ekki ræða það. „Ef hann gerir það þá rífur hann samkomulagið og þá dettur niður starslokasamningurinn hjá honum, ef hann kýs að gera það,“ sagði Sveinn í samtali við Hringbraut í gær. Birgir hefur verið forstjóri undanfarin tólf ár og hafa þeir Magnús náð vel saman. Reykjalundur er stærsta endurhæfingarstöð landsins með í kringum 1200 sjúklinga á ári. Magnúsi Ólason staðfesti uppsögn sína í samtali við Vísi á fimmta tímanum í dag. Hann vildi þó ekki tjá sig frekar um hana að svo stöddu. Samkvæmt heimildum Vísis stóð til að Magnús hætti störfum sökum aldurs á næstum vikum eða mánuðum. Stjórn SÍBS þótti tilefni til að segja honum upp störfum í dag. Reykjalundur hefur haft leigutekjur af húsnæðinu undanfarin ár sem nema um 30 milljónum króna á ári. Barátta hefur verið á milli SÍBS og Reykjalundar um hvernig skuli nýta þá peninga en Reykjalundur er heilbrigðisstofnun í eigu SÍBS. Mun Birgir hafa barist mjög fyrir því að að peningarnir yrðu allir nýttir í rekstur Reykjalundar en stjórn SÍBS viljað nýta þá öðruvísi. Heilbrigðismál Mosfellsbær Ólga á Reykjalundi Vistaskipti Tengdar fréttir Segja ekkert saknæmt hafa borið að við starfslok forstjórans Stjórn SÍBS hafnar því að nokkurt saknæmt hafi borið að af hálfu fyrrverandi forstjóra Reykjalundar, Birgis Gunnarssonar, í aðdraganda starfsloka hans þann 30. september síðastliðinn. 9. október 2019 08:15 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Sveinn Guðmundsson, formaður Sambands íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga (SÍBS), hefur sagt Magnúsi Ólasyni, framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi, upp störfum eftir 35 ára vinnu á endurhæfingarstöðinni. Uppsögnin kemur í kjölfarið af því að Birgi Gunnarssyni var sagt upp störfum í upphafi vikunnar. Reyndur starfsmaður sem fréttastofa hefur rætt við segir ástandið óbærilegt.Hringbraut greindi frá því í gærkvöldi að Birgi hefði verið sagt upp fyrirvaralaust eftir tólf ár í starfi forstjóra. SÍBS sendi frá sér tilkynningu í morgun vegna fregnanna þar sem ástæða þótti til að skýra starfslok Birgis, reyndar mjög takmarkað þar sem tekið var fram að starfslokasamkomulag við Birgi væri trúnaðarmál. Hann mætti ekki ræða það. „Ef hann gerir það þá rífur hann samkomulagið og þá dettur niður starslokasamningurinn hjá honum, ef hann kýs að gera það,“ sagði Sveinn í samtali við Hringbraut í gær. Birgir hefur verið forstjóri undanfarin tólf ár og hafa þeir Magnús náð vel saman. Reykjalundur er stærsta endurhæfingarstöð landsins með í kringum 1200 sjúklinga á ári. Magnúsi Ólason staðfesti uppsögn sína í samtali við Vísi á fimmta tímanum í dag. Hann vildi þó ekki tjá sig frekar um hana að svo stöddu. Samkvæmt heimildum Vísis stóð til að Magnús hætti störfum sökum aldurs á næstum vikum eða mánuðum. Stjórn SÍBS þótti tilefni til að segja honum upp störfum í dag. Reykjalundur hefur haft leigutekjur af húsnæðinu undanfarin ár sem nema um 30 milljónum króna á ári. Barátta hefur verið á milli SÍBS og Reykjalundar um hvernig skuli nýta þá peninga en Reykjalundur er heilbrigðisstofnun í eigu SÍBS. Mun Birgir hafa barist mjög fyrir því að að peningarnir yrðu allir nýttir í rekstur Reykjalundar en stjórn SÍBS viljað nýta þá öðruvísi.
Heilbrigðismál Mosfellsbær Ólga á Reykjalundi Vistaskipti Tengdar fréttir Segja ekkert saknæmt hafa borið að við starfslok forstjórans Stjórn SÍBS hafnar því að nokkurt saknæmt hafi borið að af hálfu fyrrverandi forstjóra Reykjalundar, Birgis Gunnarssonar, í aðdraganda starfsloka hans þann 30. september síðastliðinn. 9. október 2019 08:15 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Segja ekkert saknæmt hafa borið að við starfslok forstjórans Stjórn SÍBS hafnar því að nokkurt saknæmt hafi borið að af hálfu fyrrverandi forstjóra Reykjalundar, Birgis Gunnarssonar, í aðdraganda starfsloka hans þann 30. september síðastliðinn. 9. október 2019 08:15