Katrín segir engar afsakanir fyrir aðgerðaleysi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. september 2019 17:45 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á ráðstefnunni í dag. Mynd/utanríkisráðuneytið Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði að einungis þeim leiðtogum sem mæltu fyrir raunverulegum aðgerðum væri boðið á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir í loftslagsmálum í dag. Sextíu leiðtogar tóku til máls en leiðtogar á borð við Donald Trump Bandaríkjaforseta og Jair Bolsonaro, forseta Brasilíu, voru aftur á móti ekki á mælendaskrá. En áður en þjóðarleiðtogar tóku til máls sló Greta Thunberg tóninn og sagði stjórnmálamenn hafa brugðist. „Unga fólkið er orðið meðvitað um svik ykkar. Augu allra framtíðarkynslóða hvíla nú á ykkur. Ef þið veljið að bregðast okkur tel ég að við munum aldrei fyrirgefa ykkur,“ sagði Thunberg. Næstu klukkutímana steig fjöldi leiðtoga á svið og sagði frá áformum sínum. Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, sagði til að mynda frá vinnu að því að bændur geti sjálfir minnkað og dregið úr útblæstri sínum og Angela Merkel Þýskalandskanslari sagði Þjóðverja ætla að hætta að brenna kolum í síðasta lagi 2038.Aðgerðir þýði meira en orðin ein Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra talaði í sinni ræðu um að þótt það hafi verið bæði erfitt og dýrt fyrir Íslendinga að skipta alfarið yfir í endurnýjanlega orkugjafa fyrir rafmagn og hita hafi þær fjárfestingar reynst góðar fyrir hagkerfið og lífsgæðin. Hún sagðist sannfærð um að hið sama myndi koma í ljós þegar skipt hefur verið um orkugjafa fyrir samgöngur. „Nú eru engar afsakanir fyrir aðgerðaleysi. Við erum komin til New York til þess að heita frekari og betri aðgerðum. Látum þetta vera ráðstefnu aðgerða. Aðgerða sem þýða meira en orðin ein. Stöndum saman í voninni og tryggjum að aðgerðir okkar gegn loftslagsbreytingum leiði af sér réttlæti,“ sagði Katrín.Klippa: Ávarp Katrínar Jakobsdóttur á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Bandaríkin Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Thunberg lét þjóðarleiðtoga heyra það Sænski aðgerðasinninn hélt tilfinningaþrungna ræðu hjá Sameinuðu þjóðunum í dag þar sem hún skammaði þjóðarleiðtoga fyrir að velta ábyrgð á loftslagsvandanum á komandi kynslóðir. 23. september 2019 16:48 Leiðtogafundur um loftslagsmál á allsherjarþinginu í dag Leiðtogafundur um loftslagsmál fer fram í dag.á 74. allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem stendur nú yfir í New York. Fundurinn er vettvangur ríkja, einkageirans og borgaralegs samfélags til að kynna lausnir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og efla viðnám við loftslagsbreytingum og aðlögun. 23. september 2019 12:45 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Sjá meira
Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði að einungis þeim leiðtogum sem mæltu fyrir raunverulegum aðgerðum væri boðið á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir í loftslagsmálum í dag. Sextíu leiðtogar tóku til máls en leiðtogar á borð við Donald Trump Bandaríkjaforseta og Jair Bolsonaro, forseta Brasilíu, voru aftur á móti ekki á mælendaskrá. En áður en þjóðarleiðtogar tóku til máls sló Greta Thunberg tóninn og sagði stjórnmálamenn hafa brugðist. „Unga fólkið er orðið meðvitað um svik ykkar. Augu allra framtíðarkynslóða hvíla nú á ykkur. Ef þið veljið að bregðast okkur tel ég að við munum aldrei fyrirgefa ykkur,“ sagði Thunberg. Næstu klukkutímana steig fjöldi leiðtoga á svið og sagði frá áformum sínum. Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, sagði til að mynda frá vinnu að því að bændur geti sjálfir minnkað og dregið úr útblæstri sínum og Angela Merkel Þýskalandskanslari sagði Þjóðverja ætla að hætta að brenna kolum í síðasta lagi 2038.Aðgerðir þýði meira en orðin ein Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra talaði í sinni ræðu um að þótt það hafi verið bæði erfitt og dýrt fyrir Íslendinga að skipta alfarið yfir í endurnýjanlega orkugjafa fyrir rafmagn og hita hafi þær fjárfestingar reynst góðar fyrir hagkerfið og lífsgæðin. Hún sagðist sannfærð um að hið sama myndi koma í ljós þegar skipt hefur verið um orkugjafa fyrir samgöngur. „Nú eru engar afsakanir fyrir aðgerðaleysi. Við erum komin til New York til þess að heita frekari og betri aðgerðum. Látum þetta vera ráðstefnu aðgerða. Aðgerða sem þýða meira en orðin ein. Stöndum saman í voninni og tryggjum að aðgerðir okkar gegn loftslagsbreytingum leiði af sér réttlæti,“ sagði Katrín.Klippa: Ávarp Katrínar Jakobsdóttur á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna.
Bandaríkin Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Thunberg lét þjóðarleiðtoga heyra það Sænski aðgerðasinninn hélt tilfinningaþrungna ræðu hjá Sameinuðu þjóðunum í dag þar sem hún skammaði þjóðarleiðtoga fyrir að velta ábyrgð á loftslagsvandanum á komandi kynslóðir. 23. september 2019 16:48 Leiðtogafundur um loftslagsmál á allsherjarþinginu í dag Leiðtogafundur um loftslagsmál fer fram í dag.á 74. allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem stendur nú yfir í New York. Fundurinn er vettvangur ríkja, einkageirans og borgaralegs samfélags til að kynna lausnir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og efla viðnám við loftslagsbreytingum og aðlögun. 23. september 2019 12:45 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Sjá meira
Thunberg lét þjóðarleiðtoga heyra það Sænski aðgerðasinninn hélt tilfinningaþrungna ræðu hjá Sameinuðu þjóðunum í dag þar sem hún skammaði þjóðarleiðtoga fyrir að velta ábyrgð á loftslagsvandanum á komandi kynslóðir. 23. september 2019 16:48
Leiðtogafundur um loftslagsmál á allsherjarþinginu í dag Leiðtogafundur um loftslagsmál fer fram í dag.á 74. allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem stendur nú yfir í New York. Fundurinn er vettvangur ríkja, einkageirans og borgaralegs samfélags til að kynna lausnir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og efla viðnám við loftslagsbreytingum og aðlögun. 23. september 2019 12:45