Fimm dagar í september Sighvatur Arnmundsson skrifar 24. september 2019 07:00 Þjóðarleiðtogar heimsins eru nú staddir í New York þar sem allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna fer fram. Þeir munu í fimm daga funda um mikilvægustu málefni samtímans en í gær fór fram sérstakur loftslagsaðgerðafundur. Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, talaði með skýrum hætti í aðdraganda loftslagsfundarins. Hann vildi að leiðtogar heimsins kæmu fram með áþreifanlegar og raunhæfar aðgerðir til þess bregðast við loftslagsvandanum. Það er óhætt að taka undir kröfur Guterres um að leiðtogarnir fari að koma fram með aðgerðir í stað ræðuhalda. Auk þjóðarleiðtoga tóku stjórnendur nokkurra fyrirtækja og samtaka þátt í loftslagsfundinum. Aðkoma þeirra er gríðarlega mikilvæg enda verður vandinn ekki leystur af stjórnvöldum einum saman. Hér þarf atvinnulíf og almenningur líka að koma að borðinu og verða hluti af lausninni. Nýstofnaður samstarfsvettvangur um loftslagsmál og grænar lausnir hér á Íslandi vekur vonir um að það verði raunin. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði í ávarpi sínu í New York í gær áherslu á vonina. Vissulega væru áskoranirnar stórar en lausnir væru til staðar. Raunar var tónninn á fundinum jákvæður og ljóst að vilji til breytinga er fyrir hendi í orði, hvað svo sem raunverulegum aðgerðum líður. Það er hins vegar áhyggjuefni að fulltrúar stórra kolanotenda á borð við Japan og Ástralíu tóku ekki þátt. Þá er Donald Trump Bandaríkjaforseti á allsherjarþinginu en ákvað að taka ekki þátt í loftslagsfundinum. Á Íslandi og í Sviss hafa jöklar verið kvaddir og hinum megin á hnettinum er framtíð eyríkja í Kyrrahafi í hættu. Hilda Heine, forseti Marshall-eyja, var meðal þeirra sem tóku til máls. Hún hvatti þjóðir heims til að standa við Parísarsamkomulagið, ef það tækist ekki væri um stærsta klúður mannkynssögunnar að ræða. Það er mikið í húfi en vísindamenn telja að það stefni í að eyjarnar verði óbyggilegar innan fárra áratuga vegna hækkandi yfirborðs sjávar. Í vikunni munu leiðtogarnir einnig fjalla um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem sett voru árið 2015. Þar voru sett fram 17 markmið um sjálfbæra þróun og velsæld í heiminum. Það er ekki síður mikilvæg umræða enda um margt tengd loftslagsmálunum. Þessir fimm dagar í septembermánuði geta, ef vel tekst til, skipt sköpum til framtíðar. Það er enn ekki of seint að breyta heiminum en árangurinn mun velta á því sem leiðtogarnir gera þegar heim er komið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Sighvatur Arnmundsson Umhverfismál Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Þjóðarleiðtogar heimsins eru nú staddir í New York þar sem allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna fer fram. Þeir munu í fimm daga funda um mikilvægustu málefni samtímans en í gær fór fram sérstakur loftslagsaðgerðafundur. Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, talaði með skýrum hætti í aðdraganda loftslagsfundarins. Hann vildi að leiðtogar heimsins kæmu fram með áþreifanlegar og raunhæfar aðgerðir til þess bregðast við loftslagsvandanum. Það er óhætt að taka undir kröfur Guterres um að leiðtogarnir fari að koma fram með aðgerðir í stað ræðuhalda. Auk þjóðarleiðtoga tóku stjórnendur nokkurra fyrirtækja og samtaka þátt í loftslagsfundinum. Aðkoma þeirra er gríðarlega mikilvæg enda verður vandinn ekki leystur af stjórnvöldum einum saman. Hér þarf atvinnulíf og almenningur líka að koma að borðinu og verða hluti af lausninni. Nýstofnaður samstarfsvettvangur um loftslagsmál og grænar lausnir hér á Íslandi vekur vonir um að það verði raunin. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði í ávarpi sínu í New York í gær áherslu á vonina. Vissulega væru áskoranirnar stórar en lausnir væru til staðar. Raunar var tónninn á fundinum jákvæður og ljóst að vilji til breytinga er fyrir hendi í orði, hvað svo sem raunverulegum aðgerðum líður. Það er hins vegar áhyggjuefni að fulltrúar stórra kolanotenda á borð við Japan og Ástralíu tóku ekki þátt. Þá er Donald Trump Bandaríkjaforseti á allsherjarþinginu en ákvað að taka ekki þátt í loftslagsfundinum. Á Íslandi og í Sviss hafa jöklar verið kvaddir og hinum megin á hnettinum er framtíð eyríkja í Kyrrahafi í hættu. Hilda Heine, forseti Marshall-eyja, var meðal þeirra sem tóku til máls. Hún hvatti þjóðir heims til að standa við Parísarsamkomulagið, ef það tækist ekki væri um stærsta klúður mannkynssögunnar að ræða. Það er mikið í húfi en vísindamenn telja að það stefni í að eyjarnar verði óbyggilegar innan fárra áratuga vegna hækkandi yfirborðs sjávar. Í vikunni munu leiðtogarnir einnig fjalla um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem sett voru árið 2015. Þar voru sett fram 17 markmið um sjálfbæra þróun og velsæld í heiminum. Það er ekki síður mikilvæg umræða enda um margt tengd loftslagsmálunum. Þessir fimm dagar í septembermánuði geta, ef vel tekst til, skipt sköpum til framtíðar. Það er enn ekki of seint að breyta heiminum en árangurinn mun velta á því sem leiðtogarnir gera þegar heim er komið.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun