Vill vita af hverju ríkislögreglustjóri var ekki áminntur vegna bréfasendinga til fjölmiðlamanna Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. september 2019 17:26 Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir því að dómsmálaráðherra útskýri hvers vegna Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, hafi ekki verið áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra vegna máls sem varðaði hann sjálfan. Kvartandi í málinu segir að ekki sé hægt að búa við að embættismenn brjóti á borgurunum án eftirmála. Líkt og fréttastofa greindi frá í sumar komst dómsmálaráðuneytið að þeirri niðurstöðu í byrjun sumars að framganga Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra, hefði verið ámælisverð þegar hann sendi fjölmiðlamönnunum Birni Jóni Bragasyni og Sigurði Kolbeinssyni bréf til að andmæla umfjöllun þeirra um efnahagsbrotadeild embættisins í bókinni Gjaldeyriseftirlitið - vald án eftirlits? og sjónvarpsþætti og sama efni.Bréfin voru rituð á bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra og undirrituð af Haraldi og tveimur fyrrverandi starfsmönnum embættisins. Þar eru þeir sakaðir um að bera ábyrgð á „ólögmætri meingerð" gagnvart þeim sem umfjöllunin beindist gegn. Sigurður K. Kolbeinsson þáttastjórnandi hjá Hringbraut t.v. og Björn Jón Bragason sagnfræðingur og lögfræðingur kvörtuðu til umboðsmanns Alþingis vegna bréfanna frá embætti ríkislögreglustjóra.Tilgangur bréfanna hafi varðað persónulega hagsmuni Haraldar Í bréfi dómsmálaráðuneytisins segir að tilgangur bréfanna hafi verið að vernda persónulega hagsmuni Haraldar en ekki hagsmuni embættisins, þrátt fyrir að bréfin hafi verið rituð á bréfsefni embættisins. Björn Jón og Sigurður kvörtuðu til umboðsmanns Alþingis vegna bréfanna sem þeir álíta að hafi falið í sér hótanir þeirra garð. Umboðsmaður sendi dómsmálaráðuneytinu bréf sem hóf athugun á málinu. Í fyrradag sendi Umboðsmaður Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, bréf vegna málsins þar sem segir að Björn Jón og Sigurður telji niðurstöðu ráðuneytisins ekki fullnægjandi. Framkoma ríkislögreglustjóra kalli á áminningu. Í bréfinu óskar umboðsmaður eftir því að ráðuneytið geri grein fyrir því að hvaða marki og hvers vegna það telji að sú háttsemi ríkislögreglustjóra falli ekki undir þau tilvik sem samkvæmt lögum séu tilefni til ámininngar.Tryggvi Gunnarsson Umboðsmaður Alþingis.Vísir/VilhelmBjörn Jón segir að það verði að hafa einhver eftirmál þegar embættismenn fari fram með þessum hætti. „Þessar tilefnislausu hótanir RLS í minn garð eru auðvitað bara freklegt inngrip í mitt einkaíf og brot á friðhelgi þess og þetta var auðvitað bara tilraun til þöggunar,“ segir Björn Jón. Ráðuneytið hefði átt að áminna hann. „Umboðsmaður er að ganga eftir því við ráðuneytið að það grípi til frekari aðgerða og það verður að hafa eftirmál þegar embættismenn fara fram með þessum hætti,“ segir Björn Jón. „Við getum bara ekki búið við það í réttarríki að embættismenn geti brotið á borgurum án þess að það hafi einhver eftirmál.“ Áslaug Arna segir í samtali við fréttastofu að bréfið hafi borist og sé til skoðunar. Fjölmiðlar Lögreglan Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Notaði embætti ríkislögreglustjóra til að kvarta undan bók og sjónvarpsþætti Haraldur Johannessen notaði bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra til að koma athugasemdum á framfæri við höfund bókar um Gjaldeyriseftirlit Seðlabankans og umsjónarmann sjónvarpsþáttar um sama efni. 4. júní 2019 18:30 Telur afgreiðslu ráðuneytis vegna framgöngu ríkislögreglustjóra ófullnægjandi Björn Jón Bragason telur að afgreiðsla dómsmálaráðuneytisins, vegna samskipta sem hann upplifir sem hótanir Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra í sinn garð, sé algjörlega ófullnægjandi. Þetta kemur fram í bréfi Björns Jóns til umboðsmanns Alþingis. Hann telur að ráðuneytið hafi átt að áminna Harald. 19. júní 2019 18:30 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir því að dómsmálaráðherra útskýri hvers vegna Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, hafi ekki verið áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra vegna máls sem varðaði hann sjálfan. Kvartandi í málinu segir að ekki sé hægt að búa við að embættismenn brjóti á borgurunum án eftirmála. Líkt og fréttastofa greindi frá í sumar komst dómsmálaráðuneytið að þeirri niðurstöðu í byrjun sumars að framganga Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra, hefði verið ámælisverð þegar hann sendi fjölmiðlamönnunum Birni Jóni Bragasyni og Sigurði Kolbeinssyni bréf til að andmæla umfjöllun þeirra um efnahagsbrotadeild embættisins í bókinni Gjaldeyriseftirlitið - vald án eftirlits? og sjónvarpsþætti og sama efni.Bréfin voru rituð á bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra og undirrituð af Haraldi og tveimur fyrrverandi starfsmönnum embættisins. Þar eru þeir sakaðir um að bera ábyrgð á „ólögmætri meingerð" gagnvart þeim sem umfjöllunin beindist gegn. Sigurður K. Kolbeinsson þáttastjórnandi hjá Hringbraut t.v. og Björn Jón Bragason sagnfræðingur og lögfræðingur kvörtuðu til umboðsmanns Alþingis vegna bréfanna frá embætti ríkislögreglustjóra.Tilgangur bréfanna hafi varðað persónulega hagsmuni Haraldar Í bréfi dómsmálaráðuneytisins segir að tilgangur bréfanna hafi verið að vernda persónulega hagsmuni Haraldar en ekki hagsmuni embættisins, þrátt fyrir að bréfin hafi verið rituð á bréfsefni embættisins. Björn Jón og Sigurður kvörtuðu til umboðsmanns Alþingis vegna bréfanna sem þeir álíta að hafi falið í sér hótanir þeirra garð. Umboðsmaður sendi dómsmálaráðuneytinu bréf sem hóf athugun á málinu. Í fyrradag sendi Umboðsmaður Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, bréf vegna málsins þar sem segir að Björn Jón og Sigurður telji niðurstöðu ráðuneytisins ekki fullnægjandi. Framkoma ríkislögreglustjóra kalli á áminningu. Í bréfinu óskar umboðsmaður eftir því að ráðuneytið geri grein fyrir því að hvaða marki og hvers vegna það telji að sú háttsemi ríkislögreglustjóra falli ekki undir þau tilvik sem samkvæmt lögum séu tilefni til ámininngar.Tryggvi Gunnarsson Umboðsmaður Alþingis.Vísir/VilhelmBjörn Jón segir að það verði að hafa einhver eftirmál þegar embættismenn fari fram með þessum hætti. „Þessar tilefnislausu hótanir RLS í minn garð eru auðvitað bara freklegt inngrip í mitt einkaíf og brot á friðhelgi þess og þetta var auðvitað bara tilraun til þöggunar,“ segir Björn Jón. Ráðuneytið hefði átt að áminna hann. „Umboðsmaður er að ganga eftir því við ráðuneytið að það grípi til frekari aðgerða og það verður að hafa eftirmál þegar embættismenn fara fram með þessum hætti,“ segir Björn Jón. „Við getum bara ekki búið við það í réttarríki að embættismenn geti brotið á borgurum án þess að það hafi einhver eftirmál.“ Áslaug Arna segir í samtali við fréttastofu að bréfið hafi borist og sé til skoðunar.
Fjölmiðlar Lögreglan Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Notaði embætti ríkislögreglustjóra til að kvarta undan bók og sjónvarpsþætti Haraldur Johannessen notaði bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra til að koma athugasemdum á framfæri við höfund bókar um Gjaldeyriseftirlit Seðlabankans og umsjónarmann sjónvarpsþáttar um sama efni. 4. júní 2019 18:30 Telur afgreiðslu ráðuneytis vegna framgöngu ríkislögreglustjóra ófullnægjandi Björn Jón Bragason telur að afgreiðsla dómsmálaráðuneytisins, vegna samskipta sem hann upplifir sem hótanir Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra í sinn garð, sé algjörlega ófullnægjandi. Þetta kemur fram í bréfi Björns Jóns til umboðsmanns Alþingis. Hann telur að ráðuneytið hafi átt að áminna Harald. 19. júní 2019 18:30 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Sjá meira
Notaði embætti ríkislögreglustjóra til að kvarta undan bók og sjónvarpsþætti Haraldur Johannessen notaði bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra til að koma athugasemdum á framfæri við höfund bókar um Gjaldeyriseftirlit Seðlabankans og umsjónarmann sjónvarpsþáttar um sama efni. 4. júní 2019 18:30
Telur afgreiðslu ráðuneytis vegna framgöngu ríkislögreglustjóra ófullnægjandi Björn Jón Bragason telur að afgreiðsla dómsmálaráðuneytisins, vegna samskipta sem hann upplifir sem hótanir Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra í sinn garð, sé algjörlega ófullnægjandi. Þetta kemur fram í bréfi Björns Jóns til umboðsmanns Alþingis. Hann telur að ráðuneytið hafi átt að áminna Harald. 19. júní 2019 18:30