Af kolefnisfótspori sauðfjárræktar á Íslandi Þórólfur Matthíasson skrifar 26. september 2019 07:00 Sumarið 2019 brá svo við að stórar verslanakeðjur gátu ekki boðið viðskiptavinum sínum lambakjöt á grillið svo vikum skipti. Kjötheildsalar sá þann leik einan í stöðunni að flytja inn nokkuð magn ný-sjálensks lambakjöts. Að því tilefni skrifaði fyrrverandi landbúnaðarráðherra harðorða grein í Fréttablaðið þann 29. ágúst 2019 þar sem umhverfisráðherra er beðinn að reikna út kolefnisfótspor þess að flytja 100 tonn af lambakjöti frá Nýja-Sjálandi til Íslands. Umhverfisráðuneytið hefur ekki birt slíka reikninga enn sem komið er. Ég vil því reyna að aðstoða ráðherrann fyrrverandi við að finna lausn á reikningsdæminu. Árið 2017 fengu Landssamtök sauðfjárbænda ráðgjafarfyrirtækið Environice til að meta kolefnisfótspor ræktunar sauðfjárbúa á Íslandi. Niðurstaða þeirrar úttektar eru að ræktun „frá vöggu að brúsapalli“ losi 28,6 kg CO2-ígilda á hvert kíló lambakjöts. Flutningur innanlands og frekari vinnsla hækkar síðan þessa tölu. Samanburðarhæfar tölur um losun á ný-sjálenskum búum benda til að losun þar sé um 19 kg CO2-ígilda á hvert kg. Aðrar heimildir benda til CO2-ígildalosun flutnings frá Nýja-Sjálandi til Evrópu svari til 4 kg á hvert lambakjötskíló. Heildarkolefnislosun ný-sjálensku tonnanna 100 sem ráðherrann fyrrverandi spyr um er því sem nemur 2.300 tonnum af CO2-ígildum. Framleiðsla 100 tonna af íslensku lambakjöti losar til samanburðar 2.860 tonn af CO2-ígildum. Með því að minnka íslenska framleiðslu á lambakjöti um 100 tonn og flytja kjötið þess í stað beint frá Nýja-Sjálandi má draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem svarar 560 tonnum af CO2-ígildum! Sé þessi reiknilopi teygður áfram má geta þess að Ísland framleiðir 9.000 tonn af lambakjöti árlega. Innanlandsneyslan er hins vegar um 6.000 tonn. Það er því einfalt reikningsdæmi að væri alfarið hætt að framleiða íslenskt lambakjöt og kjötið þess í stað flutt inn frá Nýja-Sjálandi myndi myndast jákvæð inneign í CO2-búskap heimsins sem svarar tæpum 120 þúsund tonnum af CO2-ígildum! Það jafngildir um fimmtungi allrar losunar frá landbúnaði árið 2017! Það hefur lengi verið kappsmál forsvarsmanna í íslenskum landbúnaði að finna fleiri markaði fyrir íslenkst lambakjöt. Þannig fagna Landssamtök sauðfjárbænda sérstaklega undirritun viðskiptasamnings við Kína 7. september 2018 með þeirri fullyrðingu að með samningnum sé mikilvægri hindrun fyrir flutningi lambakjöts til Kína verið rutt úr vegi. Grillkjötsskort sumarsins má reyndar skýra með miklum útflutningi lambahryggja til Japan og Víetnam (sjá grein Andrésar Magnússonar í Fréttablaðinu 29. ágúst 2019). Spurning landbúnaðarráðherrans um kolefnisfótspor innflutts (og þar með útflutts) lambakjöts setur þessar útflutningsáherslur forsvarsmanna landbúnaðarins í nýtt og fremur óhagstætt ljós. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Loftslagsmál Þórólfur Matthíasson Mest lesið Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Opið bréf til Loga Einarssonar Jón Ingi Bergsteinsson Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson Skoðun Villuljós í varnarstarfi Gunnar Pálsson Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen skrifar Skoðun Villuljós í varnarstarfi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Opið bréf til Loga Einarssonar Jón Ingi Bergsteinsson skrifar Skoðun Hagsmunir stúdenta eru hagsmunir háskóla Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar Skoðun Óviðunandi viðhaldsleysi á vegum Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Aðlögun – að laga sig að lífinu Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands þarfnast afburðaleiðtoga Snorri Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar lífið snýst á hvolf Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak skrifar Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Sumarið 2019 brá svo við að stórar verslanakeðjur gátu ekki boðið viðskiptavinum sínum lambakjöt á grillið svo vikum skipti. Kjötheildsalar sá þann leik einan í stöðunni að flytja inn nokkuð magn ný-sjálensks lambakjöts. Að því tilefni skrifaði fyrrverandi landbúnaðarráðherra harðorða grein í Fréttablaðið þann 29. ágúst 2019 þar sem umhverfisráðherra er beðinn að reikna út kolefnisfótspor þess að flytja 100 tonn af lambakjöti frá Nýja-Sjálandi til Íslands. Umhverfisráðuneytið hefur ekki birt slíka reikninga enn sem komið er. Ég vil því reyna að aðstoða ráðherrann fyrrverandi við að finna lausn á reikningsdæminu. Árið 2017 fengu Landssamtök sauðfjárbænda ráðgjafarfyrirtækið Environice til að meta kolefnisfótspor ræktunar sauðfjárbúa á Íslandi. Niðurstaða þeirrar úttektar eru að ræktun „frá vöggu að brúsapalli“ losi 28,6 kg CO2-ígilda á hvert kíló lambakjöts. Flutningur innanlands og frekari vinnsla hækkar síðan þessa tölu. Samanburðarhæfar tölur um losun á ný-sjálenskum búum benda til að losun þar sé um 19 kg CO2-ígilda á hvert kg. Aðrar heimildir benda til CO2-ígildalosun flutnings frá Nýja-Sjálandi til Evrópu svari til 4 kg á hvert lambakjötskíló. Heildarkolefnislosun ný-sjálensku tonnanna 100 sem ráðherrann fyrrverandi spyr um er því sem nemur 2.300 tonnum af CO2-ígildum. Framleiðsla 100 tonna af íslensku lambakjöti losar til samanburðar 2.860 tonn af CO2-ígildum. Með því að minnka íslenska framleiðslu á lambakjöti um 100 tonn og flytja kjötið þess í stað beint frá Nýja-Sjálandi má draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem svarar 560 tonnum af CO2-ígildum! Sé þessi reiknilopi teygður áfram má geta þess að Ísland framleiðir 9.000 tonn af lambakjöti árlega. Innanlandsneyslan er hins vegar um 6.000 tonn. Það er því einfalt reikningsdæmi að væri alfarið hætt að framleiða íslenskt lambakjöt og kjötið þess í stað flutt inn frá Nýja-Sjálandi myndi myndast jákvæð inneign í CO2-búskap heimsins sem svarar tæpum 120 þúsund tonnum af CO2-ígildum! Það jafngildir um fimmtungi allrar losunar frá landbúnaði árið 2017! Það hefur lengi verið kappsmál forsvarsmanna í íslenskum landbúnaði að finna fleiri markaði fyrir íslenkst lambakjöt. Þannig fagna Landssamtök sauðfjárbænda sérstaklega undirritun viðskiptasamnings við Kína 7. september 2018 með þeirri fullyrðingu að með samningnum sé mikilvægri hindrun fyrir flutningi lambakjöts til Kína verið rutt úr vegi. Grillkjötsskort sumarsins má reyndar skýra með miklum útflutningi lambahryggja til Japan og Víetnam (sjá grein Andrésar Magnússonar í Fréttablaðinu 29. ágúst 2019). Spurning landbúnaðarráðherrans um kolefnisfótspor innflutts (og þar með útflutts) lambakjöts setur þessar útflutningsáherslur forsvarsmanna landbúnaðarins í nýtt og fremur óhagstætt ljós.
Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen skrifar
Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar
Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson Skoðun