Skattahækkun á mannamáli Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 26. september 2019 07:15 Undanfarið hefur eitthvað borið á því að staðhæft sé að veiðigjald í sjávarútvegi hafi verið lækkað með breytingum sem gerðar voru á lögum um veiðigjald í lok síðasta árs. Engin rök hafa því miður fylgt þessari staðhæfingu, en ef til vill má finna fólk sem telur betra að veifa röngu tré en öngu. Hér verður leitast við að leiða fram hið rétta í málinu. Veiðigjald í sjávarútvegi var hækkað með nýjum lögum sem tóku gildi í lok síðasta árs. Fjárhæð gjaldsins fer eftir afkomu fiskveiða hverju sinni; ef afkoman er léleg lækkar gjaldið en ef afkoman er góð hækkar það. Kíkjum nánar á þetta.Veiðigjald er 33% af hagnaði Veiðigjald er, og hefur verið, tengt afkomu greinarinnar. Til samanburðar má nefna, að ef launamaður lækkar í launum lækka tekjuskattsgreiðslur hans að sama skapi. Samt sem áður er rangt að halda því fram að hann hafi notið skattalækkunar ef skattprósentan er sú sama og áður. Skatthlutfall veiðigjalds var 33% og verður áfram 33%. Hagnaður fiskveiða fyrir skatt var 33,2 milljarðar króna árið 2016 en lækkaði í 6,9 milljarða árið 2017. Lækkunin nemur 79% og af þeim sökum verður heildarfjárhæð gjaldsins eðli máls samkvæmt lægri. Svo einfalt er það.Skattahækkun með breyttum lögum Veiðigjald var hækkað með breyttum lögum síðastliðinn vetur. Tvær ástæður skýra það að mestu. Í fyrsta lagi er veiðigjaldið sjálft ekki lengur frádráttarbært frá gjaldstofni. Þar sem veiðigjaldið hefur verið 33% af hagnaði fyrir skatt hækkar þessi breyting gjaldstofninn til muna. Þannig verður veiðigjaldið mun hærra hlutfall af afkomu en verið hefur, þrátt fyrir að prósentan sé óbreytt. Skattstofninn er sem sagt stækkaður. Í öðru lagi er bætt 10% álagi ofan á tekjur af uppsjávarveiðum. Kostnaðarliðir haldast óbreyttir. Þetta leiðir til þess að sú staða gæti jafnvel komið upp að greiða þyrfti veiðigjald af uppsjávarveiðum þó að þær væru reknar með tapi, eins fráleitt og það er.Hvernig hefði veiðigjald orðið? Áætlað er að veiðigjald muni nema um sjö milljörðum króna á árinu. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir að gjaldið nemi einnig um sjö milljörðum á næsta ári. Ef eldri lög um veiðigjald hefðu haldið gildi í stað þeirra breytinga sem urðu síðastliðinn vetur, hefði veiðigjaldið orðið tveir og hálfur milljarður króna á yfirstandandi fiskveiðiári. Veiðigjald er því áætlað tæplega þrisvar sinnum hærra en það hefði orðið samkvæmt eldri lögum. Allt tal um að veiðigjald hafi verið lækkað vegna þeirra breytinga sem gerðar voru á lögum, er því augljóslega rangt.Arðgreiðslur í sjávarútvegi lægri Þessu til viðbótar má nefna að arðgreiðslur í sjávarútvegi námu 27% af hagnaði á árunum 2010-2017. Arðgreiðslur í viðskiptahagkerfinu, án sjávarútvegs, námu 40% fyrir sama tímabil. Arðgreiðslur í sjávarútvegi eru því hlutfallslega umtalsvert lægri en í viðskiptahagkerfinu í heild sinni. Þetta vill oft gleymast í umræðunni, því miður. Af því sem hér hefur verið ritað má sjá, að gjöld á sjávarútveg hafa ekki verið lækkuð, heldur hækkuð og að arðgreiðslur í sjávarútvegi eru lægri en almennt gerist í viðskiptahagkerfinu. Þó allt sé í heimi hverfult, þá verður sannleikurinn vonandi alltaf sagna bestur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heiðrún Lind Marteinsdóttir Sjávarútvegur Mest lesið Halldór 04.01.2025 Halldór Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Skoðun Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur eitthvað borið á því að staðhæft sé að veiðigjald í sjávarútvegi hafi verið lækkað með breytingum sem gerðar voru á lögum um veiðigjald í lok síðasta árs. Engin rök hafa því miður fylgt þessari staðhæfingu, en ef til vill má finna fólk sem telur betra að veifa röngu tré en öngu. Hér verður leitast við að leiða fram hið rétta í málinu. Veiðigjald í sjávarútvegi var hækkað með nýjum lögum sem tóku gildi í lok síðasta árs. Fjárhæð gjaldsins fer eftir afkomu fiskveiða hverju sinni; ef afkoman er léleg lækkar gjaldið en ef afkoman er góð hækkar það. Kíkjum nánar á þetta.Veiðigjald er 33% af hagnaði Veiðigjald er, og hefur verið, tengt afkomu greinarinnar. Til samanburðar má nefna, að ef launamaður lækkar í launum lækka tekjuskattsgreiðslur hans að sama skapi. Samt sem áður er rangt að halda því fram að hann hafi notið skattalækkunar ef skattprósentan er sú sama og áður. Skatthlutfall veiðigjalds var 33% og verður áfram 33%. Hagnaður fiskveiða fyrir skatt var 33,2 milljarðar króna árið 2016 en lækkaði í 6,9 milljarða árið 2017. Lækkunin nemur 79% og af þeim sökum verður heildarfjárhæð gjaldsins eðli máls samkvæmt lægri. Svo einfalt er það.Skattahækkun með breyttum lögum Veiðigjald var hækkað með breyttum lögum síðastliðinn vetur. Tvær ástæður skýra það að mestu. Í fyrsta lagi er veiðigjaldið sjálft ekki lengur frádráttarbært frá gjaldstofni. Þar sem veiðigjaldið hefur verið 33% af hagnaði fyrir skatt hækkar þessi breyting gjaldstofninn til muna. Þannig verður veiðigjaldið mun hærra hlutfall af afkomu en verið hefur, þrátt fyrir að prósentan sé óbreytt. Skattstofninn er sem sagt stækkaður. Í öðru lagi er bætt 10% álagi ofan á tekjur af uppsjávarveiðum. Kostnaðarliðir haldast óbreyttir. Þetta leiðir til þess að sú staða gæti jafnvel komið upp að greiða þyrfti veiðigjald af uppsjávarveiðum þó að þær væru reknar með tapi, eins fráleitt og það er.Hvernig hefði veiðigjald orðið? Áætlað er að veiðigjald muni nema um sjö milljörðum króna á árinu. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir að gjaldið nemi einnig um sjö milljörðum á næsta ári. Ef eldri lög um veiðigjald hefðu haldið gildi í stað þeirra breytinga sem urðu síðastliðinn vetur, hefði veiðigjaldið orðið tveir og hálfur milljarður króna á yfirstandandi fiskveiðiári. Veiðigjald er því áætlað tæplega þrisvar sinnum hærra en það hefði orðið samkvæmt eldri lögum. Allt tal um að veiðigjald hafi verið lækkað vegna þeirra breytinga sem gerðar voru á lögum, er því augljóslega rangt.Arðgreiðslur í sjávarútvegi lægri Þessu til viðbótar má nefna að arðgreiðslur í sjávarútvegi námu 27% af hagnaði á árunum 2010-2017. Arðgreiðslur í viðskiptahagkerfinu, án sjávarútvegs, námu 40% fyrir sama tímabil. Arðgreiðslur í sjávarútvegi eru því hlutfallslega umtalsvert lægri en í viðskiptahagkerfinu í heild sinni. Þetta vill oft gleymast í umræðunni, því miður. Af því sem hér hefur verið ritað má sjá, að gjöld á sjávarútveg hafa ekki verið lækkuð, heldur hækkuð og að arðgreiðslur í sjávarútvegi eru lægri en almennt gerist í viðskiptahagkerfinu. Þó allt sé í heimi hverfult, þá verður sannleikurinn vonandi alltaf sagna bestur.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens Skoðun
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens Skoðun