Til fjölmiðla og upplýsingafulltrúa borgarinnar Kolbrún Baldursdóttir skrifar 26. september 2019 10:45 Í borginni starfa upplýsingafulltrúar sem eru í raun upplýsingafulltrúar meirihlutans. Eftir fundi senda þeir frá sér tilkynningar sem gjarnan slá ryki í augu fólks. Sagt er að borgarstjórn samþykkti eða borgarráð samþykkti o.s.frv. eins og allir sem einn hafi samþykkt eitthvað mál. Í krafti eins manns meirihluta þá eru mál samþykkt og þrátt fyrir mikla andstöðu hinna flokkana. Í borgarstjórn hafa allir flokkar atkvæðarétt. Þegar mál er samþykkt með 12 atkvæðum meirihlutans en gegn 11 atkvæðum minnihlutans birtist engu að síður fréttatilkynning frá upplýsingafulltrúum meirihlutans sem segir „borgarstjórn samþykkti“. Þessu þarf að breyta. Mjög oft er komið að máli við mig og ég spurð af hverju ég hafi samþykkt hin ýmsu mál meirihlutans. Þá fellur það í minn hlut að útskýra að ég hafi verið málunum andvíg eða setið hjá. Sú tilhögun að tilkynna að „borgarstjórn eða borgarráð samþykkti“ gefur almenningi ranga hugmynd um afstöðu borgarfulltrúa. Flokkur fólksins lagði fram tillögu fyrr á árinu um að upplýsingafulltrúi borgarinnar tiltaki í tilkynningu sinni til fjölmiðla hvaða flokkar standi að baki þeim málum sem samþykkt eru í borgarráði og borgarstjórn. Hún hljóðaði svona:Lagt er til að upplýsingafulltrúi borgarinnar tiltaki í tilkynningu sinni til fjölmiðla hvaða flokkar standi að baki þeim málum sem samþykkt eru í borgarráði og borgarstjórn. Markmiðið er að upplýsa almenning um afstöðu einstakra flokka til málsins/málanna. Ávinningurinn af þessu gæti verið að stuðla að upplýstri stjórnmálaumræðu í samfélaginu þar sem þá sést hvaða flokkar styðja mismunandi mál og varpar jafnframt ljósi á stefnu og afstöðu flokka í viðkomandi málum. Það hlýtur að vera gott fyrir lýðræðislega umræðu að vitað sé hverjir stóðu að baki einstaka málum. Við þessari tillögu hefur ekki verið brugðist og enn eru sendar út fréttatilkynningar á borð við „borgarstjórn samþykkti“ og enn eru borgarfulltrúar sem ekki eru með atkvæðarétt spurðir „samþykktir þú þetta virkilega?“ Það ætti ekki að flækja störf upplýsingafulltrúa borgarinnar um of að segja í staðinn að meirihluti borgarstjórnar hafi samþykkt tiltekin mál gegn atkvæðum fulltrúa nánar tiltekinna flokka.Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Kolbrún Baldursdóttir Tengdar fréttir Almannatengsl í þágu þjóðar Ber er hver að baki nema sér almannatengil eigi. Þannig er að minnsta kosti tíðarandinn í íslensku stjórnkerfi. 25. september 2019 07:00 Mest lesið Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks Skoðun Skoðun Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Í borginni starfa upplýsingafulltrúar sem eru í raun upplýsingafulltrúar meirihlutans. Eftir fundi senda þeir frá sér tilkynningar sem gjarnan slá ryki í augu fólks. Sagt er að borgarstjórn samþykkti eða borgarráð samþykkti o.s.frv. eins og allir sem einn hafi samþykkt eitthvað mál. Í krafti eins manns meirihluta þá eru mál samþykkt og þrátt fyrir mikla andstöðu hinna flokkana. Í borgarstjórn hafa allir flokkar atkvæðarétt. Þegar mál er samþykkt með 12 atkvæðum meirihlutans en gegn 11 atkvæðum minnihlutans birtist engu að síður fréttatilkynning frá upplýsingafulltrúum meirihlutans sem segir „borgarstjórn samþykkti“. Þessu þarf að breyta. Mjög oft er komið að máli við mig og ég spurð af hverju ég hafi samþykkt hin ýmsu mál meirihlutans. Þá fellur það í minn hlut að útskýra að ég hafi verið málunum andvíg eða setið hjá. Sú tilhögun að tilkynna að „borgarstjórn eða borgarráð samþykkti“ gefur almenningi ranga hugmynd um afstöðu borgarfulltrúa. Flokkur fólksins lagði fram tillögu fyrr á árinu um að upplýsingafulltrúi borgarinnar tiltaki í tilkynningu sinni til fjölmiðla hvaða flokkar standi að baki þeim málum sem samþykkt eru í borgarráði og borgarstjórn. Hún hljóðaði svona:Lagt er til að upplýsingafulltrúi borgarinnar tiltaki í tilkynningu sinni til fjölmiðla hvaða flokkar standi að baki þeim málum sem samþykkt eru í borgarráði og borgarstjórn. Markmiðið er að upplýsa almenning um afstöðu einstakra flokka til málsins/málanna. Ávinningurinn af þessu gæti verið að stuðla að upplýstri stjórnmálaumræðu í samfélaginu þar sem þá sést hvaða flokkar styðja mismunandi mál og varpar jafnframt ljósi á stefnu og afstöðu flokka í viðkomandi málum. Það hlýtur að vera gott fyrir lýðræðislega umræðu að vitað sé hverjir stóðu að baki einstaka málum. Við þessari tillögu hefur ekki verið brugðist og enn eru sendar út fréttatilkynningar á borð við „borgarstjórn samþykkti“ og enn eru borgarfulltrúar sem ekki eru með atkvæðarétt spurðir „samþykktir þú þetta virkilega?“ Það ætti ekki að flækja störf upplýsingafulltrúa borgarinnar um of að segja í staðinn að meirihluti borgarstjórnar hafi samþykkt tiltekin mál gegn atkvæðum fulltrúa nánar tiltekinna flokka.Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins
Almannatengsl í þágu þjóðar Ber er hver að baki nema sér almannatengil eigi. Þannig er að minnsta kosti tíðarandinn í íslensku stjórnkerfi. 25. september 2019 07:00
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar