Þorsteinn: Væri alveg til í að fara aftur til Prag en annars til Manchester Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. september 2019 18:45 Þorsteinn sagði Breiðablik hafa spilað sérstaklega vel í seinni hálfleiknum gegn Spörtu Prag. vísir/bára „Mér líður vel, mjög vel. Ég get ekki sagt annað,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, í samtali við Vísi eftir sigurinn frækna á Spörtu Prag, 0-1, í seinni leik liðanna í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í dag. Blikar unnu fyrri leikinn á heimavelli, 3-2, og einvígið, 4-2 samanlagt. Sparta Prag sótti stíft í fyrri hálfleik en í þeim seinni snerist dæmið við. Berglind Björg Þorvaldsdóttir kom Blikum yfir á 55. mínútu og þeir fengu tækifæri til að skora fleiri mörk. „Þær fengu nokkur færi í fyrri hálfleik en reyndar við líka. En svo fengu þær engin færi í seinni hálfleik þar sem við spiluðum mjög góða vörn,“ sagði Þorsteinn. „Við beittum skyndisóknum, fengum færi og hefðum getað skorað fleiri mörk. Þær sköpuðu sér ekki neitt í seinni hálfleik. Í þeim fyrri fengu þær 2-3 opin færi en Ásta [Vigdís Guðlaugsdóttir] varði mjög vel.“ Frammistaða Ástu kom okkur ekki á óvartÁsta stóð í marki Breiðabliks í fjarveru fyrirliðans Sonný Láru Þráinsdóttur sem er meidd. „Hún er góð eins og við höfum alltaf haldið fram. Frammistaða hennar kom ekkert á óvart en það var gaman að sjá hana spila eins vel og hún gerði,“ sagði Þorsteinn. Hann segir að það skipti miklu máli að komast áfram í Meistaradeildinni. „Þetta skiptir máli upp á það að reyna ná öðru íslensku liði inn í keppnina sem yrði allt annað. Helst þyrftum við að komast áfram í 8-liða úrslit en það er annað mál,“ sagði Þorsteinn. Dregið verður í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar á mánudaginn. Þorsteinn segist helst vilja mæta Slavia Prag. Manchester City er svo annar kostur en Þorsteinn hefur haldið með liðinu alla tíð. Einfaldari klippivinna„Við værum alveg til í að fara aftur til Prag. Við höfum horft á marga leiki með Slavia Prag og það verður auðvelt að klippa það,“ sagði Þorsteinn. „Ef ekki Prag vildi ég fara til Manchester. Ég er gallharður City-maður til rúmlega 40 ára.“ Þónokkrir leikmenn Breiðabliks fara í landsliðsverkefni í byrjun október. Leikirnir í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar fara svo fram 16. eða 17. og 30. og 31. október. „Við gefum leikmönnum nokkra daga frí og hittumst svo aftur um miðja næstu viku. Þetta lengir tímabilið um mánuð sem er gott. Við kvörtum ekki yfir því og undirbúningstímabilið styttist bara,“ sagði Þorsteinn að lokum. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Blikar komnir áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir sigur í Prag Berglind Björg Þorvaldsdóttir tryggði Breiðabliki sigur á Spörtu Prag í seinni leik liðanna í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 26. september 2019 17:51 Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Leik lokið: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Í beinni: Valur - Flora | Evrópuævintýri að hefjast á Hlíðarenda? Fótbolti Fleiri fréttir Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? Í beinni: Valur - Flora | Evrópuævintýri að hefjast á Hlíðarenda? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Sjá meira
„Mér líður vel, mjög vel. Ég get ekki sagt annað,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, í samtali við Vísi eftir sigurinn frækna á Spörtu Prag, 0-1, í seinni leik liðanna í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í dag. Blikar unnu fyrri leikinn á heimavelli, 3-2, og einvígið, 4-2 samanlagt. Sparta Prag sótti stíft í fyrri hálfleik en í þeim seinni snerist dæmið við. Berglind Björg Þorvaldsdóttir kom Blikum yfir á 55. mínútu og þeir fengu tækifæri til að skora fleiri mörk. „Þær fengu nokkur færi í fyrri hálfleik en reyndar við líka. En svo fengu þær engin færi í seinni hálfleik þar sem við spiluðum mjög góða vörn,“ sagði Þorsteinn. „Við beittum skyndisóknum, fengum færi og hefðum getað skorað fleiri mörk. Þær sköpuðu sér ekki neitt í seinni hálfleik. Í þeim fyrri fengu þær 2-3 opin færi en Ásta [Vigdís Guðlaugsdóttir] varði mjög vel.“ Frammistaða Ástu kom okkur ekki á óvartÁsta stóð í marki Breiðabliks í fjarveru fyrirliðans Sonný Láru Þráinsdóttur sem er meidd. „Hún er góð eins og við höfum alltaf haldið fram. Frammistaða hennar kom ekkert á óvart en það var gaman að sjá hana spila eins vel og hún gerði,“ sagði Þorsteinn. Hann segir að það skipti miklu máli að komast áfram í Meistaradeildinni. „Þetta skiptir máli upp á það að reyna ná öðru íslensku liði inn í keppnina sem yrði allt annað. Helst þyrftum við að komast áfram í 8-liða úrslit en það er annað mál,“ sagði Þorsteinn. Dregið verður í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar á mánudaginn. Þorsteinn segist helst vilja mæta Slavia Prag. Manchester City er svo annar kostur en Þorsteinn hefur haldið með liðinu alla tíð. Einfaldari klippivinna„Við værum alveg til í að fara aftur til Prag. Við höfum horft á marga leiki með Slavia Prag og það verður auðvelt að klippa það,“ sagði Þorsteinn. „Ef ekki Prag vildi ég fara til Manchester. Ég er gallharður City-maður til rúmlega 40 ára.“ Þónokkrir leikmenn Breiðabliks fara í landsliðsverkefni í byrjun október. Leikirnir í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar fara svo fram 16. eða 17. og 30. og 31. október. „Við gefum leikmönnum nokkra daga frí og hittumst svo aftur um miðja næstu viku. Þetta lengir tímabilið um mánuð sem er gott. Við kvörtum ekki yfir því og undirbúningstímabilið styttist bara,“ sagði Þorsteinn að lokum.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Blikar komnir áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir sigur í Prag Berglind Björg Þorvaldsdóttir tryggði Breiðabliki sigur á Spörtu Prag í seinni leik liðanna í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 26. september 2019 17:51 Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Leik lokið: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Í beinni: Valur - Flora | Evrópuævintýri að hefjast á Hlíðarenda? Fótbolti Fleiri fréttir Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? Í beinni: Valur - Flora | Evrópuævintýri að hefjast á Hlíðarenda? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Sjá meira
Blikar komnir áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir sigur í Prag Berglind Björg Þorvaldsdóttir tryggði Breiðabliki sigur á Spörtu Prag í seinni leik liðanna í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 26. september 2019 17:51