Þorsteinn: Væri alveg til í að fara aftur til Prag en annars til Manchester Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. september 2019 18:45 Þorsteinn sagði Breiðablik hafa spilað sérstaklega vel í seinni hálfleiknum gegn Spörtu Prag. vísir/bára „Mér líður vel, mjög vel. Ég get ekki sagt annað,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, í samtali við Vísi eftir sigurinn frækna á Spörtu Prag, 0-1, í seinni leik liðanna í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í dag. Blikar unnu fyrri leikinn á heimavelli, 3-2, og einvígið, 4-2 samanlagt. Sparta Prag sótti stíft í fyrri hálfleik en í þeim seinni snerist dæmið við. Berglind Björg Þorvaldsdóttir kom Blikum yfir á 55. mínútu og þeir fengu tækifæri til að skora fleiri mörk. „Þær fengu nokkur færi í fyrri hálfleik en reyndar við líka. En svo fengu þær engin færi í seinni hálfleik þar sem við spiluðum mjög góða vörn,“ sagði Þorsteinn. „Við beittum skyndisóknum, fengum færi og hefðum getað skorað fleiri mörk. Þær sköpuðu sér ekki neitt í seinni hálfleik. Í þeim fyrri fengu þær 2-3 opin færi en Ásta [Vigdís Guðlaugsdóttir] varði mjög vel.“ Frammistaða Ástu kom okkur ekki á óvartÁsta stóð í marki Breiðabliks í fjarveru fyrirliðans Sonný Láru Þráinsdóttur sem er meidd. „Hún er góð eins og við höfum alltaf haldið fram. Frammistaða hennar kom ekkert á óvart en það var gaman að sjá hana spila eins vel og hún gerði,“ sagði Þorsteinn. Hann segir að það skipti miklu máli að komast áfram í Meistaradeildinni. „Þetta skiptir máli upp á það að reyna ná öðru íslensku liði inn í keppnina sem yrði allt annað. Helst þyrftum við að komast áfram í 8-liða úrslit en það er annað mál,“ sagði Þorsteinn. Dregið verður í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar á mánudaginn. Þorsteinn segist helst vilja mæta Slavia Prag. Manchester City er svo annar kostur en Þorsteinn hefur haldið með liðinu alla tíð. Einfaldari klippivinna„Við værum alveg til í að fara aftur til Prag. Við höfum horft á marga leiki með Slavia Prag og það verður auðvelt að klippa það,“ sagði Þorsteinn. „Ef ekki Prag vildi ég fara til Manchester. Ég er gallharður City-maður til rúmlega 40 ára.“ Þónokkrir leikmenn Breiðabliks fara í landsliðsverkefni í byrjun október. Leikirnir í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar fara svo fram 16. eða 17. og 30. og 31. október. „Við gefum leikmönnum nokkra daga frí og hittumst svo aftur um miðja næstu viku. Þetta lengir tímabilið um mánuð sem er gott. Við kvörtum ekki yfir því og undirbúningstímabilið styttist bara,“ sagði Þorsteinn að lokum. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Blikar komnir áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir sigur í Prag Berglind Björg Þorvaldsdóttir tryggði Breiðabliki sigur á Spörtu Prag í seinni leik liðanna í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 26. september 2019 17:51 Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Sjá meira
„Mér líður vel, mjög vel. Ég get ekki sagt annað,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, í samtali við Vísi eftir sigurinn frækna á Spörtu Prag, 0-1, í seinni leik liðanna í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í dag. Blikar unnu fyrri leikinn á heimavelli, 3-2, og einvígið, 4-2 samanlagt. Sparta Prag sótti stíft í fyrri hálfleik en í þeim seinni snerist dæmið við. Berglind Björg Þorvaldsdóttir kom Blikum yfir á 55. mínútu og þeir fengu tækifæri til að skora fleiri mörk. „Þær fengu nokkur færi í fyrri hálfleik en reyndar við líka. En svo fengu þær engin færi í seinni hálfleik þar sem við spiluðum mjög góða vörn,“ sagði Þorsteinn. „Við beittum skyndisóknum, fengum færi og hefðum getað skorað fleiri mörk. Þær sköpuðu sér ekki neitt í seinni hálfleik. Í þeim fyrri fengu þær 2-3 opin færi en Ásta [Vigdís Guðlaugsdóttir] varði mjög vel.“ Frammistaða Ástu kom okkur ekki á óvartÁsta stóð í marki Breiðabliks í fjarveru fyrirliðans Sonný Láru Þráinsdóttur sem er meidd. „Hún er góð eins og við höfum alltaf haldið fram. Frammistaða hennar kom ekkert á óvart en það var gaman að sjá hana spila eins vel og hún gerði,“ sagði Þorsteinn. Hann segir að það skipti miklu máli að komast áfram í Meistaradeildinni. „Þetta skiptir máli upp á það að reyna ná öðru íslensku liði inn í keppnina sem yrði allt annað. Helst þyrftum við að komast áfram í 8-liða úrslit en það er annað mál,“ sagði Þorsteinn. Dregið verður í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar á mánudaginn. Þorsteinn segist helst vilja mæta Slavia Prag. Manchester City er svo annar kostur en Þorsteinn hefur haldið með liðinu alla tíð. Einfaldari klippivinna„Við værum alveg til í að fara aftur til Prag. Við höfum horft á marga leiki með Slavia Prag og það verður auðvelt að klippa það,“ sagði Þorsteinn. „Ef ekki Prag vildi ég fara til Manchester. Ég er gallharður City-maður til rúmlega 40 ára.“ Þónokkrir leikmenn Breiðabliks fara í landsliðsverkefni í byrjun október. Leikirnir í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar fara svo fram 16. eða 17. og 30. og 31. október. „Við gefum leikmönnum nokkra daga frí og hittumst svo aftur um miðja næstu viku. Þetta lengir tímabilið um mánuð sem er gott. Við kvörtum ekki yfir því og undirbúningstímabilið styttist bara,“ sagði Þorsteinn að lokum.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Blikar komnir áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir sigur í Prag Berglind Björg Þorvaldsdóttir tryggði Breiðabliki sigur á Spörtu Prag í seinni leik liðanna í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 26. september 2019 17:51 Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Sjá meira
Blikar komnir áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir sigur í Prag Berglind Björg Þorvaldsdóttir tryggði Breiðabliki sigur á Spörtu Prag í seinni leik liðanna í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 26. september 2019 17:51