Skipulagðar upplýsingafalsanir stundaðar í 70 ríkjum heims Davíð Stefánsson skrifar 27. september 2019 08:45 ísindamenn Netrannsóknarstofnunar Oxford háskóla skoða fjölþátta ógnir á borð við upplýsingafalsanir samfélagsmiðla. vísir/getty Í Tadsjikistan voru háskólanemar fengnir til að setja upp falska samfélagsmiðlareikninga og deila skoðunum stjórnvalda. Í Mjanmar hafa herforingjar verið þjálfaðir af rússneskum aðilum í notkun samfélagsmiðla. Víetnömsk stjórnvöld fengu borgara til að miðla upplýsingum stjórnvalda á persónulegum Facebook-síðum sínum. Þrátt fyrir viðleitni netfyrirtækja á borð við Facebook til að berjast gegn falsfréttum og upplýsingamengun á internetinu, nýta stjórnvöld víða um heim í æ ríkari mæli netið og samfélagsmiðla á neikvæðan hátt. Ríkisstjórnir dreifa skipulega upplýsingum á netinu til að gera lítið úr pólitískum andstæðingum, vinna skipulega gegn tilteknum skoðunum og til að hafa pólitísk áhrif meðal annarra ríkja. Þetta er niðurstaða skýrslu sem vísindamenn við Oxford háskóla sendu frá sér í gær. Höfundar hennar eru Philip Howard, prófessor og forstöðumaður Netrannsóknarstofnunar Oxford háskóla og Samantha Bradshaw, vísindamaður við stofnunina. Þau segja notkun ríkisstjórna á upplýsingafölsun sé að verða heimsvandamál. Skýrslan fjallar um þau verkfæri, getu, áætlanir og úrræði sem nýttar eru af „netsveitum“ ríkisstofnana og stjórnmálaflokka, til að hafa áhrif á almenningsálitið í 70 ríkjum. Það er til að mynda gert með falsreikningum á samfélagsmiðlum og nettröllum til að dreifa upplýsingum. Notkun reiknirita eða algríma, sjálfvirkni og stórra gagnabanka til að móta almenningsálit færist mjög í vöxt. Umfang slíkra upplýsingafalsana á netinu hefur aukist mikið á síðustu árum en árið 2017 voru þessar falsanir stundaðar í 28 ríkjum og í 48 ríkjum á síðasta ári. Eins og áður segir er fjöldinn nú kominn upp í 70 ríki sem þýðir 150 prósenta fjölgun á síðustu tveimur árum. Vísindamennirnir segja Facebook vera meginvettvang upplýsingafölsunar en notkun annarra samfélagsmiðla er einnig mikil. Samfélagsmiðlar séu í auknum mæli notaðir af ríkisstjórnum til að bæla niður mannréttindi, fara gegn pólitískum andstæðingum og kæfa niður andóf. Alls hafi 56 ríki rekið skipulagðar áróðursherferðir á netinu og samfélagsmiðlum. Þeir segja 52 lönd hafa notað net-og fjölmiðlafalsanir til að villa um fyrir notendum og 47 ríki hafi notað nettröll til að ráðast gegn pólitískum andstæðingum og aðgerðasinnum árið 2019. Að minnsta kosti sjö ríki hafa reynt að hafa áhrif á skoðanir utan eigin landamæra: Kína, Indland, Íran, Pakistan, Rússland, Sádí Arabíu og Venesúela. Þar er fyrirferðamest notkun Facebook og Twitter. Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Tækni Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira
Í Tadsjikistan voru háskólanemar fengnir til að setja upp falska samfélagsmiðlareikninga og deila skoðunum stjórnvalda. Í Mjanmar hafa herforingjar verið þjálfaðir af rússneskum aðilum í notkun samfélagsmiðla. Víetnömsk stjórnvöld fengu borgara til að miðla upplýsingum stjórnvalda á persónulegum Facebook-síðum sínum. Þrátt fyrir viðleitni netfyrirtækja á borð við Facebook til að berjast gegn falsfréttum og upplýsingamengun á internetinu, nýta stjórnvöld víða um heim í æ ríkari mæli netið og samfélagsmiðla á neikvæðan hátt. Ríkisstjórnir dreifa skipulega upplýsingum á netinu til að gera lítið úr pólitískum andstæðingum, vinna skipulega gegn tilteknum skoðunum og til að hafa pólitísk áhrif meðal annarra ríkja. Þetta er niðurstaða skýrslu sem vísindamenn við Oxford háskóla sendu frá sér í gær. Höfundar hennar eru Philip Howard, prófessor og forstöðumaður Netrannsóknarstofnunar Oxford háskóla og Samantha Bradshaw, vísindamaður við stofnunina. Þau segja notkun ríkisstjórna á upplýsingafölsun sé að verða heimsvandamál. Skýrslan fjallar um þau verkfæri, getu, áætlanir og úrræði sem nýttar eru af „netsveitum“ ríkisstofnana og stjórnmálaflokka, til að hafa áhrif á almenningsálitið í 70 ríkjum. Það er til að mynda gert með falsreikningum á samfélagsmiðlum og nettröllum til að dreifa upplýsingum. Notkun reiknirita eða algríma, sjálfvirkni og stórra gagnabanka til að móta almenningsálit færist mjög í vöxt. Umfang slíkra upplýsingafalsana á netinu hefur aukist mikið á síðustu árum en árið 2017 voru þessar falsanir stundaðar í 28 ríkjum og í 48 ríkjum á síðasta ári. Eins og áður segir er fjöldinn nú kominn upp í 70 ríki sem þýðir 150 prósenta fjölgun á síðustu tveimur árum. Vísindamennirnir segja Facebook vera meginvettvang upplýsingafölsunar en notkun annarra samfélagsmiðla er einnig mikil. Samfélagsmiðlar séu í auknum mæli notaðir af ríkisstjórnum til að bæla niður mannréttindi, fara gegn pólitískum andstæðingum og kæfa niður andóf. Alls hafi 56 ríki rekið skipulagðar áróðursherferðir á netinu og samfélagsmiðlum. Þeir segja 52 lönd hafa notað net-og fjölmiðlafalsanir til að villa um fyrir notendum og 47 ríki hafi notað nettröll til að ráðast gegn pólitískum andstæðingum og aðgerðasinnum árið 2019. Að minnsta kosti sjö ríki hafa reynt að hafa áhrif á skoðanir utan eigin landamæra: Kína, Indland, Íran, Pakistan, Rússland, Sádí Arabíu og Venesúela. Þar er fyrirferðamest notkun Facebook og Twitter.
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Tækni Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira