Skipulagðar upplýsingafalsanir stundaðar í 70 ríkjum heims Davíð Stefánsson skrifar 27. september 2019 08:45 ísindamenn Netrannsóknarstofnunar Oxford háskóla skoða fjölþátta ógnir á borð við upplýsingafalsanir samfélagsmiðla. vísir/getty Í Tadsjikistan voru háskólanemar fengnir til að setja upp falska samfélagsmiðlareikninga og deila skoðunum stjórnvalda. Í Mjanmar hafa herforingjar verið þjálfaðir af rússneskum aðilum í notkun samfélagsmiðla. Víetnömsk stjórnvöld fengu borgara til að miðla upplýsingum stjórnvalda á persónulegum Facebook-síðum sínum. Þrátt fyrir viðleitni netfyrirtækja á borð við Facebook til að berjast gegn falsfréttum og upplýsingamengun á internetinu, nýta stjórnvöld víða um heim í æ ríkari mæli netið og samfélagsmiðla á neikvæðan hátt. Ríkisstjórnir dreifa skipulega upplýsingum á netinu til að gera lítið úr pólitískum andstæðingum, vinna skipulega gegn tilteknum skoðunum og til að hafa pólitísk áhrif meðal annarra ríkja. Þetta er niðurstaða skýrslu sem vísindamenn við Oxford háskóla sendu frá sér í gær. Höfundar hennar eru Philip Howard, prófessor og forstöðumaður Netrannsóknarstofnunar Oxford háskóla og Samantha Bradshaw, vísindamaður við stofnunina. Þau segja notkun ríkisstjórna á upplýsingafölsun sé að verða heimsvandamál. Skýrslan fjallar um þau verkfæri, getu, áætlanir og úrræði sem nýttar eru af „netsveitum“ ríkisstofnana og stjórnmálaflokka, til að hafa áhrif á almenningsálitið í 70 ríkjum. Það er til að mynda gert með falsreikningum á samfélagsmiðlum og nettröllum til að dreifa upplýsingum. Notkun reiknirita eða algríma, sjálfvirkni og stórra gagnabanka til að móta almenningsálit færist mjög í vöxt. Umfang slíkra upplýsingafalsana á netinu hefur aukist mikið á síðustu árum en árið 2017 voru þessar falsanir stundaðar í 28 ríkjum og í 48 ríkjum á síðasta ári. Eins og áður segir er fjöldinn nú kominn upp í 70 ríki sem þýðir 150 prósenta fjölgun á síðustu tveimur árum. Vísindamennirnir segja Facebook vera meginvettvang upplýsingafölsunar en notkun annarra samfélagsmiðla er einnig mikil. Samfélagsmiðlar séu í auknum mæli notaðir af ríkisstjórnum til að bæla niður mannréttindi, fara gegn pólitískum andstæðingum og kæfa niður andóf. Alls hafi 56 ríki rekið skipulagðar áróðursherferðir á netinu og samfélagsmiðlum. Þeir segja 52 lönd hafa notað net-og fjölmiðlafalsanir til að villa um fyrir notendum og 47 ríki hafi notað nettröll til að ráðast gegn pólitískum andstæðingum og aðgerðasinnum árið 2019. Að minnsta kosti sjö ríki hafa reynt að hafa áhrif á skoðanir utan eigin landamæra: Kína, Indland, Íran, Pakistan, Rússland, Sádí Arabíu og Venesúela. Þar er fyrirferðamest notkun Facebook og Twitter. Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Tækni Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Sjá meira
Í Tadsjikistan voru háskólanemar fengnir til að setja upp falska samfélagsmiðlareikninga og deila skoðunum stjórnvalda. Í Mjanmar hafa herforingjar verið þjálfaðir af rússneskum aðilum í notkun samfélagsmiðla. Víetnömsk stjórnvöld fengu borgara til að miðla upplýsingum stjórnvalda á persónulegum Facebook-síðum sínum. Þrátt fyrir viðleitni netfyrirtækja á borð við Facebook til að berjast gegn falsfréttum og upplýsingamengun á internetinu, nýta stjórnvöld víða um heim í æ ríkari mæli netið og samfélagsmiðla á neikvæðan hátt. Ríkisstjórnir dreifa skipulega upplýsingum á netinu til að gera lítið úr pólitískum andstæðingum, vinna skipulega gegn tilteknum skoðunum og til að hafa pólitísk áhrif meðal annarra ríkja. Þetta er niðurstaða skýrslu sem vísindamenn við Oxford háskóla sendu frá sér í gær. Höfundar hennar eru Philip Howard, prófessor og forstöðumaður Netrannsóknarstofnunar Oxford háskóla og Samantha Bradshaw, vísindamaður við stofnunina. Þau segja notkun ríkisstjórna á upplýsingafölsun sé að verða heimsvandamál. Skýrslan fjallar um þau verkfæri, getu, áætlanir og úrræði sem nýttar eru af „netsveitum“ ríkisstofnana og stjórnmálaflokka, til að hafa áhrif á almenningsálitið í 70 ríkjum. Það er til að mynda gert með falsreikningum á samfélagsmiðlum og nettröllum til að dreifa upplýsingum. Notkun reiknirita eða algríma, sjálfvirkni og stórra gagnabanka til að móta almenningsálit færist mjög í vöxt. Umfang slíkra upplýsingafalsana á netinu hefur aukist mikið á síðustu árum en árið 2017 voru þessar falsanir stundaðar í 28 ríkjum og í 48 ríkjum á síðasta ári. Eins og áður segir er fjöldinn nú kominn upp í 70 ríki sem þýðir 150 prósenta fjölgun á síðustu tveimur árum. Vísindamennirnir segja Facebook vera meginvettvang upplýsingafölsunar en notkun annarra samfélagsmiðla er einnig mikil. Samfélagsmiðlar séu í auknum mæli notaðir af ríkisstjórnum til að bæla niður mannréttindi, fara gegn pólitískum andstæðingum og kæfa niður andóf. Alls hafi 56 ríki rekið skipulagðar áróðursherferðir á netinu og samfélagsmiðlum. Þeir segja 52 lönd hafa notað net-og fjölmiðlafalsanir til að villa um fyrir notendum og 47 ríki hafi notað nettröll til að ráðast gegn pólitískum andstæðingum og aðgerðasinnum árið 2019. Að minnsta kosti sjö ríki hafa reynt að hafa áhrif á skoðanir utan eigin landamæra: Kína, Indland, Íran, Pakistan, Rússland, Sádí Arabíu og Venesúela. Þar er fyrirferðamest notkun Facebook og Twitter.
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Tækni Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna