Unglingar bregðast öðruvísi við missi en fullorðnir gera Kristinn Haukur Guðnason skrifar 11. september 2019 08:15 Þegar sorg bætist við hormónabreytingar kynþroskaskeiðs getur það lagst þungt á unglinga. Nordicphotos/Getty Sumarið 2014 missti Heiður Ósk Þorgeirsdóttir, þá 25 ára, móður sína eftir stutta baráttu hennar við krabbamein. Yngsti bróðir hennar, sem var 14 ára, brást við missinum með þögn. Hann grét ekki og vildi ekki tala um fráfallið. „Ég sat með pabba og við reyndum að finna leiðir til að hjálpa honum að takast á við þetta. Við vissum ekkert hvernig við ættum að bera okkur að. Hann hefur alltaf verið hlédrægur en þarna lokaðist hann alveg og okkur fannst hann ekki átta sig á þessu. Seinna komumst við að því að hann hefði grátið og tjáð sig við þáverandi kærustu sína, en hann sýndi okkur það aldrei,“ segir Heiður. Þetta varð svo kveikjan að rannsókn hennar á sorgarferli unglinga við menntavísindasvið Háskóla Íslands. „Mig langaði til að skilja hans ferli, hvernig ég gæti verið betur til staðar og jafnframt að skilja mitt eigið sorgarferli.“ Í rannsóknarvinnunni komst Heiður að því að tiltölulega lítið hefur verið skrifað um sorgarferli unglinga, sem er þó töluvert frábrugðið barna og fullorðinna. Heiður segir að unglingar velti dauðanum meira fyrir sér en aðrir. „Unglingar velta fyrir sér þessum stóru spurningum. Hver er ég? Hvað er dauðinn? Og hver er ástæðan fyrir honum? Börn hafa ekki skilning á dauðanum og fullorðnir vita að hann er endanlegur,“ segir hún. „Unglingar hafa skilning á dauðanum en hann er ekki jafn góður og fullorðinna.“ Aldurinn sem Heiður afmarkaði sig við var 12 til 16 ára. Hún segir töluverðan mun á hvernig kynin bregðast við. „Stelpurnar taka frekar á sig ábyrgð. Segjum að ef móðir fellur frá þá taka þær á sig umönnunarhlutverk gagnvart eftirlifandi föður. Drengirnir eru hlédrægari.“ Áhrifin af sorg eru mikil og þegar hormónabreytingar kynþroskaskeiðsins bætast við getur þeim fylgt þunglyndi, þreyta, reiði, kvíði, streita og jafnvel áhættusöm hegðun. Þetta sé þó einstaklingsbundið og ekki sé alltaf hægt að sjá einkennin. Heiður segir mikilvægt að allir, fjölskylda, vinir, skóli, íþróttafélög og fleiri, komi að því að styðja unglinga í sorgarferli og sýna þeim skilning. Hún segir að skólarnir séu misvel undirbúnir til að bregðast við. Nefnir hún áfallaáætlanir skóla í þessu samhengi. „Áfallaáætlanir eru gagnlegar en það þarf að fylgja þeim. Því miður eru þær þó ekki til í öllum skólum. Svo eru dæmi um að þær séu ekki uppfærðar eða ekki stuðst við þær. Allt starfsfólk skólanna þarf að vera upplýst um stöðuna og geta brugðist við, ekki aðeins kennarar.“ Heiður vonar að rannsókn hennar verði til gagns og að bæði starfsfólk skóla og aðrir geti stuðst við hana. Hún vinnur nú að framhaldsverkefni, byggðu á þessari rannsókn, þar sem hún skoðar upplifun fólks af skólagöngu eftir foreldramissi. Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Félagsmál Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira
Sumarið 2014 missti Heiður Ósk Þorgeirsdóttir, þá 25 ára, móður sína eftir stutta baráttu hennar við krabbamein. Yngsti bróðir hennar, sem var 14 ára, brást við missinum með þögn. Hann grét ekki og vildi ekki tala um fráfallið. „Ég sat með pabba og við reyndum að finna leiðir til að hjálpa honum að takast á við þetta. Við vissum ekkert hvernig við ættum að bera okkur að. Hann hefur alltaf verið hlédrægur en þarna lokaðist hann alveg og okkur fannst hann ekki átta sig á þessu. Seinna komumst við að því að hann hefði grátið og tjáð sig við þáverandi kærustu sína, en hann sýndi okkur það aldrei,“ segir Heiður. Þetta varð svo kveikjan að rannsókn hennar á sorgarferli unglinga við menntavísindasvið Háskóla Íslands. „Mig langaði til að skilja hans ferli, hvernig ég gæti verið betur til staðar og jafnframt að skilja mitt eigið sorgarferli.“ Í rannsóknarvinnunni komst Heiður að því að tiltölulega lítið hefur verið skrifað um sorgarferli unglinga, sem er þó töluvert frábrugðið barna og fullorðinna. Heiður segir að unglingar velti dauðanum meira fyrir sér en aðrir. „Unglingar velta fyrir sér þessum stóru spurningum. Hver er ég? Hvað er dauðinn? Og hver er ástæðan fyrir honum? Börn hafa ekki skilning á dauðanum og fullorðnir vita að hann er endanlegur,“ segir hún. „Unglingar hafa skilning á dauðanum en hann er ekki jafn góður og fullorðinna.“ Aldurinn sem Heiður afmarkaði sig við var 12 til 16 ára. Hún segir töluverðan mun á hvernig kynin bregðast við. „Stelpurnar taka frekar á sig ábyrgð. Segjum að ef móðir fellur frá þá taka þær á sig umönnunarhlutverk gagnvart eftirlifandi föður. Drengirnir eru hlédrægari.“ Áhrifin af sorg eru mikil og þegar hormónabreytingar kynþroskaskeiðsins bætast við getur þeim fylgt þunglyndi, þreyta, reiði, kvíði, streita og jafnvel áhættusöm hegðun. Þetta sé þó einstaklingsbundið og ekki sé alltaf hægt að sjá einkennin. Heiður segir mikilvægt að allir, fjölskylda, vinir, skóli, íþróttafélög og fleiri, komi að því að styðja unglinga í sorgarferli og sýna þeim skilning. Hún segir að skólarnir séu misvel undirbúnir til að bregðast við. Nefnir hún áfallaáætlanir skóla í þessu samhengi. „Áfallaáætlanir eru gagnlegar en það þarf að fylgja þeim. Því miður eru þær þó ekki til í öllum skólum. Svo eru dæmi um að þær séu ekki uppfærðar eða ekki stuðst við þær. Allt starfsfólk skólanna þarf að vera upplýst um stöðuna og geta brugðist við, ekki aðeins kennarar.“ Heiður vonar að rannsókn hennar verði til gagns og að bæði starfsfólk skóla og aðrir geti stuðst við hana. Hún vinnur nú að framhaldsverkefni, byggðu á þessari rannsókn, þar sem hún skoðar upplifun fólks af skólagöngu eftir foreldramissi.
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Félagsmál Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira