Salvör segir þau á Fréttablaðinu hæðast að miðaldra konum Jakob Bjarnar skrifar 12. september 2019 14:18 Salvör Kristjana segir auglýsingaherferð blaðsins gegnsýrða af aldursfordómum og kvenfyrirlitningu. Ritstjóri Fréttablaðsins hafnar því alfarið. Salvör Kristjana Gissurardóttir, lektor við Háskóla Íslands, telur auglýsingaherferð Fréttablaðsins, það er fyrir vefinn frettabladid.is, litaða af aldursfordómum og kvenfyrirlitningu. Salvör ritar pistil sem hún birtir á Facebooksíðu sinni og lýsir þar yfir verulegri óánægju með nýja auglýsingaherferð frettabladid.is. Salvör Kristjana er sérfræðingur á þessu sviði en hún gegndi lengi vel stöðu lektors í upplýsingatækni og tölvunotkun við Kennaraháskóla Íslands. Hún telur herferðina gegnsýrða fordómum. „Forsíða Fréttablaðsins í dag er liður í auglýsingaherferð sem einnig er sjónvarpsauglýsingar sem hafa verið í spilun undanfarna daga. Í sjónvarpsauglýsingunni er eldri kona sem sér eitthvað sniðugt og áhugavert á netinu og ætlar að sýna manni sínum en rekst þá í takka þannig að mynd af henni sjálfri birtist á skjánum. Og þá kemur boðskapurinn - boðskapur að þó þú kunnir ekkert á tæknina og samfélagsmiðla þá sé þarna úti fólk sem getur komið með þekkinguna til þín.“Að gera lítið úr miðaldra konum Salvör Kristjana segir hægan leik að lesa úr þessu og sú mynd sem hún dregur upp er ekki fögur: „Þessi auglýsing talar alveg inn í samtímann og staðalmyndirnar og á hverja er skotleyfi og að hverjum má hæðast að og gera lítið úr. Það má gera lítið úr miðaldra konum og tæknikunnáttu þeirra og hamra á þeirri skrýtnu hugmynd að það sé eitthvað samband milli aldurs og kyns og þess að það geta notað spjaldtölvu sér til gagns.“Salvör Kristjana segir auglýsingarnar tala inn í samtímann og sýna á hverja er skotleyfi og að hverjum megi hæðast.Salvör segir að tugir þúsunda Íslendinga séu nú í sérstökum Facebook-hópi, sem gerir hreinlega út á þetta: Hópur, „sem helgar sig því að gera gys að eldra fólki og því sem það telur vera hlægilegan lífstíl þess, hópurinn heitir „hópurinn sem allir eru miðaldra“ eða eitthvað í þá áttina. Það getur verið að þeir sem hönnuðu þessa auglýsingu hafi sótt þar innblástur.“Í auglýsingunum er gert góðlátlegt grín að öllum Pistill Salvarar, sem hún birti fyrir stundu, hefur þegar vakið verulega athygli. Ýmsar konur leggja orð í belg í athugasemdum og telja engan vafa á leika að þetta sé afskaplega fordómafull auglýsing.Vísir beindi fyrirspurn til Ólafar Skaftadóttur ritstjóra Fréttablaðsins, hvort það væri virkilega uppleggið; að gera lítið úr miðaldra konum. Hún vísar því alfarið á bug: „Absalútt!“ Ólöf bendir á að auglýsingarnar séu reyndar sex talsins og þar sé gert grín að ungum sem öldnum, konum og körlum. „Það er ekki nóg með að internetið og samfélagsmiðlar flækist fyrir alls konar fólki á öllum aldri á hátæknitímum, sem auglýsingaherferðin gerir góðlátlegt grín að, heldur hefur fólk ríka tilhneigingu til þess að oftúlka eða lesa í flest sem fyrir augu þess ber án þess að horfa á heildarmyndina,“ segir Ólöf í samtali við Vísi. Og bætir við: „Ég held að svo sé í þessu tilfelli og mæli með að fólk fylgist áfram með og horfi á auglýsingaherferðina til enda.“ Fjölmiðlar Jafnréttismál Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Salvör Kristjana Gissurardóttir, lektor við Háskóla Íslands, telur auglýsingaherferð Fréttablaðsins, það er fyrir vefinn frettabladid.is, litaða af aldursfordómum og kvenfyrirlitningu. Salvör ritar pistil sem hún birtir á Facebooksíðu sinni og lýsir þar yfir verulegri óánægju með nýja auglýsingaherferð frettabladid.is. Salvör Kristjana er sérfræðingur á þessu sviði en hún gegndi lengi vel stöðu lektors í upplýsingatækni og tölvunotkun við Kennaraháskóla Íslands. Hún telur herferðina gegnsýrða fordómum. „Forsíða Fréttablaðsins í dag er liður í auglýsingaherferð sem einnig er sjónvarpsauglýsingar sem hafa verið í spilun undanfarna daga. Í sjónvarpsauglýsingunni er eldri kona sem sér eitthvað sniðugt og áhugavert á netinu og ætlar að sýna manni sínum en rekst þá í takka þannig að mynd af henni sjálfri birtist á skjánum. Og þá kemur boðskapurinn - boðskapur að þó þú kunnir ekkert á tæknina og samfélagsmiðla þá sé þarna úti fólk sem getur komið með þekkinguna til þín.“Að gera lítið úr miðaldra konum Salvör Kristjana segir hægan leik að lesa úr þessu og sú mynd sem hún dregur upp er ekki fögur: „Þessi auglýsing talar alveg inn í samtímann og staðalmyndirnar og á hverja er skotleyfi og að hverjum má hæðast að og gera lítið úr. Það má gera lítið úr miðaldra konum og tæknikunnáttu þeirra og hamra á þeirri skrýtnu hugmynd að það sé eitthvað samband milli aldurs og kyns og þess að það geta notað spjaldtölvu sér til gagns.“Salvör Kristjana segir auglýsingarnar tala inn í samtímann og sýna á hverja er skotleyfi og að hverjum megi hæðast.Salvör segir að tugir þúsunda Íslendinga séu nú í sérstökum Facebook-hópi, sem gerir hreinlega út á þetta: Hópur, „sem helgar sig því að gera gys að eldra fólki og því sem það telur vera hlægilegan lífstíl þess, hópurinn heitir „hópurinn sem allir eru miðaldra“ eða eitthvað í þá áttina. Það getur verið að þeir sem hönnuðu þessa auglýsingu hafi sótt þar innblástur.“Í auglýsingunum er gert góðlátlegt grín að öllum Pistill Salvarar, sem hún birti fyrir stundu, hefur þegar vakið verulega athygli. Ýmsar konur leggja orð í belg í athugasemdum og telja engan vafa á leika að þetta sé afskaplega fordómafull auglýsing.Vísir beindi fyrirspurn til Ólafar Skaftadóttur ritstjóra Fréttablaðsins, hvort það væri virkilega uppleggið; að gera lítið úr miðaldra konum. Hún vísar því alfarið á bug: „Absalútt!“ Ólöf bendir á að auglýsingarnar séu reyndar sex talsins og þar sé gert grín að ungum sem öldnum, konum og körlum. „Það er ekki nóg með að internetið og samfélagsmiðlar flækist fyrir alls konar fólki á öllum aldri á hátæknitímum, sem auglýsingaherferðin gerir góðlátlegt grín að, heldur hefur fólk ríka tilhneigingu til þess að oftúlka eða lesa í flest sem fyrir augu þess ber án þess að horfa á heildarmyndina,“ segir Ólöf í samtali við Vísi. Og bætir við: „Ég held að svo sé í þessu tilfelli og mæli með að fólk fylgist áfram með og horfi á auglýsingaherferðina til enda.“
Fjölmiðlar Jafnréttismál Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira