Salvör segir þau á Fréttablaðinu hæðast að miðaldra konum Jakob Bjarnar skrifar 12. september 2019 14:18 Salvör Kristjana segir auglýsingaherferð blaðsins gegnsýrða af aldursfordómum og kvenfyrirlitningu. Ritstjóri Fréttablaðsins hafnar því alfarið. Salvör Kristjana Gissurardóttir, lektor við Háskóla Íslands, telur auglýsingaherferð Fréttablaðsins, það er fyrir vefinn frettabladid.is, litaða af aldursfordómum og kvenfyrirlitningu. Salvör ritar pistil sem hún birtir á Facebooksíðu sinni og lýsir þar yfir verulegri óánægju með nýja auglýsingaherferð frettabladid.is. Salvör Kristjana er sérfræðingur á þessu sviði en hún gegndi lengi vel stöðu lektors í upplýsingatækni og tölvunotkun við Kennaraháskóla Íslands. Hún telur herferðina gegnsýrða fordómum. „Forsíða Fréttablaðsins í dag er liður í auglýsingaherferð sem einnig er sjónvarpsauglýsingar sem hafa verið í spilun undanfarna daga. Í sjónvarpsauglýsingunni er eldri kona sem sér eitthvað sniðugt og áhugavert á netinu og ætlar að sýna manni sínum en rekst þá í takka þannig að mynd af henni sjálfri birtist á skjánum. Og þá kemur boðskapurinn - boðskapur að þó þú kunnir ekkert á tæknina og samfélagsmiðla þá sé þarna úti fólk sem getur komið með þekkinguna til þín.“Að gera lítið úr miðaldra konum Salvör Kristjana segir hægan leik að lesa úr þessu og sú mynd sem hún dregur upp er ekki fögur: „Þessi auglýsing talar alveg inn í samtímann og staðalmyndirnar og á hverja er skotleyfi og að hverjum má hæðast að og gera lítið úr. Það má gera lítið úr miðaldra konum og tæknikunnáttu þeirra og hamra á þeirri skrýtnu hugmynd að það sé eitthvað samband milli aldurs og kyns og þess að það geta notað spjaldtölvu sér til gagns.“Salvör Kristjana segir auglýsingarnar tala inn í samtímann og sýna á hverja er skotleyfi og að hverjum megi hæðast.Salvör segir að tugir þúsunda Íslendinga séu nú í sérstökum Facebook-hópi, sem gerir hreinlega út á þetta: Hópur, „sem helgar sig því að gera gys að eldra fólki og því sem það telur vera hlægilegan lífstíl þess, hópurinn heitir „hópurinn sem allir eru miðaldra“ eða eitthvað í þá áttina. Það getur verið að þeir sem hönnuðu þessa auglýsingu hafi sótt þar innblástur.“Í auglýsingunum er gert góðlátlegt grín að öllum Pistill Salvarar, sem hún birti fyrir stundu, hefur þegar vakið verulega athygli. Ýmsar konur leggja orð í belg í athugasemdum og telja engan vafa á leika að þetta sé afskaplega fordómafull auglýsing.Vísir beindi fyrirspurn til Ólafar Skaftadóttur ritstjóra Fréttablaðsins, hvort það væri virkilega uppleggið; að gera lítið úr miðaldra konum. Hún vísar því alfarið á bug: „Absalútt!“ Ólöf bendir á að auglýsingarnar séu reyndar sex talsins og þar sé gert grín að ungum sem öldnum, konum og körlum. „Það er ekki nóg með að internetið og samfélagsmiðlar flækist fyrir alls konar fólki á öllum aldri á hátæknitímum, sem auglýsingaherferðin gerir góðlátlegt grín að, heldur hefur fólk ríka tilhneigingu til þess að oftúlka eða lesa í flest sem fyrir augu þess ber án þess að horfa á heildarmyndina,“ segir Ólöf í samtali við Vísi. Og bætir við: „Ég held að svo sé í þessu tilfelli og mæli með að fólk fylgist áfram með og horfi á auglýsingaherferðina til enda.“ Fjölmiðlar Jafnréttismál Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Sjá meira
Salvör Kristjana Gissurardóttir, lektor við Háskóla Íslands, telur auglýsingaherferð Fréttablaðsins, það er fyrir vefinn frettabladid.is, litaða af aldursfordómum og kvenfyrirlitningu. Salvör ritar pistil sem hún birtir á Facebooksíðu sinni og lýsir þar yfir verulegri óánægju með nýja auglýsingaherferð frettabladid.is. Salvör Kristjana er sérfræðingur á þessu sviði en hún gegndi lengi vel stöðu lektors í upplýsingatækni og tölvunotkun við Kennaraháskóla Íslands. Hún telur herferðina gegnsýrða fordómum. „Forsíða Fréttablaðsins í dag er liður í auglýsingaherferð sem einnig er sjónvarpsauglýsingar sem hafa verið í spilun undanfarna daga. Í sjónvarpsauglýsingunni er eldri kona sem sér eitthvað sniðugt og áhugavert á netinu og ætlar að sýna manni sínum en rekst þá í takka þannig að mynd af henni sjálfri birtist á skjánum. Og þá kemur boðskapurinn - boðskapur að þó þú kunnir ekkert á tæknina og samfélagsmiðla þá sé þarna úti fólk sem getur komið með þekkinguna til þín.“Að gera lítið úr miðaldra konum Salvör Kristjana segir hægan leik að lesa úr þessu og sú mynd sem hún dregur upp er ekki fögur: „Þessi auglýsing talar alveg inn í samtímann og staðalmyndirnar og á hverja er skotleyfi og að hverjum má hæðast að og gera lítið úr. Það má gera lítið úr miðaldra konum og tæknikunnáttu þeirra og hamra á þeirri skrýtnu hugmynd að það sé eitthvað samband milli aldurs og kyns og þess að það geta notað spjaldtölvu sér til gagns.“Salvör Kristjana segir auglýsingarnar tala inn í samtímann og sýna á hverja er skotleyfi og að hverjum megi hæðast.Salvör segir að tugir þúsunda Íslendinga séu nú í sérstökum Facebook-hópi, sem gerir hreinlega út á þetta: Hópur, „sem helgar sig því að gera gys að eldra fólki og því sem það telur vera hlægilegan lífstíl þess, hópurinn heitir „hópurinn sem allir eru miðaldra“ eða eitthvað í þá áttina. Það getur verið að þeir sem hönnuðu þessa auglýsingu hafi sótt þar innblástur.“Í auglýsingunum er gert góðlátlegt grín að öllum Pistill Salvarar, sem hún birti fyrir stundu, hefur þegar vakið verulega athygli. Ýmsar konur leggja orð í belg í athugasemdum og telja engan vafa á leika að þetta sé afskaplega fordómafull auglýsing.Vísir beindi fyrirspurn til Ólafar Skaftadóttur ritstjóra Fréttablaðsins, hvort það væri virkilega uppleggið; að gera lítið úr miðaldra konum. Hún vísar því alfarið á bug: „Absalútt!“ Ólöf bendir á að auglýsingarnar séu reyndar sex talsins og þar sé gert grín að ungum sem öldnum, konum og körlum. „Það er ekki nóg með að internetið og samfélagsmiðlar flækist fyrir alls konar fólki á öllum aldri á hátæknitímum, sem auglýsingaherferðin gerir góðlátlegt grín að, heldur hefur fólk ríka tilhneigingu til þess að oftúlka eða lesa í flest sem fyrir augu þess ber án þess að horfa á heildarmyndina,“ segir Ólöf í samtali við Vísi. Og bætir við: „Ég held að svo sé í þessu tilfelli og mæli með að fólk fylgist áfram með og horfi á auglýsingaherferðina til enda.“
Fjölmiðlar Jafnréttismál Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Sjá meira