Viðskipti erlent

Olíuverð hækkar í kjölfar árása

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Olíuverð á heimsmarkaði fer nú hækkandi. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti.
Olíuverð á heimsmarkaði fer nú hækkandi. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. vísir/ap
Olíuverð hefur hækkað um allt að 20 prósent í kjölfar drónaárása á tvær af stærstu olíuvinnslustöðvum Sádi-Arabíu. Tunnan af Brent-hráolíu kostar nú rétt tæplega 68 Bandaríkjadollara, en á föstudag var verðið nokkrum sentum yfir 60 dollara markinu. Hæst fór tunnan í 71,95 dollara.

Þá hefur Vestur Texas-hráolía einnig hækkað um 16 prósent, eða upp í 63,60 dollara. Washington Post hefur eftir sérfræðingi í olíumarkaðnum að búast megi við meiri hækkunum á næstu dögum.

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur nú gefið grænt ljós á að seilst verði í varaolíubirgðir Bandaríkjanna vegna ástandsins sem ríkir á olíumarkaði vegna árásanna. Þessu lýsti hann yfir á Twitter fyrr í kvöld. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hversu mikið magn verður tekið úr birgðinum til þess að bregðast við hækkununum.





Trump tísti stuttu síðar stuttri orðsendingu þar sem hann gefur í skyn að Bandaríkin búi yfir nóg af olíu til þess að tækla þann vanda sem upp er kominn vegna árásanna.

„HELLINGUR AF OLÍU!“ tísti forsetinn.



Olíuvinnslustöðvarnar tvær sem ráðist var á eru í eigu sádiarabíska ríkisfyrirtækisins Aramco. Sú stærri framleiðir alla jafna um eitt prósent allra olíubirgða heims.

Uppreisnarhópar Húta frá Jemen hafa lýst yfir ábyrgð á árásunum en Bandaríkjamenn telja Írani standa að baki árásunum. Írönsk stjórnvöld hafa hins vegar alfarið hafnað nokkurs konar aðild að árásunum.


Tengdar fréttir

Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu dregst saman eftir drónaárásir

Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu hefur dregist verulega saman í dag eftir drónaárásir á tvær af stærstu olíuframleiðslustöðvar landsins. Stöðvarnar eru í eigu ríkisfyrirtækisins Aramco, en hinir jemensku Húta-uppreisnarmenn hafa lýst yfir ábyrgð á árásunum.

Segir Írani bera ábyrgð á drónaárásunum

Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, var ómyrkur í máli á Twitter fyrr í dag. Þar sakaði hann Írani um að standa að baki drónaárásum á tvær sádiarabískar olíuvinnslustöðvar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×