Feðgar komu lögreglu á spor reiðhjólaþjófs í Vesturbænum Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. september 2019 10:30 Töluvert hefur borið á bíræfnum hjólaþjófum í Vesturbænum síðustu misseri. Vísir/getty Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók karlmann á fimmtudag í síðustu viku sem staðinn var að því að stela reiðhjóli í Vesturbæ Reykjavíkur. Eigandi hjólsins, ungur Vesturbæingur, fékk ábendingu um að hjólinu hefði verið stolið og hafði faðir hans að endingu hendur í hári þjófsins. Hjólaþjófar hafa verið iðnir við kolann á höfuðborgarsvæðið í sumar. Þá virðast þeir einkum hafa herjað á Vesturbæinga, ef marka má umræður inni á Facebook-hóp íbúa í hverfinu, en þar er nær daglegt brauð að reiðhjól séu tilkynnt stolin.Sjá einnig: 245 hjólum stolið það sem af er ári „Það voru drengir sem láta vin sinn vita að þeir hafi séð hjólið hans í umferð,“ segir Guðmundur Pétur Guðmundsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, um aðdraganda málsins í samtali við Vísi. Drengurinn hafi svo látið föður sinn vita, sem að endingu fann bæði hjólið og þjófinn í hjólageymslu á heimili þess síðastnefnda. Hjóli drengsins var þannig komið í hendur eiganda síns en lögregla lagði auk þess hald á eitt reiðhjól til viðbótar á vettvangi. Maðurinn var handtekinn og yfirheyrður samdægurs en síðar sleppt. Málið er nú til rannsóknar. Verið er að kanna hvort maðurinn hafi stolið fleiri hjólum. „Við erum að kanna hvort hann sé einn af þessum sem er stórtækur í þessu eða ekki,“ segir Guðmundur Pétur. Eins og áður segir hefur umræða um hjólaþjófnað borið nokkuð hátt það sem af er ári. Nú síðast í júlí varaði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu við því að enn bæri nokkuð á bíræfnum reiðhjólaþjófum sem veigri sér ekki við því að klippa á lása eða fara inn í hjólageymslur. Þá bæri á því að þjófarnir steli hjólunum með það að markmiði að selja þau. Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Hjólaþjófar óhræddir við að fara inn í hjólageymslur Reiðhjólaþjófnaður hefur verið í umræðunni undanfarið en greint var frá því fyrr í mánuðinum að 245 hjólum hafi verið stolið það sem af er ári. 12. júlí 2019 12:33 Grunur um skipulagðan hjólaþjófnað Undanfarna mánuði hefur reiðhjólaþjófnaður færst í vöxt og grunur leikur á að um skipulagða glæpastarfsemi sé að ræða. Klippt er á lása og brotist inn í reiðhjólageymslur til að stela hjólunum. 5. júlí 2019 06:15 Hjól þurfa að vera læst Reiðhjól sem er stolið utandyra þarf að hafa verið læst til að bætur fáist frá tryggingafélögum. 8. júlí 2019 06:00 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók karlmann á fimmtudag í síðustu viku sem staðinn var að því að stela reiðhjóli í Vesturbæ Reykjavíkur. Eigandi hjólsins, ungur Vesturbæingur, fékk ábendingu um að hjólinu hefði verið stolið og hafði faðir hans að endingu hendur í hári þjófsins. Hjólaþjófar hafa verið iðnir við kolann á höfuðborgarsvæðið í sumar. Þá virðast þeir einkum hafa herjað á Vesturbæinga, ef marka má umræður inni á Facebook-hóp íbúa í hverfinu, en þar er nær daglegt brauð að reiðhjól séu tilkynnt stolin.Sjá einnig: 245 hjólum stolið það sem af er ári „Það voru drengir sem láta vin sinn vita að þeir hafi séð hjólið hans í umferð,“ segir Guðmundur Pétur Guðmundsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, um aðdraganda málsins í samtali við Vísi. Drengurinn hafi svo látið föður sinn vita, sem að endingu fann bæði hjólið og þjófinn í hjólageymslu á heimili þess síðastnefnda. Hjóli drengsins var þannig komið í hendur eiganda síns en lögregla lagði auk þess hald á eitt reiðhjól til viðbótar á vettvangi. Maðurinn var handtekinn og yfirheyrður samdægurs en síðar sleppt. Málið er nú til rannsóknar. Verið er að kanna hvort maðurinn hafi stolið fleiri hjólum. „Við erum að kanna hvort hann sé einn af þessum sem er stórtækur í þessu eða ekki,“ segir Guðmundur Pétur. Eins og áður segir hefur umræða um hjólaþjófnað borið nokkuð hátt það sem af er ári. Nú síðast í júlí varaði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu við því að enn bæri nokkuð á bíræfnum reiðhjólaþjófum sem veigri sér ekki við því að klippa á lása eða fara inn í hjólageymslur. Þá bæri á því að þjófarnir steli hjólunum með það að markmiði að selja þau.
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Hjólaþjófar óhræddir við að fara inn í hjólageymslur Reiðhjólaþjófnaður hefur verið í umræðunni undanfarið en greint var frá því fyrr í mánuðinum að 245 hjólum hafi verið stolið það sem af er ári. 12. júlí 2019 12:33 Grunur um skipulagðan hjólaþjófnað Undanfarna mánuði hefur reiðhjólaþjófnaður færst í vöxt og grunur leikur á að um skipulagða glæpastarfsemi sé að ræða. Klippt er á lása og brotist inn í reiðhjólageymslur til að stela hjólunum. 5. júlí 2019 06:15 Hjól þurfa að vera læst Reiðhjól sem er stolið utandyra þarf að hafa verið læst til að bætur fáist frá tryggingafélögum. 8. júlí 2019 06:00 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Sjá meira
Hjólaþjófar óhræddir við að fara inn í hjólageymslur Reiðhjólaþjófnaður hefur verið í umræðunni undanfarið en greint var frá því fyrr í mánuðinum að 245 hjólum hafi verið stolið það sem af er ári. 12. júlí 2019 12:33
Grunur um skipulagðan hjólaþjófnað Undanfarna mánuði hefur reiðhjólaþjófnaður færst í vöxt og grunur leikur á að um skipulagða glæpastarfsemi sé að ræða. Klippt er á lása og brotist inn í reiðhjólageymslur til að stela hjólunum. 5. júlí 2019 06:15
Hjól þurfa að vera læst Reiðhjól sem er stolið utandyra þarf að hafa verið læst til að bætur fáist frá tryggingafélögum. 8. júlí 2019 06:00