Feðgar komu lögreglu á spor reiðhjólaþjófs í Vesturbænum Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. september 2019 10:30 Töluvert hefur borið á bíræfnum hjólaþjófum í Vesturbænum síðustu misseri. Vísir/getty Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók karlmann á fimmtudag í síðustu viku sem staðinn var að því að stela reiðhjóli í Vesturbæ Reykjavíkur. Eigandi hjólsins, ungur Vesturbæingur, fékk ábendingu um að hjólinu hefði verið stolið og hafði faðir hans að endingu hendur í hári þjófsins. Hjólaþjófar hafa verið iðnir við kolann á höfuðborgarsvæðið í sumar. Þá virðast þeir einkum hafa herjað á Vesturbæinga, ef marka má umræður inni á Facebook-hóp íbúa í hverfinu, en þar er nær daglegt brauð að reiðhjól séu tilkynnt stolin.Sjá einnig: 245 hjólum stolið það sem af er ári „Það voru drengir sem láta vin sinn vita að þeir hafi séð hjólið hans í umferð,“ segir Guðmundur Pétur Guðmundsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, um aðdraganda málsins í samtali við Vísi. Drengurinn hafi svo látið föður sinn vita, sem að endingu fann bæði hjólið og þjófinn í hjólageymslu á heimili þess síðastnefnda. Hjóli drengsins var þannig komið í hendur eiganda síns en lögregla lagði auk þess hald á eitt reiðhjól til viðbótar á vettvangi. Maðurinn var handtekinn og yfirheyrður samdægurs en síðar sleppt. Málið er nú til rannsóknar. Verið er að kanna hvort maðurinn hafi stolið fleiri hjólum. „Við erum að kanna hvort hann sé einn af þessum sem er stórtækur í þessu eða ekki,“ segir Guðmundur Pétur. Eins og áður segir hefur umræða um hjólaþjófnað borið nokkuð hátt það sem af er ári. Nú síðast í júlí varaði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu við því að enn bæri nokkuð á bíræfnum reiðhjólaþjófum sem veigri sér ekki við því að klippa á lása eða fara inn í hjólageymslur. Þá bæri á því að þjófarnir steli hjólunum með það að markmiði að selja þau. Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Hjólaþjófar óhræddir við að fara inn í hjólageymslur Reiðhjólaþjófnaður hefur verið í umræðunni undanfarið en greint var frá því fyrr í mánuðinum að 245 hjólum hafi verið stolið það sem af er ári. 12. júlí 2019 12:33 Grunur um skipulagðan hjólaþjófnað Undanfarna mánuði hefur reiðhjólaþjófnaður færst í vöxt og grunur leikur á að um skipulagða glæpastarfsemi sé að ræða. Klippt er á lása og brotist inn í reiðhjólageymslur til að stela hjólunum. 5. júlí 2019 06:15 Hjól þurfa að vera læst Reiðhjól sem er stolið utandyra þarf að hafa verið læst til að bætur fáist frá tryggingafélögum. 8. júlí 2019 06:00 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók karlmann á fimmtudag í síðustu viku sem staðinn var að því að stela reiðhjóli í Vesturbæ Reykjavíkur. Eigandi hjólsins, ungur Vesturbæingur, fékk ábendingu um að hjólinu hefði verið stolið og hafði faðir hans að endingu hendur í hári þjófsins. Hjólaþjófar hafa verið iðnir við kolann á höfuðborgarsvæðið í sumar. Þá virðast þeir einkum hafa herjað á Vesturbæinga, ef marka má umræður inni á Facebook-hóp íbúa í hverfinu, en þar er nær daglegt brauð að reiðhjól séu tilkynnt stolin.Sjá einnig: 245 hjólum stolið það sem af er ári „Það voru drengir sem láta vin sinn vita að þeir hafi séð hjólið hans í umferð,“ segir Guðmundur Pétur Guðmundsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, um aðdraganda málsins í samtali við Vísi. Drengurinn hafi svo látið föður sinn vita, sem að endingu fann bæði hjólið og þjófinn í hjólageymslu á heimili þess síðastnefnda. Hjóli drengsins var þannig komið í hendur eiganda síns en lögregla lagði auk þess hald á eitt reiðhjól til viðbótar á vettvangi. Maðurinn var handtekinn og yfirheyrður samdægurs en síðar sleppt. Málið er nú til rannsóknar. Verið er að kanna hvort maðurinn hafi stolið fleiri hjólum. „Við erum að kanna hvort hann sé einn af þessum sem er stórtækur í þessu eða ekki,“ segir Guðmundur Pétur. Eins og áður segir hefur umræða um hjólaþjófnað borið nokkuð hátt það sem af er ári. Nú síðast í júlí varaði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu við því að enn bæri nokkuð á bíræfnum reiðhjólaþjófum sem veigri sér ekki við því að klippa á lása eða fara inn í hjólageymslur. Þá bæri á því að þjófarnir steli hjólunum með það að markmiði að selja þau.
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Hjólaþjófar óhræddir við að fara inn í hjólageymslur Reiðhjólaþjófnaður hefur verið í umræðunni undanfarið en greint var frá því fyrr í mánuðinum að 245 hjólum hafi verið stolið það sem af er ári. 12. júlí 2019 12:33 Grunur um skipulagðan hjólaþjófnað Undanfarna mánuði hefur reiðhjólaþjófnaður færst í vöxt og grunur leikur á að um skipulagða glæpastarfsemi sé að ræða. Klippt er á lása og brotist inn í reiðhjólageymslur til að stela hjólunum. 5. júlí 2019 06:15 Hjól þurfa að vera læst Reiðhjól sem er stolið utandyra þarf að hafa verið læst til að bætur fáist frá tryggingafélögum. 8. júlí 2019 06:00 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík Sjá meira
Hjólaþjófar óhræddir við að fara inn í hjólageymslur Reiðhjólaþjófnaður hefur verið í umræðunni undanfarið en greint var frá því fyrr í mánuðinum að 245 hjólum hafi verið stolið það sem af er ári. 12. júlí 2019 12:33
Grunur um skipulagðan hjólaþjófnað Undanfarna mánuði hefur reiðhjólaþjófnaður færst í vöxt og grunur leikur á að um skipulagða glæpastarfsemi sé að ræða. Klippt er á lása og brotist inn í reiðhjólageymslur til að stela hjólunum. 5. júlí 2019 06:15
Hjól þurfa að vera læst Reiðhjól sem er stolið utandyra þarf að hafa verið læst til að bætur fáist frá tryggingafélögum. 8. júlí 2019 06:00