Undir áhrifum áhrifavalda Sigríður Karlsdóttir skrifar 16. september 2019 14:12 Ég vaknaði í gærmorgun og tók eftir því að ferðataskan var ennþá á gólfinu. Með óhreina þvottinum í. Opin. Sólarhring eftir heimkomu. Ég labbaði klofvega yfir hana með úfinn kamb og fékk mér kaffi. Ekki til mjólk. Notaði gamla mjólk úr kókópuffskál barnanna. Af því ég var eitthvað úrill og þreytt þá fór ég bara á samfélagsmiðla í stað þess að gera eitthvað uppbyggilegt. Þar sá ég áhrifavald vera að þrífa um miðja nótt. Ekki misskilja mig, ég held að þessi dama sé fŕábær móðir og eiginkona. En bara með áhersluna á þrif á öðru leveli en ég. Ég heyrði af konu sem þekkir til að ungar húsmæður séu að hrynja eins og taflkarlar niður af álagi. Útaf pressu. Ofurábyrgð og vilja ekki vera dæmdar. Ég þekki einn áhrifavald mjög vel. Hann hleypur um í g-streng um miðjar nætur og hjálpar fólki í kringum jólin. Dásamlegur karakter sem mér þykir mjög vænt um. En ég myndi aldrei gera það sem hann er að gera. Það er ekki sök áhrifavalda að fólk stekkur til að gerir eins og þeir gera. Til þess er reyndar leikurinn gerður og minnir mig gjarnan á The Truman show. En það er önnur saga. Það er ekki vegna þeirra að það seljast upp vörur eða húsmæður hrynja með of háan blóðþrýsting. Það er okkar sök. Okkar, sem verðum fyrir áhrifum áhrifavalda og fjölmiðla. Að stara ekki með innantóm augu á skjáinn og taka öllum sem heilögum sannleik. Að skorta gagnrýna hugsun. Það er okkar að sýna sjálfstæði og velja það sem er best fyrir okkur. Alltaf. Stundum er bara svo auðvelt að láta mata sig. En það er dálítið stórt samfélagslegt vandamál. Að vilja alltaf það sem aðrir vilja er skortur á sjálfsvirðingu eða sjálfsást. Að gera bara hluti fyrir aðra og þóknast öðrum er skortur á sjálfstrausti. Ég lokaði símanum, hlustaði á hallærislega gamaldags tónlist sem er ekki í tísku (ég þarf allavega ekki að bíða í biðröð eftir tónleikum) og klæddi mig ekki í brjóstarhaldara. Þannig vil ég vera. Þannig líður mér vel og ef áhrif áhrifavalda laumast inn þá lít ég ég spegil og blikka mig. Ég er nefnilega æðisleg nákvæmlega eins og ég er! Ég gekk frá úr ferðatöskunni að lokum. En á mínum hraða. Verum bara við sjálf. Við erum bara best þannig! Ykkar SiggaHöfundur er lífsleiknikennari, heilsuráðgjafi og sérlegur áhugamaður um mannlegt eðli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Karlsdóttir Mest lesið Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Sjá meira
Ég vaknaði í gærmorgun og tók eftir því að ferðataskan var ennþá á gólfinu. Með óhreina þvottinum í. Opin. Sólarhring eftir heimkomu. Ég labbaði klofvega yfir hana með úfinn kamb og fékk mér kaffi. Ekki til mjólk. Notaði gamla mjólk úr kókópuffskál barnanna. Af því ég var eitthvað úrill og þreytt þá fór ég bara á samfélagsmiðla í stað þess að gera eitthvað uppbyggilegt. Þar sá ég áhrifavald vera að þrífa um miðja nótt. Ekki misskilja mig, ég held að þessi dama sé fŕábær móðir og eiginkona. En bara með áhersluna á þrif á öðru leveli en ég. Ég heyrði af konu sem þekkir til að ungar húsmæður séu að hrynja eins og taflkarlar niður af álagi. Útaf pressu. Ofurábyrgð og vilja ekki vera dæmdar. Ég þekki einn áhrifavald mjög vel. Hann hleypur um í g-streng um miðjar nætur og hjálpar fólki í kringum jólin. Dásamlegur karakter sem mér þykir mjög vænt um. En ég myndi aldrei gera það sem hann er að gera. Það er ekki sök áhrifavalda að fólk stekkur til að gerir eins og þeir gera. Til þess er reyndar leikurinn gerður og minnir mig gjarnan á The Truman show. En það er önnur saga. Það er ekki vegna þeirra að það seljast upp vörur eða húsmæður hrynja með of háan blóðþrýsting. Það er okkar sök. Okkar, sem verðum fyrir áhrifum áhrifavalda og fjölmiðla. Að stara ekki með innantóm augu á skjáinn og taka öllum sem heilögum sannleik. Að skorta gagnrýna hugsun. Það er okkar að sýna sjálfstæði og velja það sem er best fyrir okkur. Alltaf. Stundum er bara svo auðvelt að láta mata sig. En það er dálítið stórt samfélagslegt vandamál. Að vilja alltaf það sem aðrir vilja er skortur á sjálfsvirðingu eða sjálfsást. Að gera bara hluti fyrir aðra og þóknast öðrum er skortur á sjálfstrausti. Ég lokaði símanum, hlustaði á hallærislega gamaldags tónlist sem er ekki í tísku (ég þarf allavega ekki að bíða í biðröð eftir tónleikum) og klæddi mig ekki í brjóstarhaldara. Þannig vil ég vera. Þannig líður mér vel og ef áhrif áhrifavalda laumast inn þá lít ég ég spegil og blikka mig. Ég er nefnilega æðisleg nákvæmlega eins og ég er! Ég gekk frá úr ferðatöskunni að lokum. En á mínum hraða. Verum bara við sjálf. Við erum bara best þannig! Ykkar SiggaHöfundur er lífsleiknikennari, heilsuráðgjafi og sérlegur áhugamaður um mannlegt eðli.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar