Ungir samviskusendiherrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar 17. september 2019 10:04 Verkföll skólabarna fyrir loftslagið hafa dúkkað upp í fréttum hérlendis af og til. Þúsundir ungmenna um allan heim eru nú að skipuleggja allsherjarverkfall fyrir loftslagið á föstudaginn næsta og á það einnig við hér heima. Greta Thunberg var sú fyrsta til að fara í slíkt verkfall sem sumir myndu segja að hafi verið upphaf byltingar. Ákall verkfallsins er í þetta sinn að foreldrar, fullorðnir, frænkur, frændur, eldri kynslóðin og allir þeir sem hafa hingað til fylgst með skuli nú styðja baráttu ungs fólks fyrir framtíð sinni í verki. Þau sem eldri eru láti sig málið varða, mæti á verkfallið og taki undir kröfuna um áhrifameiri aðgerðir stjórnvalda í baráttunni við loftslagsvánna. Amnesty International hefur veitt Gretu æðstu viðurkenningu samtakanna fyrir baráttu sína. Íslandsdeild Amnesty veitti í gær félögunum fjórum, SHÍ, LÍS, UU og SÍF, sem hafa staðið að skipulagningu loftslagsverkfallanna hérlendis, viðurkenningu ‘Samviskusendiherra’ fyrir sína forystu í báráttunni gegn loftslagsvánni. Það var mikill heiður að taka við þessari viðurkenningu fyrir hönd SHÍ en viðurkenninguna eiga auðvitað þau börn sem hafa notað eina úrræðið sem þau hafa til þess að láta í sér heyra með því að skrópa í skólanum og mæta á verkföllin á föstudögum. Nú er komið að þeim sem eldri eru að nota sín úrræði sem þátttakendur í lýðræðissamfélagi. Margir telja ungt fólk vera full dramatískt og ákall þeirra borið saman við dómsdagsspár og endalok alheimsins. Ég lít frekar svo á að börn og ungt fólk eru þau einu sem hafa engu að tapa en samt öllu að tapa á sama tíma og hugarfar þeirra litast af því. Hugarfar þeirra er því í grundvallaratriðum ólíkt hugarfari þeirra sem eldri eru og eru við stjórn. Framtíð unga fólksins eins og þau höfðu ímyndað sér hana er í húfi og því hafa þau öllu að tapa. Á sama tíma hafa þau ekki kosningum, fjármunum eða félagslegri stöðu til að tapa og geta þar af leiðandi sagt hlutina eins og þeir eru. Þau geta sagt að nú ríki neyðarástand. Vistkerfi og strandsvæði séu í hættu, fiskveiði og sjávarlíf er í hættu og afleiðingar þess hafa þegar haft áhrif, heilsa milljóna manna er undir og ný tegund flóttamannavanda blasir við. Styðjir þú baráttu ungu kynslóðarinnar fyrir sinni framtíð er nauðsynlegt að taka þátt í verki og sýna samstöðu. Það dugar aðeins svo langt að dást unga fólkinu fyrir dugnaðinn og þróttinn. Auk þess er mikilvægt að láta vita að þú styðjir málsstaðinn með því að láta í þér heyra, hvort sem það er á samfélagsmiðlum eða í umræðu við fólk í kringum þig. Það mun einhver hlusta, einhver líta til þín og þess að þú látir þig málið varða. Á loftslagsverkföllunum hafa ávörp frá börnunum einkennt dagskrána hingað til. Skipuleggjendur loftslagsverkfallsins hafa nú leitað til þeirra sem eldri eru til að ljá málstaðnum rödd sína og svara kallinu um að fullorðnir styðji kröfur verkfallsins. Meðal þeirra sem ávarpa og koma fram föstudaginn 20. sept nk. eru Dr. Kári Stefánsson, Hildur Knútsdóttir, Sævar Helgi Bragason, Eydís Blöndal, Högni Egilsson, GDRN og Friðrik Dór. Þau verða á allsherjarverkfalli fyrir loftslagið föstudaginn 20. september nk. Hvar verður þú?Höfundur er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands 2019-2020. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Þórey Pétursdóttir Loftslagsmál Skóla - og menntamál Mest lesið Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Verkföll skólabarna fyrir loftslagið hafa dúkkað upp í fréttum hérlendis af og til. Þúsundir ungmenna um allan heim eru nú að skipuleggja allsherjarverkfall fyrir loftslagið á föstudaginn næsta og á það einnig við hér heima. Greta Thunberg var sú fyrsta til að fara í slíkt verkfall sem sumir myndu segja að hafi verið upphaf byltingar. Ákall verkfallsins er í þetta sinn að foreldrar, fullorðnir, frænkur, frændur, eldri kynslóðin og allir þeir sem hafa hingað til fylgst með skuli nú styðja baráttu ungs fólks fyrir framtíð sinni í verki. Þau sem eldri eru láti sig málið varða, mæti á verkfallið og taki undir kröfuna um áhrifameiri aðgerðir stjórnvalda í baráttunni við loftslagsvánna. Amnesty International hefur veitt Gretu æðstu viðurkenningu samtakanna fyrir baráttu sína. Íslandsdeild Amnesty veitti í gær félögunum fjórum, SHÍ, LÍS, UU og SÍF, sem hafa staðið að skipulagningu loftslagsverkfallanna hérlendis, viðurkenningu ‘Samviskusendiherra’ fyrir sína forystu í báráttunni gegn loftslagsvánni. Það var mikill heiður að taka við þessari viðurkenningu fyrir hönd SHÍ en viðurkenninguna eiga auðvitað þau börn sem hafa notað eina úrræðið sem þau hafa til þess að láta í sér heyra með því að skrópa í skólanum og mæta á verkföllin á föstudögum. Nú er komið að þeim sem eldri eru að nota sín úrræði sem þátttakendur í lýðræðissamfélagi. Margir telja ungt fólk vera full dramatískt og ákall þeirra borið saman við dómsdagsspár og endalok alheimsins. Ég lít frekar svo á að börn og ungt fólk eru þau einu sem hafa engu að tapa en samt öllu að tapa á sama tíma og hugarfar þeirra litast af því. Hugarfar þeirra er því í grundvallaratriðum ólíkt hugarfari þeirra sem eldri eru og eru við stjórn. Framtíð unga fólksins eins og þau höfðu ímyndað sér hana er í húfi og því hafa þau öllu að tapa. Á sama tíma hafa þau ekki kosningum, fjármunum eða félagslegri stöðu til að tapa og geta þar af leiðandi sagt hlutina eins og þeir eru. Þau geta sagt að nú ríki neyðarástand. Vistkerfi og strandsvæði séu í hættu, fiskveiði og sjávarlíf er í hættu og afleiðingar þess hafa þegar haft áhrif, heilsa milljóna manna er undir og ný tegund flóttamannavanda blasir við. Styðjir þú baráttu ungu kynslóðarinnar fyrir sinni framtíð er nauðsynlegt að taka þátt í verki og sýna samstöðu. Það dugar aðeins svo langt að dást unga fólkinu fyrir dugnaðinn og þróttinn. Auk þess er mikilvægt að láta vita að þú styðjir málsstaðinn með því að láta í þér heyra, hvort sem það er á samfélagsmiðlum eða í umræðu við fólk í kringum þig. Það mun einhver hlusta, einhver líta til þín og þess að þú látir þig málið varða. Á loftslagsverkföllunum hafa ávörp frá börnunum einkennt dagskrána hingað til. Skipuleggjendur loftslagsverkfallsins hafa nú leitað til þeirra sem eldri eru til að ljá málstaðnum rödd sína og svara kallinu um að fullorðnir styðji kröfur verkfallsins. Meðal þeirra sem ávarpa og koma fram föstudaginn 20. sept nk. eru Dr. Kári Stefánsson, Hildur Knútsdóttir, Sævar Helgi Bragason, Eydís Blöndal, Högni Egilsson, GDRN og Friðrik Dór. Þau verða á allsherjarverkfalli fyrir loftslagið föstudaginn 20. september nk. Hvar verður þú?Höfundur er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands 2019-2020.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar