Meðferðin á útlendingum á vinnumarkaðnum Sólveig Anna Jónsdóttir og Agnieszka Ewa Ziólkowska skrifar 19. september 2019 08:00 Undanfarin ár hefur miklu púðri verið varið í að vekja athygli á þeim launamun sem ríkir á milli karla og kvenna á Íslandi. Er það afar réttmætt. Á hinn bóginn hafa þau sem stýra umræðunni í samfélaginu sýnt margháttuðum brotum atvinnurekenda gagnvart erlendum starfsmönnum í láglaunastörfum lítinn sem engan áhuga, þrátt fyrir að þar sé augljóslega um kerfisbundið misrétti að ræða. Nýútkomin skýrsla ASÍ sem ber heitið Hvað mætir útlendingum á íslenskum vinnumarkaði? sýnir svo ekki verður um villst það sem undirritaðar hafa lengi vitað: Á Íslandi eru í það minnsta tveir vinnumarkaðir. Einn er sá sem mætir menntuðu millitekjufólki, vinnumarkaður þar sem launaþjófnaður og ill meðferð eru sjaldgæf fyrirbæri. Allt annar er svo sá sem bíður láglaunafólks, ekki síst þeim sem hingað koma frá öðrum löndum. Í skýrslunni kemur fram svart á hvítu að helmingur launakrafna fjögurra stærstu aðildarfélaga ASÍ er frá aðfluttu fólki sem eru þó aðeins 19% alls vinnuafls í landinu.Agnieszka Ewa Ziólkowska, varaformaður Eflingar.Útlendingar á íslenskum vinnumarkaði eru ekki aðeins líklegri til að verða fyrir launaþjófnaði og að komið sé í veg fyrir að þeir geti nýtt veikinda- og frítökurétt, rétt sem að verkafólk fyrri tíma lagði allt í sölurnar til að vinna. Til viðbótar við þá ömurlegu hegðun atvinnurekenda bætist við vanvirðandi framkoma, hótanir og það að aðgangur að húsaskjóli á gróðavæddum húsnæðismarkaði er notaður til að kúga fólk til hlýðni. Undirritaðar hafa einnig séð með eigin augum hvernig trúnaðarmenn af erlendum uppruna þurfa að þola að atvinnuöryggi þeirra er ógnað af yfirmönnum og atvinnurekendum sem þola ekki að þeir berjist fyrir eigin réttindum og félaga sinna. Ill meðferð og sviksemi gagnvart útlendingum og öðru láglaunafólki er smán á íslensku samfélagi. En auðvitað er ekki við öðru að búast en að þau sem minnst hafa völdin í samfélaginu verði helst fyrir kerfisbundnu óréttlæti. Réttlæti og sanngirni eru gildi sem hverfa fljótt þegar réttur hins sterka til að græða verður það sem allt snýst um. Gróðadýrkunin sem fengið hefur að gegnsýra íslenskt þjóðfélag hefur raunverulegar og alvarlegar afleiðingar fyrir vinnandi fólk og það er löngu tímabært að allir horfist í augu við það. Við setjum fram þá kröfu að á íslenskum vinnumarkaði verði farið í einu og öllu eftir kjarasamningum og að stjórnvöld efni samstundis loforðin frá því síðasta vor um að heimildir til refsinga verði auknar svo að ekki verði lengur hægt að komast með upp að stela af fólki launum eins og ekkert sé. Sannleikurinn er nefnilega sá að það er nákvæmlega staðan eins og hún er í dag. Við gerum okkur jafnframt grein fyrir því að eina lausnin sem dugar til langframa er að við sem tilheyrum stétt verka- og láglaunafólks stöndum saman hlið við hlið, sama hvaðan við komum og sýnum að okkur er full alvara þegar við segjumst ætla að knýja fram þær breytingar sem við viljum sjá. Enginn getur neitað því að íslenskt samfélag hvílir á vinnu okkar og við sem lifum af því að selja aðgang að vinnuaflinu okkar vitum að samstaðan er okkar beittasta vopn. Með því að standa saman, hvaðan sem við komum úr veröldinni, tryggjum við best að réttindi okkar allra séu virt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Sólveig Anna Jónsdóttir Vinnumarkaður Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur miklu púðri verið varið í að vekja athygli á þeim launamun sem ríkir á milli karla og kvenna á Íslandi. Er það afar réttmætt. Á hinn bóginn hafa þau sem stýra umræðunni í samfélaginu sýnt margháttuðum brotum atvinnurekenda gagnvart erlendum starfsmönnum í láglaunastörfum lítinn sem engan áhuga, þrátt fyrir að þar sé augljóslega um kerfisbundið misrétti að ræða. Nýútkomin skýrsla ASÍ sem ber heitið Hvað mætir útlendingum á íslenskum vinnumarkaði? sýnir svo ekki verður um villst það sem undirritaðar hafa lengi vitað: Á Íslandi eru í það minnsta tveir vinnumarkaðir. Einn er sá sem mætir menntuðu millitekjufólki, vinnumarkaður þar sem launaþjófnaður og ill meðferð eru sjaldgæf fyrirbæri. Allt annar er svo sá sem bíður láglaunafólks, ekki síst þeim sem hingað koma frá öðrum löndum. Í skýrslunni kemur fram svart á hvítu að helmingur launakrafna fjögurra stærstu aðildarfélaga ASÍ er frá aðfluttu fólki sem eru þó aðeins 19% alls vinnuafls í landinu.Agnieszka Ewa Ziólkowska, varaformaður Eflingar.Útlendingar á íslenskum vinnumarkaði eru ekki aðeins líklegri til að verða fyrir launaþjófnaði og að komið sé í veg fyrir að þeir geti nýtt veikinda- og frítökurétt, rétt sem að verkafólk fyrri tíma lagði allt í sölurnar til að vinna. Til viðbótar við þá ömurlegu hegðun atvinnurekenda bætist við vanvirðandi framkoma, hótanir og það að aðgangur að húsaskjóli á gróðavæddum húsnæðismarkaði er notaður til að kúga fólk til hlýðni. Undirritaðar hafa einnig séð með eigin augum hvernig trúnaðarmenn af erlendum uppruna þurfa að þola að atvinnuöryggi þeirra er ógnað af yfirmönnum og atvinnurekendum sem þola ekki að þeir berjist fyrir eigin réttindum og félaga sinna. Ill meðferð og sviksemi gagnvart útlendingum og öðru láglaunafólki er smán á íslensku samfélagi. En auðvitað er ekki við öðru að búast en að þau sem minnst hafa völdin í samfélaginu verði helst fyrir kerfisbundnu óréttlæti. Réttlæti og sanngirni eru gildi sem hverfa fljótt þegar réttur hins sterka til að græða verður það sem allt snýst um. Gróðadýrkunin sem fengið hefur að gegnsýra íslenskt þjóðfélag hefur raunverulegar og alvarlegar afleiðingar fyrir vinnandi fólk og það er löngu tímabært að allir horfist í augu við það. Við setjum fram þá kröfu að á íslenskum vinnumarkaði verði farið í einu og öllu eftir kjarasamningum og að stjórnvöld efni samstundis loforðin frá því síðasta vor um að heimildir til refsinga verði auknar svo að ekki verði lengur hægt að komast með upp að stela af fólki launum eins og ekkert sé. Sannleikurinn er nefnilega sá að það er nákvæmlega staðan eins og hún er í dag. Við gerum okkur jafnframt grein fyrir því að eina lausnin sem dugar til langframa er að við sem tilheyrum stétt verka- og láglaunafólks stöndum saman hlið við hlið, sama hvaðan við komum og sýnum að okkur er full alvara þegar við segjumst ætla að knýja fram þær breytingar sem við viljum sjá. Enginn getur neitað því að íslenskt samfélag hvílir á vinnu okkar og við sem lifum af því að selja aðgang að vinnuaflinu okkar vitum að samstaðan er okkar beittasta vopn. Með því að standa saman, hvaðan sem við komum úr veröldinni, tryggjum við best að réttindi okkar allra séu virt.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun