Nýsköpun á niðurleið eftir aukningu eftirhrunsáranna Kristinn Haukur Guðnason skrifar 2. september 2019 07:15 Magnús Þór Torfason, lektor við Háskóla Íslands, stóð að rannsókninni auk Wesley Sine. Fréttablaðið/Vilhelm Hlutfallsleg aukning varð í nýsköpun á Íslandi á árunum eftir bankahrunið 2008. Síðan 2014 hefur hlutfallið hins vegar lækkað. Þetta kemur fram í rannsókn sem Magnús Þór Torfason, lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, og Wesley Sine, prófessor við Cornell-háskóla í Bandaríkjunum, vinna nú að út frá gögnum frá Hagstofunni. Í aðdraganda hrunsins réðu bankarnir mikið af nýútskrifuðu fólki úr ýmsum geirum. „Það er aðlaðandi fyrir fólk að fara inn í geira þar sem er þensla og mikil eftirspurn eftir fólki,“ segir Magnús. Samkeppni ríkti um starfsfólk, ungt fólk sem var að velta framtíðinni fyrir sér og hefði annars verið líklegt til að stofna eitthvað nýtt. Rannsóknin sýnir greinilega hlutfallslega fjölgun fyrirtækja í vísindum, tækni, ferðaþjónustu og fleiri nýsköpunartengdum greinum eftir hrunið þegar fólki fækkaði í bönkunum. Magnús segir að það séu engar róttækar hugmyndir að baki rannsókninni. „Rannsóknir hafa verið gerðar á því þegar hugbúnaðarfyrirtækið Oz hætti starfsemi. Þar inni var mikið af hæfileikaríku fólki sem stofnaði ný fyrirtæki, eins og til dæmis CCP,“ segir Magnús. „Líklega á það sama við um leikjafyrirtækið Plain Vanilla. Starfsfólkið þar hvarf ekki þegar fyrirtækið hvarf af sjónarsviðinu. Þetta er í anda kenningar hagfræðingsins Joseph Schumpeter um skapandi eyðileggingu. Að mikilvægt væri að fyrirtæki færu stundum á hausinn til að rýma fyrir öðrum.“ Í hruninu gerðist þetta á mun stærri skala. Nú er stefnan hjá Magnúsi og Wesley að komast að því hvort aukning í nýsköpun megi rekja til þeirra sem störfuðu í fjármálageiranum fyrir hrun. Áætlað er að niðurstöðurnar birtist á þessu ári. Wesley hefur áður rannsakað tengsl nýsköpunar og hagsveiflu erlendis. Þegar niðurstöður þessarar rannsóknar liggja fyrir munu þær verða skoðaðar í samhengi við útlönd. Magnús segir hrunið hér á Íslandi vera mjög skýrt og afmarkað, kreppa sem drifin var á einum geira sem krafðist fjölda af menntuðu fólki. Lækkunin síðan 2014 vekur athygli í ljósi ferðamannasprengjunnar sem orðið hefur. Magnús segir að aukin umsvif séu ekki ávísun á aukna nýsköpun. „Við eigum eftir að skoða betur af hverju þessi lækkun er tilkomin,“ segir hann. „Það er hægt að ímynda sér að lækkunin sé vegna þess að þensla eykst í hagkerfinu á ný og að hlutfallið sé aftur að færast í eðlilegt ástand. Fólk er einnig að keyra áfram fyrirtæki sem voru stofnuð fyrr frekar en að stofna ný fyrirtæki.“ Birtist í Fréttablaðinu Nýsköpun Mest lesið Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Sjá meira
Hlutfallsleg aukning varð í nýsköpun á Íslandi á árunum eftir bankahrunið 2008. Síðan 2014 hefur hlutfallið hins vegar lækkað. Þetta kemur fram í rannsókn sem Magnús Þór Torfason, lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, og Wesley Sine, prófessor við Cornell-háskóla í Bandaríkjunum, vinna nú að út frá gögnum frá Hagstofunni. Í aðdraganda hrunsins réðu bankarnir mikið af nýútskrifuðu fólki úr ýmsum geirum. „Það er aðlaðandi fyrir fólk að fara inn í geira þar sem er þensla og mikil eftirspurn eftir fólki,“ segir Magnús. Samkeppni ríkti um starfsfólk, ungt fólk sem var að velta framtíðinni fyrir sér og hefði annars verið líklegt til að stofna eitthvað nýtt. Rannsóknin sýnir greinilega hlutfallslega fjölgun fyrirtækja í vísindum, tækni, ferðaþjónustu og fleiri nýsköpunartengdum greinum eftir hrunið þegar fólki fækkaði í bönkunum. Magnús segir að það séu engar róttækar hugmyndir að baki rannsókninni. „Rannsóknir hafa verið gerðar á því þegar hugbúnaðarfyrirtækið Oz hætti starfsemi. Þar inni var mikið af hæfileikaríku fólki sem stofnaði ný fyrirtæki, eins og til dæmis CCP,“ segir Magnús. „Líklega á það sama við um leikjafyrirtækið Plain Vanilla. Starfsfólkið þar hvarf ekki þegar fyrirtækið hvarf af sjónarsviðinu. Þetta er í anda kenningar hagfræðingsins Joseph Schumpeter um skapandi eyðileggingu. Að mikilvægt væri að fyrirtæki færu stundum á hausinn til að rýma fyrir öðrum.“ Í hruninu gerðist þetta á mun stærri skala. Nú er stefnan hjá Magnúsi og Wesley að komast að því hvort aukning í nýsköpun megi rekja til þeirra sem störfuðu í fjármálageiranum fyrir hrun. Áætlað er að niðurstöðurnar birtist á þessu ári. Wesley hefur áður rannsakað tengsl nýsköpunar og hagsveiflu erlendis. Þegar niðurstöður þessarar rannsóknar liggja fyrir munu þær verða skoðaðar í samhengi við útlönd. Magnús segir hrunið hér á Íslandi vera mjög skýrt og afmarkað, kreppa sem drifin var á einum geira sem krafðist fjölda af menntuðu fólki. Lækkunin síðan 2014 vekur athygli í ljósi ferðamannasprengjunnar sem orðið hefur. Magnús segir að aukin umsvif séu ekki ávísun á aukna nýsköpun. „Við eigum eftir að skoða betur af hverju þessi lækkun er tilkomin,“ segir hann. „Það er hægt að ímynda sér að lækkunin sé vegna þess að þensla eykst í hagkerfinu á ný og að hlutfallið sé aftur að færast í eðlilegt ástand. Fólk er einnig að keyra áfram fyrirtæki sem voru stofnuð fyrr frekar en að stofna ný fyrirtæki.“
Birtist í Fréttablaðinu Nýsköpun Mest lesið Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Sjá meira