Mál til að rífast um Guðmundur Steingrímsson skrifar 2. september 2019 08:00 Í dag verða greidd atkvæði á þingi um orkupakkann. Þar með verður umræðunni um það mál lokið á Alþingi og væntanlega líka í þjóðfélaginu. Það er ekki laust við að í mínum huga gæti viss söknuðar. Ég hef um nokkurt skeið, reyndar við dræmar undirtektir — en stundum kátínu — stungið upp á því á hverjum þeim mannamótum sem ég tek þátt í, að orkupakkinn verði á einhverjum tímapunkti ræddur. Að teknir verði tveir, þrír tímar, helst eftir nokkra bjóra og þrætt duglega. Versta er að ég hitti alltof sjaldan fólk sem er á móti orkupakkanum og því fellur þessi tillaga mín jafnan um sjálft sig. Þó hef ég reyndar oft orðið vitni að því að fólk sem er fullkomlega sammála um mál getur samt deilt fimlega um það, sérstaklega ef það er komið soldið fram á nótt í samkvæmi. Á þeim grunni hef ég haldið í vonina. Síðasta tilraun mín til að efna til hressandi erja um orkupakkann í vinahópi rann þó algjörlega út í sandinn um helgina og með mun meira afgerandi hætti en hinar tilraunir mínar. Ég spurði, gáskafullur: „Og hvenær eigum við svo að ræða orkupakkann?“ Annar svaraði: „Orkupakkann? Það þarf ekkert að ræða hann. Málflutningurinn er svo fáránlegur. Þessir menn eru í rauninni að halda því fram að fólk geti bankað upp á hjá manni með framlengingarsnúru og krafist þess að fá að stinga í samband. Það sjá allir að það er rugl.“ Þessi líking við nauðhyggjurökin um að Íslendingar verði skyldaðir til að leggja sæstreng til útlanda ef orkupakkinn fer í gegn var æði snaggaraleg. Auðvitað getur enginn mætt með snúru og krafist þess að fá að stinga í samband. Við ráðum. Af sjónarhóli umræðunnar var þetta hins vegar bagalegt. Hún varð engin eftir þetta.Hvað svo? Og í dag semsagt verður þetta prýðilega þrætuepli til lykta leitt. Í mér er beygur. Hvað tekur við? Auðvitað gengur ekki að þjóðfélagið verði deilulaust. Um hvað getum við rifist? Hugsanlegt er að dusta megi rykið, a.m.k. um stundarsakir, af gömlum og óútkljáðum deilumálum sem klikka aldrei: Reykjavíkurflugvöllur, vera eða fara? Lúpínan, með eða á móti? Snarpt orðaskak um þessi fornu álitamál gæti fleytt þjóðinni yfir þennan hjalla, þar til nýtt, ferskt deilumál skýtur upp kollinum. Til þess að halda í hefðirnar þarf næsta deilumál þó helst að vera um ekki neitt. Það þarf líka að vera hæfilega sérhæft og óáhugavert, helst frá Brussel, svo það sé hægt að skálda upp alls konar ósannindi í kringum það og rífast svo um þau. Ég ætla ekki að hafa miklar áhyggjur af þessu. Þrátt fyrir beyg, þá hef ég trú. Ég ætla að gerast svo djarfur að spá því að vísir að næsta rifrildismáli skjóti upp kollinum fyrir lok vikunnar. Ég veit það er djarft, en sanniði til. Margir hér á landi eru einfaldlega orðnir það flinkir í þessu að þeir geta búið til svona deilu í raun án þess að hugsa. Þetta bara vellur upp úr þeim. Fyrir þeim er þetta eins og að fara á klósettið. Sjálfsagt mál. Daglegt brauð. Þetta er bara eitthvað sem kemur. Næstum því áreynslulaust.Fjarlæg pæling Auðvitað mætti þó hugsa sér — þó ekki nema einungis sér til dægrastyttingar í einrúmi — að í einhvern tiltekinn tíma, núna í kjölfar atkvæðagreiðslunnar, verði þjóðfélagsumræðunni þannig háttað að skæra að tilefnislausu njóti ekki við. Það er skemmtilegt að velta fyrir sér þeirri þjóðfélagsmynd sem þá blasir við. Það mætti ímynda sér að þjóðin sökkvi sér í málefnalega umræðu um það hvað Íslendingar þurfi að gera til þessa að mæta neyðarástandi í loftslagsmálum. Það væri hægt að efna til djúprar greiningar á því hvernig hægt er að bæta heilbrigðiskerfið. Svo mætti gera plön um það hvernig hátta ætti ferðaþjónustu til framtíðar á Íslandi. Það mætti ræða umbætur í skólakerfinu og hvernig hægt er betur að draga fram styrkleika hvers og eins. Það mætti ræða velferðarkerfið og guð má vita hvað. En hver nennir þessu? Í staðinn fyrir að hlúa að og efna til einhvers konar alhliða samtals, greiningar og áætlunargerðar um alla þessa stóru hluti í samfélaginu er að sjálfsögðu miklu skemmtilegra að rífast um ekki neitt. Það er miklu meiri sköpun í því að kokka upp deilumál frá grunni. Það krefst svo miklu meira listfengis að snúa markvisst út úr orðum og smíða góðar samsæriskenningar. Orkan okkar á að fara í þannig hluti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Þriðji orkupakkinn Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Í dag verða greidd atkvæði á þingi um orkupakkann. Þar með verður umræðunni um það mál lokið á Alþingi og væntanlega líka í þjóðfélaginu. Það er ekki laust við að í mínum huga gæti viss söknuðar. Ég hef um nokkurt skeið, reyndar við dræmar undirtektir — en stundum kátínu — stungið upp á því á hverjum þeim mannamótum sem ég tek þátt í, að orkupakkinn verði á einhverjum tímapunkti ræddur. Að teknir verði tveir, þrír tímar, helst eftir nokkra bjóra og þrætt duglega. Versta er að ég hitti alltof sjaldan fólk sem er á móti orkupakkanum og því fellur þessi tillaga mín jafnan um sjálft sig. Þó hef ég reyndar oft orðið vitni að því að fólk sem er fullkomlega sammála um mál getur samt deilt fimlega um það, sérstaklega ef það er komið soldið fram á nótt í samkvæmi. Á þeim grunni hef ég haldið í vonina. Síðasta tilraun mín til að efna til hressandi erja um orkupakkann í vinahópi rann þó algjörlega út í sandinn um helgina og með mun meira afgerandi hætti en hinar tilraunir mínar. Ég spurði, gáskafullur: „Og hvenær eigum við svo að ræða orkupakkann?“ Annar svaraði: „Orkupakkann? Það þarf ekkert að ræða hann. Málflutningurinn er svo fáránlegur. Þessir menn eru í rauninni að halda því fram að fólk geti bankað upp á hjá manni með framlengingarsnúru og krafist þess að fá að stinga í samband. Það sjá allir að það er rugl.“ Þessi líking við nauðhyggjurökin um að Íslendingar verði skyldaðir til að leggja sæstreng til útlanda ef orkupakkinn fer í gegn var æði snaggaraleg. Auðvitað getur enginn mætt með snúru og krafist þess að fá að stinga í samband. Við ráðum. Af sjónarhóli umræðunnar var þetta hins vegar bagalegt. Hún varð engin eftir þetta.Hvað svo? Og í dag semsagt verður þetta prýðilega þrætuepli til lykta leitt. Í mér er beygur. Hvað tekur við? Auðvitað gengur ekki að þjóðfélagið verði deilulaust. Um hvað getum við rifist? Hugsanlegt er að dusta megi rykið, a.m.k. um stundarsakir, af gömlum og óútkljáðum deilumálum sem klikka aldrei: Reykjavíkurflugvöllur, vera eða fara? Lúpínan, með eða á móti? Snarpt orðaskak um þessi fornu álitamál gæti fleytt þjóðinni yfir þennan hjalla, þar til nýtt, ferskt deilumál skýtur upp kollinum. Til þess að halda í hefðirnar þarf næsta deilumál þó helst að vera um ekki neitt. Það þarf líka að vera hæfilega sérhæft og óáhugavert, helst frá Brussel, svo það sé hægt að skálda upp alls konar ósannindi í kringum það og rífast svo um þau. Ég ætla ekki að hafa miklar áhyggjur af þessu. Þrátt fyrir beyg, þá hef ég trú. Ég ætla að gerast svo djarfur að spá því að vísir að næsta rifrildismáli skjóti upp kollinum fyrir lok vikunnar. Ég veit það er djarft, en sanniði til. Margir hér á landi eru einfaldlega orðnir það flinkir í þessu að þeir geta búið til svona deilu í raun án þess að hugsa. Þetta bara vellur upp úr þeim. Fyrir þeim er þetta eins og að fara á klósettið. Sjálfsagt mál. Daglegt brauð. Þetta er bara eitthvað sem kemur. Næstum því áreynslulaust.Fjarlæg pæling Auðvitað mætti þó hugsa sér — þó ekki nema einungis sér til dægrastyttingar í einrúmi — að í einhvern tiltekinn tíma, núna í kjölfar atkvæðagreiðslunnar, verði þjóðfélagsumræðunni þannig háttað að skæra að tilefnislausu njóti ekki við. Það er skemmtilegt að velta fyrir sér þeirri þjóðfélagsmynd sem þá blasir við. Það mætti ímynda sér að þjóðin sökkvi sér í málefnalega umræðu um það hvað Íslendingar þurfi að gera til þessa að mæta neyðarástandi í loftslagsmálum. Það væri hægt að efna til djúprar greiningar á því hvernig hægt er að bæta heilbrigðiskerfið. Svo mætti gera plön um það hvernig hátta ætti ferðaþjónustu til framtíðar á Íslandi. Það mætti ræða umbætur í skólakerfinu og hvernig hægt er betur að draga fram styrkleika hvers og eins. Það mætti ræða velferðarkerfið og guð má vita hvað. En hver nennir þessu? Í staðinn fyrir að hlúa að og efna til einhvers konar alhliða samtals, greiningar og áætlunargerðar um alla þessa stóru hluti í samfélaginu er að sjálfsögðu miklu skemmtilegra að rífast um ekki neitt. Það er miklu meiri sköpun í því að kokka upp deilumál frá grunni. Það krefst svo miklu meira listfengis að snúa markvisst út úr orðum og smíða góðar samsæriskenningar. Orkan okkar á að fara í þannig hluti.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar