Spánverjar lokuðu öllum leiðum á úrslitastundu og eru áfram ósigraðir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. september 2019 14:23 Spánverjinn Juan Hernangómez var flottur í dag. Getty/Li Zhiteng Spánn og Argentína hafa unnið alla fjóra leiki sína á heimsmeistaramótinu í körfubolta í Kína eftir að þau unnu bæði fyrsta leik sinn í milliriðli í dag. Spánverjar höfðu betur í hörkuleik á móti Ítölum en Argentínumenn þurftu ekki að hafa mikið fyrir sínum sigri. Úrslitin í dag þýða jafnframt að Spánn og Serbía eru bæði búin að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum keppninnar þrátt fyrir að eiga einn leik eftir í milliriðlinum. Spánverjar unnu sjö stiga sigur á Ítölum, 67-60, í miklum baráttuleik. Ítalir höfðu unnið alla leiki sína nema þann á móti Serbum og stóðu vel í Spánverjum í dag. Írtalir voru líka í fínum málum fjórum mínútum fyrir leikslok og fjórum stigum yfir, 56-51. Þá komu tíu spænsk stig í röð, Spánverjar lokuðu öllum leiðum og náðu frumkvæðinu sem þeir héldu út leikinn. Juan Hernangómez (Denver Nuggets) var atkvæðamestur hjá Spánverjum með 16 stig en Ricky Rubio (Phoenix Suns) skoraði 15 stig. Þá var Sergio Llull (Real Madrid) með 11 stig. Það kom ekki að sök að Marc Gasol (Toronto Raptors) skoraði bara eina körfu úr sex skotum en hún kom á lykiltíma undir lok leiksins. Danilo Gallinari (Oklahoma City Thunder) var stigahæstur hjá Argentínu með 15 stig. Argentínumenn áttu ekki í miklum vandræðum með Venesúela og héldu sigurgöngu sinni áfram á HM. Argentínska liðið vann tuttugu stiga sigur, 87-67. Lið Venesúela var búið að vinna tvo leiki í röð þar af hreinan úrslitaleik um sæti í milliriðli á móti heimamönnum í kínverska landsliðinu. Liðið átti hins vegar enga möguleika á móti sterku argentínsku liði. Gabriel Deck, leikmaður Real Madrid, fór á kostum og skoraði 25 stig en liðsfélagi hans hjá Real Facundo Campazzo var líka mjög flottur með 12 stig og 9 stoðsendingar. Luis Scola, sem er 39 ára og spilar nú í Kína, skoraði 15 stig.Úrslit í milliriðlum í keppni um 1. til 16. sæti á HM í Körfubolta í Kína:I-riðill Pólland - Rússland 79-74 Argentína - Venesúela 87-67Röð þjóða (Sigrar-töp): Argentína 4-0, Pólland 4-0, Rússland 2-2, Venesúela 2-2.J-riðill Serbía - Púertó Ríkó 90-47 Spánn - Ítalía 67-60Röð þjóða (Sigrar-töp): Serbía 4-0, Spánn 4-0, Ítalía 2-2, Púertó Ríkó 2-2Úrslit í keppni um sæti 17. til 32. sæti: Nígería - Fílabeinsströndin 83-66 Angóla - Íran 62-71 Kína- Suður Kórea 77-73 Túnis - Filippseyjar 86-67 Körfubolti Mest lesið Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Fleiri fréttir Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Sjá meira
Spánn og Argentína hafa unnið alla fjóra leiki sína á heimsmeistaramótinu í körfubolta í Kína eftir að þau unnu bæði fyrsta leik sinn í milliriðli í dag. Spánverjar höfðu betur í hörkuleik á móti Ítölum en Argentínumenn þurftu ekki að hafa mikið fyrir sínum sigri. Úrslitin í dag þýða jafnframt að Spánn og Serbía eru bæði búin að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum keppninnar þrátt fyrir að eiga einn leik eftir í milliriðlinum. Spánverjar unnu sjö stiga sigur á Ítölum, 67-60, í miklum baráttuleik. Ítalir höfðu unnið alla leiki sína nema þann á móti Serbum og stóðu vel í Spánverjum í dag. Írtalir voru líka í fínum málum fjórum mínútum fyrir leikslok og fjórum stigum yfir, 56-51. Þá komu tíu spænsk stig í röð, Spánverjar lokuðu öllum leiðum og náðu frumkvæðinu sem þeir héldu út leikinn. Juan Hernangómez (Denver Nuggets) var atkvæðamestur hjá Spánverjum með 16 stig en Ricky Rubio (Phoenix Suns) skoraði 15 stig. Þá var Sergio Llull (Real Madrid) með 11 stig. Það kom ekki að sök að Marc Gasol (Toronto Raptors) skoraði bara eina körfu úr sex skotum en hún kom á lykiltíma undir lok leiksins. Danilo Gallinari (Oklahoma City Thunder) var stigahæstur hjá Argentínu með 15 stig. Argentínumenn áttu ekki í miklum vandræðum með Venesúela og héldu sigurgöngu sinni áfram á HM. Argentínska liðið vann tuttugu stiga sigur, 87-67. Lið Venesúela var búið að vinna tvo leiki í röð þar af hreinan úrslitaleik um sæti í milliriðli á móti heimamönnum í kínverska landsliðinu. Liðið átti hins vegar enga möguleika á móti sterku argentínsku liði. Gabriel Deck, leikmaður Real Madrid, fór á kostum og skoraði 25 stig en liðsfélagi hans hjá Real Facundo Campazzo var líka mjög flottur með 12 stig og 9 stoðsendingar. Luis Scola, sem er 39 ára og spilar nú í Kína, skoraði 15 stig.Úrslit í milliriðlum í keppni um 1. til 16. sæti á HM í Körfubolta í Kína:I-riðill Pólland - Rússland 79-74 Argentína - Venesúela 87-67Röð þjóða (Sigrar-töp): Argentína 4-0, Pólland 4-0, Rússland 2-2, Venesúela 2-2.J-riðill Serbía - Púertó Ríkó 90-47 Spánn - Ítalía 67-60Röð þjóða (Sigrar-töp): Serbía 4-0, Spánn 4-0, Ítalía 2-2, Púertó Ríkó 2-2Úrslit í keppni um sæti 17. til 32. sæti: Nígería - Fílabeinsströndin 83-66 Angóla - Íran 62-71 Kína- Suður Kórea 77-73 Túnis - Filippseyjar 86-67
Körfubolti Mest lesið Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Fleiri fréttir Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Sjá meira