Áfangaheimilið nefnt eftir lagi Páls Óskars Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 7. september 2019 07:00 Á áfangaheimilinu Betra lífi eru 24 herbergi vel útbúin húsgögnum frá IKEA, en verslunin sýndi mikla velvild við uppbyggingu heimilisins. Fréttablaðið/Anton Brink „Við erum að koma á laggirnar áfangaheimili þar sem gömlu bæjarskrifstofurnar voru í Kópavogi. Við erum með 24 herbergi fullbúin húsgögnum, sameiginlega sturtuaðstöðu og eldhús,“ segir Arnar Gunnar Hjálmtýsson, forstöðumaður Áfangaheimilisins Betra lífs. Hann vinnur nú að uppbyggingu áfangaheimilis sem mun standa til boða fyrir fólk sem hefur í engin hús að venda og vill eignast betra líf. „Þessi hugmynd kviknaði þegar sonur minn fór á svipað áfangaheimili hér í borginni. Honum var svo vísað þaðan vegna þess að hann vildi ekki fara á trúarlegar samkomur hjá þeim en það var forsenda fyrir því að fá að búa þar,“ segir Arnar. Þegar sonur hans hafði verið rekinn af áfangaheimilinu fór Arnar að leita á önnur mið til þess að finna honum heimili. „Ég fór að hringja út um allt, á öll áfangaheimili og það var bara allt upptekið. Jafnvel sex mánaða bið eftir því að komast að. Þetta sýndi mér bara hversu mikil þörfin er og á sama tíma datt ég niður á þetta húsnæði og ákvað að láta þetta verða að veruleika,“ segir Arnar. Á áfangaheimilinu Betra líf verður ekki lögð áhersla á trúarstarf. „Helsta skilyrðið fyrir því að fá að búa hér er að fólk sé edrú. Svo þarf fólk að borga leiguna og fara eftir ákveðnum húsreglum, til dæmis því að koma vel fram við náungann,“ segir Arnar. „Við verðum svo með AA-fundi fyrir þá sem vilja,“ bætir hann við. Hugmyndina að nafni heimilisins fékk Arnar frá bróður sínum Páli Óskari. „Hann gaf einu sinni út frábært lag sem heitir Betra líf og þegar ég spurði hann hvort ekki væri tilvalið að nefna heimilið eftir laginu sagði hann að honum fyndist það frábær hugmynd en benti mér á að búð í Kringlunni bæri sama nafn,“ segir hann. Arnar gerði sér þá ferð í Kringluna og fékk leyfi til þess að nota nafnið á áfangaheimilið. Nú þegar er einn skjólstæðingur fluttur inn á heimilið en Arnar býst við því að fleiri geti flutt inn eftir næstu viku. „Við erum að klára efri hæðina núna og þegar það er búið getum við farið að taka á móti fólki,“ segir hann. Enginn starfsmaður, fyrir utan Arnar sjálfan, mun starfa á heimilinu en öll hans vinna verður unnin í sjálfboðastarfi. „Svona rekstur býður ekki upp á neina launaða starfsemi og takmarkið er að reka þetta á núlli til að byrja með. Svo sér maður bara hvernig málin þróast en draumurinn er að geta boðið upp á mat hérna fyrir heimilisfólkið,“ segir hann. „Vonandi tekst okkur það að lokum, því að ég held að það sé stór þáttur í bata þessara einstaklinga að borða hollan og góðan mat,“ segir Arnar. Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fleiri fréttir Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Sjá meira
„Við erum að koma á laggirnar áfangaheimili þar sem gömlu bæjarskrifstofurnar voru í Kópavogi. Við erum með 24 herbergi fullbúin húsgögnum, sameiginlega sturtuaðstöðu og eldhús,“ segir Arnar Gunnar Hjálmtýsson, forstöðumaður Áfangaheimilisins Betra lífs. Hann vinnur nú að uppbyggingu áfangaheimilis sem mun standa til boða fyrir fólk sem hefur í engin hús að venda og vill eignast betra líf. „Þessi hugmynd kviknaði þegar sonur minn fór á svipað áfangaheimili hér í borginni. Honum var svo vísað þaðan vegna þess að hann vildi ekki fara á trúarlegar samkomur hjá þeim en það var forsenda fyrir því að fá að búa þar,“ segir Arnar. Þegar sonur hans hafði verið rekinn af áfangaheimilinu fór Arnar að leita á önnur mið til þess að finna honum heimili. „Ég fór að hringja út um allt, á öll áfangaheimili og það var bara allt upptekið. Jafnvel sex mánaða bið eftir því að komast að. Þetta sýndi mér bara hversu mikil þörfin er og á sama tíma datt ég niður á þetta húsnæði og ákvað að láta þetta verða að veruleika,“ segir Arnar. Á áfangaheimilinu Betra líf verður ekki lögð áhersla á trúarstarf. „Helsta skilyrðið fyrir því að fá að búa hér er að fólk sé edrú. Svo þarf fólk að borga leiguna og fara eftir ákveðnum húsreglum, til dæmis því að koma vel fram við náungann,“ segir Arnar. „Við verðum svo með AA-fundi fyrir þá sem vilja,“ bætir hann við. Hugmyndina að nafni heimilisins fékk Arnar frá bróður sínum Páli Óskari. „Hann gaf einu sinni út frábært lag sem heitir Betra líf og þegar ég spurði hann hvort ekki væri tilvalið að nefna heimilið eftir laginu sagði hann að honum fyndist það frábær hugmynd en benti mér á að búð í Kringlunni bæri sama nafn,“ segir hann. Arnar gerði sér þá ferð í Kringluna og fékk leyfi til þess að nota nafnið á áfangaheimilið. Nú þegar er einn skjólstæðingur fluttur inn á heimilið en Arnar býst við því að fleiri geti flutt inn eftir næstu viku. „Við erum að klára efri hæðina núna og þegar það er búið getum við farið að taka á móti fólki,“ segir hann. Enginn starfsmaður, fyrir utan Arnar sjálfan, mun starfa á heimilinu en öll hans vinna verður unnin í sjálfboðastarfi. „Svona rekstur býður ekki upp á neina launaða starfsemi og takmarkið er að reka þetta á núlli til að byrja með. Svo sér maður bara hvernig málin þróast en draumurinn er að geta boðið upp á mat hérna fyrir heimilisfólkið,“ segir hann. „Vonandi tekst okkur það að lokum, því að ég held að það sé stór þáttur í bata þessara einstaklinga að borða hollan og góðan mat,“ segir Arnar.
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fleiri fréttir Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Sjá meira