Ástralía vann Dóminíska lýðveldið, 82-76, í milliriðli L á HM í körfubolta í dag. Ástralir hafa unnið alla leiki sína á HM.
Patty Mills, leikmaður San Antonio Spurs, var atkvæðamestur í liði Ástralíu með 19 stig og níu stoðsendingar. Chris Goulding skoraði 15 stig. Eloy Vargas skoraði 16 stig fyrir Dóminíska lýðveldið.
Tékkland bar sigurorð af Brasilíu, 71-93, í milliriðli K.
Tomas Satoransky skoraði 20 stig, tók sjö fráköst og gaf níu stoðsendingar í liði Tékka sem eru á toppi riðilsins með sjö stig. Brassar eru einnig með sjö stig í 2. sætinu. Síðar í dag mætast Bandaríkin og Grikkland í lokaleik riðilsins.
Vítor Benite skoraði tólf stig fyrir Brasilíu í leiknum í dag. Þetta var fyrsta tap liðsins á HM.
