Indland Davíð Stefánsson skrifar 9. september 2019 07:00 Ýmsir erlendir ráðamenn hafa heimsótt Ísland á síðustu vikum. Þar má nefna Angelu Merkel Þýskalandskanslara, forsætisráðherra Norðurlanda, Vladímír Títov, varautanríkisráðherra Rússlands, og nú síðast Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna. Í þessari viku bætist við enn ein heimsóknin sem er ekki síður áhugaverð. Forseti Indlands, Shri Ram Nath Kovind, kemur í dag í opinbera heimsókn. Hann mun meðal annars funda með forseta Íslands og heimsækja íslensk fyrirtæki. Með honum er 36 manna viðskiptasendinefnd skipuð fulltrúum indverskra fyrirtækja úr ýmsum atvinnugreinum. Indland er áhugavert fyrir margra hluta sakir. Þar er ein elsta siðmenningin, allt að átta þúsund ára. Á síðustu árum hefur þetta þrettán hundruð milljón manna ríki, fjölmennasta lýðræðisríki heims, gengið í gegnum gríðarlegar samfélagsbreytingar og hagvöxt. Indland er ríki samfélagsandstæðna og breytinga. Það segir sína sögu að Kovind forseti tilheyrir 200 milljón manna stétt Dalíta sem til skamms tíma voru taldir til neðsta þreps hins forna indverska stéttakerfis og nutu minni réttinda en efri stéttir. Mörg fyrirtæki á Vesturlöndum horfa nú til Indlands og aukinnar kaupgetu millistéttar landsins, alls um þrjú til fjögur hundruð milljónir manna og myndar einn stærsta neytendamarkað heims. Indverskir milljónamæringar eru um 200.000 og fer fjölgandi. Á síðustu árum hefur indverskt viðskiptaumhverfi verið opnað æ meir fyrir alþjóðaviðskiptum. Í því skyni hafa stjórnvöld einfaldað reglugerðir og skattakerfi og aukið vernd fyrir fjárfestingar. Breska tímaritið Economist áætlar að árið 2031 verði Indland þriðja stærsta hagkerfi heims, stutt af tilfærslu atvinnu milljóna manna frá dreifbýli til þéttbýlis. Hætt er við að gríðarlegar samfélagsbreytingar og misskipting auðs leiði til félagslegrar og pólitískrar spennu. Vaxandi efnahagslegur máttur muni gera Indland að áhrifamiklu alþjóðlegu afli sem finni sér samleið með hagsmunum Bandaríkjanna og Japan. Á næsta áratug er einnig líklegt að samkeppni við Kína um áhrif í Suður-Asíu muni aukast enn frekar. Ísland er lítið hagkerfi sem á mikið undir öflugum alþjóðasamskiptum. Velferð landsins byggir á virkni í þessum viðskiptum. Samskiptin við Indland hafa verið takmörkuð en eru vaxandi. Opnun sendiráðs Íslands í Nýju-Delí árið 2006 og opnun sendiráðs Indverja hér árið 2008 hefur þar mikil áhrif. Íslendingar geta sótt á indverskan markað vaxandi millistéttar með tæknivörur og sérfræðiþekkingu hvað varðar líftækni, matvinnslutækni og heilbrigðisþjónustu. Á síðasta ári heimsóttu um 20 þúsund Indverjar Ísland heim. Allar líkur eru á að þeim fjölgi til muna á næstu árum. Íslendingar ættu einnig að geta dregið úr kostnaði við framleiðslu og þjónustu með meiri samvinnu við indversk fyrirtæki. Heimsókn forseta Indlands verður vonandi hvatning til aukinna viðskipta og samskipta þjóðanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Stefánsson Heimsókn Mike Pence Indland Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Ýmsir erlendir ráðamenn hafa heimsótt Ísland á síðustu vikum. Þar má nefna Angelu Merkel Þýskalandskanslara, forsætisráðherra Norðurlanda, Vladímír Títov, varautanríkisráðherra Rússlands, og nú síðast Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna. Í þessari viku bætist við enn ein heimsóknin sem er ekki síður áhugaverð. Forseti Indlands, Shri Ram Nath Kovind, kemur í dag í opinbera heimsókn. Hann mun meðal annars funda með forseta Íslands og heimsækja íslensk fyrirtæki. Með honum er 36 manna viðskiptasendinefnd skipuð fulltrúum indverskra fyrirtækja úr ýmsum atvinnugreinum. Indland er áhugavert fyrir margra hluta sakir. Þar er ein elsta siðmenningin, allt að átta þúsund ára. Á síðustu árum hefur þetta þrettán hundruð milljón manna ríki, fjölmennasta lýðræðisríki heims, gengið í gegnum gríðarlegar samfélagsbreytingar og hagvöxt. Indland er ríki samfélagsandstæðna og breytinga. Það segir sína sögu að Kovind forseti tilheyrir 200 milljón manna stétt Dalíta sem til skamms tíma voru taldir til neðsta þreps hins forna indverska stéttakerfis og nutu minni réttinda en efri stéttir. Mörg fyrirtæki á Vesturlöndum horfa nú til Indlands og aukinnar kaupgetu millistéttar landsins, alls um þrjú til fjögur hundruð milljónir manna og myndar einn stærsta neytendamarkað heims. Indverskir milljónamæringar eru um 200.000 og fer fjölgandi. Á síðustu árum hefur indverskt viðskiptaumhverfi verið opnað æ meir fyrir alþjóðaviðskiptum. Í því skyni hafa stjórnvöld einfaldað reglugerðir og skattakerfi og aukið vernd fyrir fjárfestingar. Breska tímaritið Economist áætlar að árið 2031 verði Indland þriðja stærsta hagkerfi heims, stutt af tilfærslu atvinnu milljóna manna frá dreifbýli til þéttbýlis. Hætt er við að gríðarlegar samfélagsbreytingar og misskipting auðs leiði til félagslegrar og pólitískrar spennu. Vaxandi efnahagslegur máttur muni gera Indland að áhrifamiklu alþjóðlegu afli sem finni sér samleið með hagsmunum Bandaríkjanna og Japan. Á næsta áratug er einnig líklegt að samkeppni við Kína um áhrif í Suður-Asíu muni aukast enn frekar. Ísland er lítið hagkerfi sem á mikið undir öflugum alþjóðasamskiptum. Velferð landsins byggir á virkni í þessum viðskiptum. Samskiptin við Indland hafa verið takmörkuð en eru vaxandi. Opnun sendiráðs Íslands í Nýju-Delí árið 2006 og opnun sendiráðs Indverja hér árið 2008 hefur þar mikil áhrif. Íslendingar geta sótt á indverskan markað vaxandi millistéttar með tæknivörur og sérfræðiþekkingu hvað varðar líftækni, matvinnslutækni og heilbrigðisþjónustu. Á síðasta ári heimsóttu um 20 þúsund Indverjar Ísland heim. Allar líkur eru á að þeim fjölgi til muna á næstu árum. Íslendingar ættu einnig að geta dregið úr kostnaði við framleiðslu og þjónustu með meiri samvinnu við indversk fyrirtæki. Heimsókn forseta Indlands verður vonandi hvatning til aukinna viðskipta og samskipta þjóðanna.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun