Mávaræðan ekki lengur eina heimsfræga ræða Eric Cantona: Sjáðu ræðu hans á UEFA-sviðinu í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. ágúst 2019 08:30 Eric Cantona flytur hé ræðu sína á Meistaradeildardrættinum í gær. Getty/Valerio Pennicino Misstir þú af ræðu Eric Cantona á Meistaradeildardrættinum í gær? Þá er um að gera að kynna sér þá klassík betur. Cantona bauð nefnilega upp á mjög óvenjulega en um leið mjög Cantona lega ræðu upp á sviði UEFA í gær. Eric Cantona fékk forsetaverðlaun UEFA í gær og mætti upp á svið í Mónakó til að taka við þeim úr hendi Aleksander Ceferin, forseta UEFA. Eftir að Frakkinn hafði fengið verðlaunagripinn í hendurnar þá fékk Eric Cantona þá spurningu um hvað væri að fara í gegnum huga hans á þeirri stundu. Menn fengu fljótt svarið og það var svo sannarlega engin klisja.In case you missed Eric Cantona's speech ahead of the Uefa Champions League draw on Thursday - it's worth a read.. Here it is: https://t.co/RSfioaPAql#UCL#bbcfootballpic.twitter.com/OcDbOdjdWh — BBC Sport (@BBCSport) August 30, 2019Ræður verðlaunahafa á athöfnum sem þessum eru vanalega innihaldslitlar og snúast aðallega um að þakka sínu fólki og sínum liðsfélögum fyrir stuðninginn. Menn bjóða vanalega ekki upp á heimspeki upp á sviði en það hefur líka enginn fótboltamaður verið eins og Eric Cantona. Ræða Eric Cantona um mávana þegar hann kom til baka úr leikbanninu fræga árið 1995 er fyrir löngu orðin hluti af fótboltasögunni og nú hefur Cantona bætt annarri heimspekilegri ræðu í þann hóp.Eric Cantona's bizarre speech at the UEFA Champions League group-stage draw in full What a man pic.twitter.com/DiCfGI2Xc8 — ESPN India (@ESPNIndia) August 30, 2019 Í áhorfendahópnum voru fulltrúar bestu félaga Evrópu og líka bestu fótboltamenn heims eins og þeir Lionel Messi og Cristiano Ronaldo. Áhorfendurnir í salnum horfðu hljóðlátir og dolfallnir þegar Eric Cantona hóf upp röddina en menn þurftu samt líklega að hlusta nokkrum sinnum á ræðuna til að skilja hana til fullnustu. „Við erum fyrir guðina eins og flugur eru fyrir gáskafulla stráka. Þeir leika sér að því að drepa okkur,“ byrjaði Eric Cantona og var þar að vitna í leikrit William Shakespeare um Lér konung. „Fyrr en varir mun tæknin hafa náð að hægja á öldrun frumanna og mun síðan geta lagað frumurnar þannig að við getum lifað endalaust. Þá munu aðeins slys, glæpir, stríð drepa okkur en því miður munu glæpir og stríð margfaldast,“ hélt Cantona áfram. Hann endaði síðan: „Ég elska fótbolta, takk fyrir“ Það má heyra alla ræðuna hans Eric Cantona hér fyrir neðan.Klippa: Ræða Cantona - Meistaradeild Evrópu Frakkland Meistaradeild Evrópu UEFA Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Fleiri fréttir Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Sjá meira
Misstir þú af ræðu Eric Cantona á Meistaradeildardrættinum í gær? Þá er um að gera að kynna sér þá klassík betur. Cantona bauð nefnilega upp á mjög óvenjulega en um leið mjög Cantona lega ræðu upp á sviði UEFA í gær. Eric Cantona fékk forsetaverðlaun UEFA í gær og mætti upp á svið í Mónakó til að taka við þeim úr hendi Aleksander Ceferin, forseta UEFA. Eftir að Frakkinn hafði fengið verðlaunagripinn í hendurnar þá fékk Eric Cantona þá spurningu um hvað væri að fara í gegnum huga hans á þeirri stundu. Menn fengu fljótt svarið og það var svo sannarlega engin klisja.In case you missed Eric Cantona's speech ahead of the Uefa Champions League draw on Thursday - it's worth a read.. Here it is: https://t.co/RSfioaPAql#UCL#bbcfootballpic.twitter.com/OcDbOdjdWh — BBC Sport (@BBCSport) August 30, 2019Ræður verðlaunahafa á athöfnum sem þessum eru vanalega innihaldslitlar og snúast aðallega um að þakka sínu fólki og sínum liðsfélögum fyrir stuðninginn. Menn bjóða vanalega ekki upp á heimspeki upp á sviði en það hefur líka enginn fótboltamaður verið eins og Eric Cantona. Ræða Eric Cantona um mávana þegar hann kom til baka úr leikbanninu fræga árið 1995 er fyrir löngu orðin hluti af fótboltasögunni og nú hefur Cantona bætt annarri heimspekilegri ræðu í þann hóp.Eric Cantona's bizarre speech at the UEFA Champions League group-stage draw in full What a man pic.twitter.com/DiCfGI2Xc8 — ESPN India (@ESPNIndia) August 30, 2019 Í áhorfendahópnum voru fulltrúar bestu félaga Evrópu og líka bestu fótboltamenn heims eins og þeir Lionel Messi og Cristiano Ronaldo. Áhorfendurnir í salnum horfðu hljóðlátir og dolfallnir þegar Eric Cantona hóf upp röddina en menn þurftu samt líklega að hlusta nokkrum sinnum á ræðuna til að skilja hana til fullnustu. „Við erum fyrir guðina eins og flugur eru fyrir gáskafulla stráka. Þeir leika sér að því að drepa okkur,“ byrjaði Eric Cantona og var þar að vitna í leikrit William Shakespeare um Lér konung. „Fyrr en varir mun tæknin hafa náð að hægja á öldrun frumanna og mun síðan geta lagað frumurnar þannig að við getum lifað endalaust. Þá munu aðeins slys, glæpir, stríð drepa okkur en því miður munu glæpir og stríð margfaldast,“ hélt Cantona áfram. Hann endaði síðan: „Ég elska fótbolta, takk fyrir“ Það má heyra alla ræðuna hans Eric Cantona hér fyrir neðan.Klippa: Ræða Cantona - Meistaradeild Evrópu
Frakkland Meistaradeild Evrópu UEFA Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Fleiri fréttir Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Sjá meira